Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Síða 32

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Síða 32
2) Ásökun á hendur samstarfsmönnum okkar um að þeir hafi í hyggju að gerast samningsrofar við Mál og menningu. 1 enn einni ritgerð í Timanura um félag okkar, 7. október, rœð- ir alþingismaðurinn um höfunda þá og vísindamenn, sem ým- ist hafa starfað eða eru starfandi að ritum Máls og menningar. Hann kemst svo að orði um samstarfsmenn okkar: „Allir þeir, sem hafa lokið sér af, lýsa yfir hátt og i hljóði, að þeir muni aldrei framar láta hinn yfirlætisfulla forstjóra kommúnista (les: Kristinn Andrésson) .... fá frá sér nokkurt ritað mál til birtingar. Hinir sem eiga eftir að efna heit sín .... sjá hilla undir marga möguleika til að losna frá skuld- bindingum sinum.“ Þessi klausa felur í sér tvær aðalstaðhæfingar. Við fyrri staðhæfingunni er því til að svara, enginn þeirra ritliöfunda eða vísindamanna, sem samið hafa bækur eða rit- gerðir fyrir Mál og menningu, hefur enn lýst yfir þvi, hvorki „liátt né í hljóði“, svo vitað sé, að hann muni „aldrei framar“ láta Mál og menningu „fá frá sér nokkurt ritað mál til birt- ingar“. Oðru nær, samstarf stjórnar Máls og menningar við höfunda og fræðimenn hefur, án undantekningar, verið báðum aðiljum til óblandinnar ánægju, og hinn vinsamlegi grundvöll- ur, sem þetta samstarf byggist á, hefur ekki raskazt í einu til- felli, auk heldur fleirum. í siðari staðhæfingu ofangreindrar klausu eru án fyrirvara bornar fram blákalt þær ásakanir á hendur höfundum Máls og menningar, að þeir hafi í hyggju vanefndir á skuldbinding- um sínum við félagið, þeir eru berum orðum sagðir vera að búa sig undir svik og samningsrof. Slík rakalaus aðdróttun á hendur ýmsum nafnkunnustu ágætis- mönnum íslenzku þjóðarinnar og helztu menningarfrömuðum, á rót sína að rekja til hugsunarháttar, sem stjórn Máls og menn- ingar kynokar sér við að skilgreina á þessum stað, enda mun slíks ekki gerast þörf; aðdróttunin er af því tagi, að hún get- ur ekki vakið nema eina og aðeins eina kennd í brjóstum hinna mörg þúsund lesenda, vina og stuðningsmanna Máls og menningar. Tíminn er eina blaðið, þar sem Mál og menning auglýsir ókeypis. í dulnefnisgrein í Tímanum er því haldið fram nýlega, /að takmark Máls og menningar sé að hafa fé út úr mönnum til styrktar dagblaði Sameiningarflokks alþýðu, Þjóðviljanum; styrk- urinn sé greiddur blaðinu undir yfirskini borgunar fyrir aug- 86

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.