Ægir - 01.02.2011, Blaðsíða 9
9
K Æ L I Þ J Ó N U S T A
um hvernig til hafa orðið hér
á landi góð og dýrmæt störf í
kringum sjávarútveginn. Fag
fólk sem er eftirsótt ekki að
eins í íslenskum sjávarútvegi
heldur einnig erlendis. Ég tel
að þessum störfum geti fjölg
að enn meira í framtíðinni.
Tæknivæðingin mun aukast
og kalla á meiri þjónustu og
þróunarstörf.“
Stöðugleikann skortir
Gunnar segir að stjórnvöld
hafi undanfarin tvö ár skapað
mikla óvissu um hver verði
framtíð íslensks sjávarútvegs.
Hún hafi leitt til þess að ekki
er hægt að gera langtíma
áætlanir og menn haldi því
að sér höndum.
„Við hjá Kælismiðjunni
Frosti erum gott dæmi um
þjónustufyrirtæki sem byggir
allt sitt á sjávarútvegi. Rekst
urinn hefur gengið ágætlega
undanfarin ár, starfsmönnum
hefur fjölgað og útflutningur
er vaxandi hluti af starfsem
inni þannig var um 40% af
okkar veltu á síðasta ári
vegna erlendra verkefna. Það
er í sjálfu sér jákvætt að út
flutningur á íslenskri tækni
þekkingu vex en það má
ekki gleyma því að grunnur
inn er sterkur heimamarkað
ur. Án hans verður enginn út
flutningur,“ segir Gunnar.
„Okkar skilaboð eru því
sú, eins og svo margra ann
arra í sjávarútvegi, að stjórn
völd setji fram skýra og
ábyrga stefnu í sjávarútvegi,
stefnu sem tryggi stöðugleika
til langs tíma. Óvissan hefur
þegar valdið of miklum
skaða.“
Starfsmenn Kælismiðjunnar Frosts um borð í norska togaranum Havtind sem er í breytingum á Akureyri þessa dagana. Frost
annast sölu og uppsetningu á frystikerfi skipsins.