Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Page 33

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1939, Page 33
lýsingar. Þessi tiðindi munu vera byggð á fremur vafasömum heimildum, — sennilega hinum sömu og þeim, sem stjórn Máls og menningar hefur fundið ástæðu til að gera lítilsháttar að umtalsefni á öðrum staS i þessu hefti. ÞaS er m. ö. o. óþarft aS taka þaS fram, aS þau eru tilhæfulaus uppspuni. BókmenntafélagiS Mál og menning er ekki gert út af neinum stjórnmálaflokki og hefur enga flokkspólitiska hagsmuni. Það hef- ur hingaS til deilt auglýsingum um starfsemi sina sem jafnast milli blaSanna, án tillits til stjórnmálaskoSana þeirra, — meira aS segja án tillits til þess, hvort þau voru okkur vinveitt eSa ekki. En þaS væri ekki óeSlilegt, þótt þessi afstaSa yrði eitthvaS end- urskoSuS eftirleiðis. Hitt var ekki okkar sök, að auglýsing sú um Arf íslendinga* sem öll dagblöðin fengu í sumar, skyldi ekki koma í Tímanum. RáðsmaSur Tímans hafði samið við Mál og menningu um að fá að birta auglýsinguna, en um það bil, sem hún átti að koma út í blaðinu, bannaði yfirblaðstjóri Tímans, að hún yrði birt, og varð blaðið þannig af eigi all-litlu fé. Aftur á móti kaus þessi sami yfirblaðstjóri aS útbreiða Mál og menningu ókeypis með því að skrifa í Tímann um félagið og starfsemi þess fjölda rit- gerða, stundum margar í hvert blað. Hefur ekkert blað á ís- landi gert meira til að útbreiða Mál og menningu en Tíminn, þótt hann hafi ekki, eins og önnur blöð, viljað þiggja fé fyrir auglýsingar. Bréf frá félagsmönnum. Safnazt hefur nú fyrir fjöldi bréfa frá félagsmönnum, sem befði verið gaman að geta birt, en rúmið leyfir það ekki að þessu sinni. Við erum þakklátir öllum, er sýna þann áhuga á starfi félagsins, sem bréfin eru órækust vitni um. í nokkrum bréfum hafa komið fram fyrirspurnir og tillögur viðvíkjandi einstökum bókum, og munum við taka þær til athugunar í næsta hefti. Við birtum hér káfla úr einu af nýjustu bréfun- um til dæmis um þær undirtektir, sem Arfur íslendinga hefur fengið hjá félagsmönnum: „Þá er það Arfur íslendinga. Ég er i sjöunda himni yfir þeirri mikiu fyrirætlun. Og mér þykir skömm koma til íslenzkrar al- þýðu, ef félagataian í Máli og menningu tvöfaldast ekki i hvell- inum. Mér finnst þessi ákvörðun svo göfug og stórmannleg, að ég get ekki hugsað mér að nokkur íslenzk sál sé svo sofandi 87

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.