Ægir - 01.02.2011, Blaðsíða 6
6
R I T S T J Ó R N A R P I S T I L L
Þetta tölublað Ægis er að mestu helgað fiskvinnslunni, þeim
hlekk í sjávarútvegskeðjunni sem gjarnan mætti fá meira
kastljós í umræðunni um íslenskan sjávarútveg. Oft mætti
halda að sjávarútvegurinn væri fátt annað en útgerð og hitt
komi svo einhvern veginn bara af sjálfu sér. En þeir sem
þekkja til í sjávarútvegi og starfa í greininni vita að svo ein-
falt er þetta nú ekki.
Segja má að það sé kannski besti mælikvarðinn á þann
fjölbreytileika sem orðinn er í fiskvinnslunni að ekki er hægt
að endurspegla nema brot af honum í einu tölublaði Ægis.
Við gætum sennilega lagt mörg tölublöð á ári undir einungis
fiskvinnslu án þess að tæma listann.
Ekki þarf að hugsa svo ýkja mörg ár aftur í tímann til að
rifja upp þegar engin var sjófrystingin, stærstur hluti af bol-
fiskinum fór í flökun og frystingu í blokk. Gjarnan í stórum
frystihúsum hringinn í kringum landið. Síðan var saltað í
stæður fyrir Spánarmarkað og Portúgal. Og verkað í skreið.
Nú er öldin talsvert önnur. Við höfum ótrúlega fjölbreytni
hvert sem litið er. Verkun í frystar afurðir, ferskar afurðir,
þurrkaðar, bitavinnsla, stór fyrirtæki, smá fyrirtæki, sérhæfð
fyrirtæki sem þjónusta sérþarfir kaupenda, vinnsla aukaaf-
urða, lífefnavinnsla úr aukaafurðum, stór fyrirtæki sem fram-
leiða úr mismunandi hráefnum og þannig mætti áfram telja.
Og þetta er það ánægjulega við sjávarútveginn. Þróunin
hefur ekki orðið á þeim forsendum að stjórnvöld skipi fyrir -
stýri afurðaframleiðslunni í einn ríkisfarveg. Vonandi koma
þeir tímar aldrei að hér verði einhvers konar ríkisskipun um
það hvernig vinna eigi fisk af Íslandsmiðum og selja á
erlenda markaði. Þau spor hræða en að sama skapi höfum
við séð fjölbreytileikann í fiskvinnslunni spretta úr þeim jarð-
vegi að framleiðendur fái að spreyta sig á eigin forsendum.
Finna kaupendur, framleiða samkvæmt þeirra óskum - upp-
fylla þeirra væntingar. Markaðshugsun í sinni tærustu mynd.
En gleymum því ekki að þróunin hefur ekki orðið af sjálfu
sér. Við höfum verið mjög lánsöm hér á landi að eiga þjón-
ustufyrirtæki og framleiðendur tækjabúnaðar fyrir fiskvinnslu
og sjávarútveg, rannsóknaraðila og aðra sem sífellt leita
nýrra tækifæra í samstarfi við fyrirtæki í greininni. Alltaf virð-
ist vera hægt að gera betur - framleiða vöru með enn meiri
gæðum en í gær, ná einu prósenti eða jafnvel broti úr pró-
senti í betri nýtingu og svo framvegis. Þennan kraft á líka að
meta til auðlindar Íslendinga í sjávarútvegi. Auðlindar sem
við þurfum líka að hlúa að.
Óhemja af þorski
„Ég hef verið hérna í Grímsey síðan 1972, og ég hef aldrei
séð annað eins. Það var netabátur að landa um 15 tonnum
og meðalvigtin var 12 kíló. Margir fiskar 20 kíló og þyngri.
Það er óhemja af þorski á stóru svæði hér við Grímsey og
litlu virðist skipta hvar trossurnar eru lagðar. Og stærðin er
eitthvað sem við eigum ekki að venjast á þessum slóðum.
Þá er hann svo feitur að hann er bókstaflega hnöttóttur af
spiki.
Þeir tóku mælingu á þessu hérna í fiskverkuninni,
slægðu 20 tonn og bara lifrin var 1860 kíló eða 9,3%.
Þorskurinn er fullur af loðnu og hún er full af hrognum. Ég
skrapp fram fyrir Eyju um daginn og renndi færum í loðnu-
kökkinn. Í tveimur hífum húkkuðust 18 stórar loðnur og ég
kreisti slatta af hrognum á bakka úr kvikindunum. Það er
erfitt að ímynda sér hversu þétt hún stendur þegar svona
margar húkkast og það á færakróka númer 12.
Það grátlegasta við þetta allt saman er að horfa upp á
allan þennan fisk í dauðafæri og mega ekki snerta við hon-
um. Þær eru ómældar upphæðirnar sem er verið að hafa af
útgerðinni og þjóðarbúinu með þessu háttarlagi. Á sama
tíma fylgist maður með því að ráðamenn eru ekkert að gera
í því að auka hið snarasta við aflaheimildir. Tíma sínum
telja þeir greinilega betur varið í að þjarka um það hvort
ekki eigi að taka aflaheimildirnar af mönnum til að geta
leigt þeim þær til baka.“
Sigfús Jóhannesson, útgerðarmaður í Grímsey á vef Landssambands smábátaeigenda.
Hver tekur skellinn?
Dveljum þá frekar við grundvallarspurninguna sem óhjá-
kvæmilega er að spurt sé: Hver á að taka á sig skellinn,
þegar kvótarnir eru skertir? Í umræðunni vantar ekki tillög-
ur um hver eigi að njóta þess þegar vel gengur og kvótar
stækka. Minna fer hins vegar fyrir hugmyndum um hverjir
eigi að bera byrðarnar af því þegar kvótinn minnkar. Enn
hef ég ekki heyrt aðrar tillögur um hver eigi að taka á sig
skerðingu, en þá að það geri þeir sem hafi umráðarétt yfir
kvótanum, fiskveiðiréttinum. Tökum dæmi af stöðunni við
upphaf núgildandi fiskveiðiárs. Þá var kvóti aukinn í þorski
en hann minnkaði í ýsu. Hver átti þá að njóta kvótaaukn-
ingarinnar í þorskinum og hver átti að taka á sig skellinn
vegna ýsuskerðingarinnar? Þessu þurfa menn að svara.
Ef handhafar veiðiréttarins eiga ekki að njóta þess þeg-
ar vel gengur, þá hlýtur sú krafa að vakna að þeir eigi held-
ur ekki að gjalda þess, þegar skera þarf niður aflakvótana.
Og þá vaknar spurningin, sem hér er spurt. Hver tekur á sig
skellinn. Er það til dæmis ríkissjóður, skattborgararnir, eða
einhver annar?
Reynslan sýnir okkur og það vita allir sem eitthvert inn-
grip hafa í sjávarútveginn, að sjaldnast virkar það þannig
að allir kvótar aukist, eða minnki á sama tíma. Það er jafn-
an þannig að kvótarnir minnka og vaxa á víxl, eins og stað-
an á yfirstandandi fiskveiðiári sýnir. Kvóti í þorski minnkar
kannski á sama tíma og hann vex í einhverjum öðrum teg-
undum og svo öfugt.
Einar Guðfinnsson, alþingismaður í grein á fréttavefnum feykir.is
U M M Æ L I
Fiskvinnslan
- einn mikilvægasti hlekkur
sjávarútvegskeðjunnar