Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Blaðsíða 28
með útgáfunni á Þulum Theódóru Thoroddsen og 6. bindi af
Andvökum Steplians G. Stephanssonar.
Starfsemi ársins 1939 hófst með þvi, að gefin var út ljóða-
hók Guðmundar Böðvarssonar: Hin hvítu skip. Er þetta önn-
ur ljóðabók hins borgfirzka bónda, en hann varð landskunn-
ur fyrir fyrstu ljóðabók sína, Kyssti mig sól, sem út kom ár-
ið 1936.
í tilefni af finnntugsafmæli og heimkomu Gunnars Gunnars-
sonar, gaf Heimskringla út nýjustu bók hans, Aðventu. Magnús
Ásgeirsson þýddi bókina, en Halldór K. Laxness ritar formála
fyrir henni. Hlaut Aðventa hér ágæta dóma sem annarsstaðar
og verðugar viðtökur.
Þá voru í haust gefnar út tvær nýjar íslenzkar barnabækur:
Höllin bak við hamrana, æfintýri eftir Ármann Kr. Einarsson
kennara. Áður gaf Heimskringla út eftir hann barnabókina:
Margt býr í fjöllunum. Hin barnabókin heitir Ferðalangar. Höf-
undur hennar er Helgi Hálfdánarson lyfjafræðingur frá Sauðár-
króki. Ferðalangar er fræðsla við hæfi unglinga um efnafræði
og flesta hluti lifandi og dauða í umhverfi manna. Er bókin
svo fróðleg og nýstárleg, að fullorðnir lesa hana sér til gagns
og ánægju. Bókin hefur hlotið meðmæli skólaráðs barnaskól-
anna sem lestrarbók handa börnum og unglingum. Hafa skóla-
menn lokið ó hana miklu lofsorði.
Úr landsuðri heitir ljóðabók Jóns prófessors Helgasonar, sem
Heimskringla gaf út í haust. Þá bók má telja einn mesta bók-
menntaviðburð síðustu ára hér á landi. Jón er mest þekktur
hér og annarsstaðar sem vísindamaður. Ýmsir höfðu þó kynni
af gamankveðskap hans, einkum ísl. menntamenn, sem honum
hafa verið samtíða i Kaupmannahöfn. En fáir munu hafa vit-
að um þau ljóð, sem hann birtir á síðari hluta bókar sinnar.
Þau Ijóð eru í senn ein fegursta gjöf, sem íslenzkir Ijóðunn-
endur hafa hlotið um langt skeið, og óbrotgjarnasti minnis-
varði, er skáld fær reist sér og móðurmáli sínu. Það sagði kunn-
ingi minn við mig í haust: „Þetta er bezta bókin, sem Heims-
kringla hefur gefið út til þessa.“
Jóhannes úr Kötlum varð fertugur 4. þ. m. Þann dag gaf
Heimskringla út nýja ljóðabók eftir liann. Bókin heitir „Hart
er í heimi", og er sjötta ljóðabók hans. Áður hefur Heims-
kringla gefið út eftir hann tvær ljóðabækur: Samt mun ég vaka
og Hrímhvíta móðir og barnabókina Fuglinn segir ....... Það
er óþarfi að kynna Jóhannes fyrir lesendum Timaritsins. Hann
er fyrir löngu setztur á bekk með höfuðskáldum þjóðarinnar.
82