Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2011, Blaðsíða 11

Ægir - 01.02.2011, Blaðsíða 11
11 F I S K V I N N S L U V É L A R „Reynslan sem komin er á M-700 flökunarvélina frá okk- ur lofar mjög góðu. Sérstak- lega er ánægjulegt að sjá að nýtingarprósentan er mjög góð og hvert eitt prósent sem næst í betri nýtingu er fljótt að um- breytast í verulegar fjárhæðir fyrir framleiðendur. Reynslan sem komin er af vélinni er því í fullu samræmi við það sem við vonuðumst eftir,“ segir Sölvi Lárusson hjá fyrirtækinu Vél- fagi í Ólafsfirði en það hefur nú sett á markað nýja flökun- arvél fyrir bolfisk sem líkast til er fyrsta flökunarvélin sem hönnuð er frá grunni og fjölda- framleidd hér á landi. Vélin er nú þegar komin um borð í nokkur íslensk vinnsluskip og og landvinnslur, t.d. í land- vinnslu Samherja á Dalvík. Sölvi segir vaxandi áhuga á vélinni og fyrirspurnir eru tekn- ar að berast erlendis frá. Tæringarfrí, fyrirferðarlítil og skilar góðri nýtingu Vélfag hefur um árabil fram­ leitt íhluti fyrir fiskvinnsluvélar og í framhaldi af því hófst hönnun á eigin fiskvinnslu­ búnaði. Í dag framleiðir fyrir­ tækið M­500 hausarann og síðan M­700 flökunarvélina. En hvað er það sem einkennir flökunarvélina umfram aðrar flökurnarvélar? „Sérstaða vélarinnar liggur í nokkrum þáttum. Sá veiga­ mesti er að hún er algjörlega tæringarfrí, þ.e. alfarið smíðuð úr ryðfríu stáli og plasti. Hefð­ bundnu flökunarvélarnar hafa gjarnan verið að uppistöðu til úr áli og það vill tærast upp og slitna við þrif og það álag sem er á vélunum í daglegri vinnslu. Það gerir að verkum að erfiðara er að halda öllum stillingum nákvæmum og fá þannig það besta út úr vélun­ um hverju sinni. Auk þessa er vélin talsvert fyrirferðarminni en menn hafa vanist hvað varðar flökunarvélar og sá þáttur skiptir ekki hvað síst máli í vinnsluskipunum þar sem rýmið er lítið. Allt að­ gengi hvað varðar þrif er auð­ velt en kröfur á þann þátt í vinnslunum eru sífellt að aukast og lykilatriði að hægt sé að ná í þrifum til allra hluta vélarinnar. Loks er það síðan mjög rík áhersla sem lögð var við hönnun vélarinnar á að auka flakanýtinguna og hvað þann kost vélarinnar varðar er auðveldast að vísa til reynsl­ unnar sem notendur hennar hafa séð í sínum framleiðslu­ upplýsingum. Þær tölur undir­ strika að vélin er fyllilega að skila betri nýtingu,“ segir Sölvi en fyrsta vélin af þessari gerð var sett upp hjá Norðurströnd á Dalvík fyrir um fimm árum. Síðan hafa vélar verið settar um borð í frystiskipin Sigur­ björgu ÓF og Mánaberg ÓF, Þerney RE, Barða NK og nokkrar landvinnslur. Áhugi á innlendum og erlend- um markaði Hausarinn M­500 frá Vélfagi byggist að sögn Sölva á sömu hugmyndafræði og flökunar­ vélin, þ.e. tæringarfríum efn­ um. Bæði þessi tæki hafa spurst vel út á markaðnum og segir Sölvi að fyrirspurnir um flökunarvélina hafi borist frá Noregi, Færeyjum og víðar að úr Evrópu. „Við höfum ekki lagt mikið upp úr kynningu eða auglýsingum enn sem komið er og það má því segja að reynslan sé í þessu tilfelli besta kynningin,“ segir Sölvi en hjá Vélfagi er þessa dagana unnið að smíði á vél upp í pöntun og margir eru áhuga­ samir um kaup. Eins og áður segir er flök­ unarvélin M­700 hugsuð fyrir vinnslu á bolfiski, þ.e. þorski, ýsu, keilu, ufsa og sambæri­ legum fisktegundum. Vélin ræður við fisk frá 25 cm upp í 95, og er þá miðað við haus og sporð. Miðað er við að vél­ in geti á lægsta hraða flakað 5 fiska á mínútu en 45 á mesta hraða. Á heimasíðu Vélfags má sjá kynningarmyndbönd um flök­ unarvélina M­700 og aðrar upplýsingar um framleiðslu fyrirtækisins. Starfsmenn Vélfags við nýju flökunarvélina. Frá vinstri: Bjarmi Sigurgarðarsson og Ólöf ýr Lárusdóttir, sem jafnframt eru eigendur fyrirtækisins, Ómar Sævarsson, Þormóður Sigurðsson og Auðunn Guðnason. Vélfag í Ólafsfirði hannar og fjölda- framleiðir flökunarvél og hausara: Íslensk flökunar­ vél sem skilar hárri nýtingar­ prósentu Sölvi Lárusson sýnir hversu auðvelt aðgengi er að öllum flötum vélarinnar til við- halds og þrifa. Flökunarvélin M-700 frá Vélfagi í Ólafsfirði. Íslensk hönnun og smíð - og hefur reynst mjög vel í bæði bolfisk- vinnslum í landi og á sjó.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.