Ægir - 01.02.2011, Blaðsíða 24
24
Höfn í Hornafirði er þekktur
vertíðarbær. Á árum áður
skelltu margir sér á vertíð til
Hornafjarðar, tóku hraustlega
skorpu og nutu svo hýrunnar í
rólegheitum í kjölfarið. En nú
er öldin önnur. Hjá sjávarút-
vegsfyrirtækinu Skinney-
Þinganesi er allt árið ein sam-
felld vertíð; loðnu-, neta-,
humar- og síldarvertíðarnar
ná saman svo að sjaldan
gefst tími til að slaka á.
„Það gefst ekki oft tími til
að líta upp og kasta mæð
inni,“ segir Guðmundur H.
Gunnarsson, framleiðslustjóri
SkinneyjarÞinganess. „Auð
vitað koma stundir þar sem
lítið er um að vera en stund
um er vandinn að finna tíma
fyrir nauðsynlegt viðhald og
endurnýjun. En við lítum á
það sem lúxusvanda. Lykilat
riði í starfsemi Skinneyjar
Þinganess er að stilla saman
veiðar og vinnslu. Það er
stefnan að vera sjálfbærir að
mestu í hráefnisöflun og eiga
veiðiheimildir til að halda
uppi vinnslu á ársgrundvelli.
“
Í dæmigerðu árferði hefst
starfsárið hjá SkinneyÞinga
nesi með loðnuvertíð í janú
ar. Loðnuvertíðinni er nú að
ljúka og ekki er annað að
heyra á Guðmundi en þar á
bæ séu menn afar sáttir við
afraksturinn eftir hina lang
þráðu loðnuvertíð. „Loðnu
frystingin gekk vel, það er að
segja vinnslan sjálf. Það var
hinsvegar tíðarfarið sem
hamlaði veiðunum verulega.
En við erum engu að síður
mjög ánægðir með vertíðina
og það var ljúft að fá loksins
góða vetrarloðnuvertíð aftur.“
Hámarksnýting á tækjum og
mannskap
SkinneyÞinganes frysti loðnu
fyrir bæði Japansmarkað og
AusturEvrópumarkað en
Guðmundur áætlar að alls
hafi um 30% af heildarloðnu
kvóta félagsins, eða 6.000
tonn, farið til frystingar. „Við
komum þannig vel undan
vertíðinni. Það gekk vel að
heilfrysta loðnu fyrir Japan
eftir að hrognafyllingin var
orðin næg en við lögðum
einnig áherslu á að frysta fyr
ir AusturEvrópu. Við erum
með öfluga frystingu en einn
ig mjöl og lýsisverksmiðju,
þannig að það hentar okkur
vel að flokka stóra karlinn of
an af og frysta fyrir Austur
Evrópu. Það er þægilegt að
geta valið í vinnsluna á þenn
an hátt því þannig nýtist
vinnslan best, einkum núna
þegar verð á mjöli og lýsi er
hátt. Þannig náum við að há
marka nýtingu á bæði tækj
um og mannskap.“
Auk heilfrystingar voru
líka fryst loðnuhrogn fyrir
Japansmarkað en einnig fyrir
markaði í AusturEvrópu.
„Það hefur reyndar ekki verið
lögð sérstaklega mikil áhersla
á loðnuhrognafrystingu hér á
Hornafirði. Við frystum þó
talvert af hrognum af Japans
gæðum. Samhliða loðnuver
tíðinni er netavertíðin nú í
fullum gangi á Hornafirði.
Netavertíðin, eða vetrarvertíð
F I S K V I N N S L A
HDS 10/20-4 M
30-200 bör
500-1000 ltr/klst
HDS 8/17-4 M
30-170 bör
400-800 ltr/klst
HDS 5/11 U/UX
110 bör
450 ltr/klst
1x230 volt
Gufudælur
Aflmiklir vinnuþjarkar
Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · Fax 568-0215 · www.rafver.is
K Ä R C H E R S Ö L U M E N N
F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð
Vertíð árið
um kring
Í fiskvinnslu Skinneyjar-Þinganess á Hornafirði fellur aldrei úr dagur
Aflabrögðin á netavertíðin Austanlands hafa verið einstaklega góð, svo góð að
stundum þykir nóg um í vinnslunni í landi.