Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2011, Blaðsíða 31

Ægir - 01.02.2011, Blaðsíða 31
31 ast jafnóðum með daglegri starfsemi. Sá sem stýrir fram­ leiðslunni í fyrirtæki þarf að geta séð strax hver árangur­ inn er í vinnslunni, svo sem nýting, afköst og framlegð. Útflytjandinn þarf aftur á móti að fylgjast stöðugt með öllum þáttum sem hafa áhrif á fram­ legðina, svo sem flutnings­ kostnað og marga aðra liði sem geta skilið á milli hvort tap eða hagnaður er af út­ flutningnum. Við hjá Maritech höfum mikla reynslu af því að sérsmíða hugbúnað fyrir ólík svið í atvinnulífinu og vitum að yfirsýn í gegnum stjórnendahugbúnað okkar hefur skilað mörgum fyrir­ tækjum miklum og góðum árangri,” segir Jón Heiðar en útflutningskerfi Maritech gerir fyrirtækjum kleift að sjá um tollafgreiðslu, skráningu og skjölun til útflutnings á raf­ rænu formi. Tollskýrslur eru sendar rafrænt til tollaf­ greiðslu sem einfaldar með­ höndlun gagna og eykur ná­ kvæmni. Uppruni vörunnar rakinn á augabragði Jón Heiðar segir rekjanleika­ kröfur verða æ meiri hvað varðar sjávarútveginn og sömuleiðis kröfur fiskkaup­ enda um ýmis konar vottanir seljenda. Dæmi um það eru veiðivottorð sem Evrópusam­ bandið gerir kröfu um að fylgja skuli sjávarafurðum til Evrópusambandslanda. „Hvort tveggja eru dæmi um kröfur sem við höfum þróað sérlausnir fyrir og til að mynda er með kerfi okkar hægt að hafa rafræn sam­ skipti við Fiskistofu vegna upprunaupplýsinga sjávarafla og útgáfu upprunavottorða til útflutnings. Þetta gerir það að verkum að notendur Wise­ Fish lausna okkar geta á svip­ stundu rakið ferli framleiðslu sinnar allt frá veiðum til end­ anlegrar vöru,” segir Jón Heiðar. „Einn af helstu styrkleikum okkar lausna er að við byggj­ um ofan á kerfi frá hinum öfluga hugbúnaðarframleið­ anda, Microsoft. Þó svo að við þurfum að kaupa leyfi er­ lendis frá á kerfið þá er það engu að síður þannig að sala lausna Maritech hugbúnaðar út um allan heim er meiri en sem innflutningi nemur. Við sköpum því jákvæða stöðu fyrir þjóðarbúið hvað þetta varðar,” segir Jón Heiðar en hugbúnaðarlausnir fyrir sjáv­ arútveg eru um fjórðungur af starfsemi Maritech í dag. „Hugbúnaðarsmíð Mari­ tech fyrir sjávarútveg á sér traustan grunn í greininni hér heima en þann grunn nýtum við okkur til sölu á lausnun­ um um allan heim,” segir Jón Heiðar. H U g B Ú N A Ð A R Þ J Ó N U S T A Búnaður til marningsvinnslu af fiskhryggjum 3X Technology | Sindragata 5 | 400 Ísafjörður Sími 450 5000 | www.3xtechnology.is Skrifstofa í Kópavogi: Hlíðasmára 1 | Símanúmer söludeildar 450 5041Hér má sjá hvernig WiseFish hugbúnaður Maritech tekur til allrar virðiskeðju sjáv- arútvegsins. Jón Heiðar Pálsson, sviðsstjóri sölusviðs Maritech.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.