Ægir - 01.02.2011, Blaðsíða 25
25
in, er þessi dæmigerða ís
lenska vertíð. Þá sækja vertíð
arbátar stóran, fallegan
hrygningarfisk í net og landa
honum daglega. Aðalafurðin
er kunnugleg, flattur, stór
fiskur sem seldur er á Portú
galsmarkað sem segja má að
sé hefðarmarkaður fyrir ís
lenskan saltfisk. Guðmundur
segir lítið hafa breyst á þess
ari vertíð í áranna rás. „Verk
unin er í grunninn eins og
hún hefur verið áratugum
saman, þó vitanlega hafi
kröfur um gæði, hreinlæti og
þess háttar aukist. En afurðin
er sú sama og enn gríðarlega
verðmæt fyrir okkur Íslend
inga.“
Aukafurðirnar sífellt
verðmætari
En þar með er ekki öll sagan
sögð. Við saltfiskverkunina
falla til ýmsar aukaafurðir
sem Guðmundur segir að
verði sífellt stærri þáttur í
vinnslunni. „Nú er svo komið
að um þriðjungur starfsfólks
ins sinnir eingöngu vinnslu á
aukaafurðum, svo sem
hrognum, lifur, svilum, maga
og görnum fyrir lífefnaiðnað.
Þetta er vinnsla sem erfitt
væri að sinna út á sjó, ein
faldlega vegna þess að það
þarf mikið pláss undir hana.
Það þarf auk þess ákveðna
sérhæfingu til að geta sinnt
vinnslu á innmat og fyrsta
flokks hráefni. Stóri vertíðar
fiskurinn er einstaklega gott
hráefni í þessa vinnslu, fisk
urinn er stór og honum er
landað örfáum klukkutímum
eftir að hann veiðist. Hráefn
ið er því mjög ferskt þegar
það fer til vinnslu. Ekki að
eins er vertíðarfiskurinn verð
mæt afurð, heldur fullur af
hrognum og svili og lifrin er
feit og pattaraleg á þessum
árstíma. Ef þessi fiskur kæmi
slægður að landi, eins og
sumir vilja gera að skyldu,
fæli það í sér mikla verðmæt
arýrnun að mínu mati.“
Aflabrögðin á netavertíð
inni hafa verið sérstaklega
góð, svo góð að á stundum
þykir nóg um. „Það virðist
sama hvar dýft er niður neti,
það fyllist af fiski. Vandinn
hefur þannig verið að stilla
saman veiðarnar og vinnsl
una í landi. Við gerum út þrjá
netabáta; Skinney SF, Þóri SF
og Hvanney SF, en þeir hafa
að undanförnu landað 4060
tonnum hver eftir daginn.
Þegar svo háttar lendum við
alveg í spreng í vinnslunni.
Okkur líður afskaplega vel ef
hver bátur landar um 30
tonnum daglega, allt umfram
það þrengir að. En það er
einmitt þetta sem er svo
heillandi við netavertíðina,
svona skorpuvinna. Þá mynd
ast hér sannkölluð vertíðar
stemning.“
F I S K V I N N S L A
Guðmundur H. Gunnarsson, framleiðslustjóri Skinneyjar-Þingeness á Höfn í Horna-
firði