Ægir - 01.02.2011, Blaðsíða 18
18
Innova hugbúnaðurinn hefur
verið hluti af vinnslukerfum
Marels allt frá upphafi og ver-
ið í stöðugri þróun í gegnum
árin. Í dag er 5. kynslóð Inn-
ova hugbúnaðar í framleiðslu
hjá Marel, en hann heldur ut-
an um alla helstu þætti sem
lúta að vinnslunni, hvort sem
það er nýtingarhlutfallið, um-
sýsla afurða eða rekjanleiki
vörunnar, sem nú eru gerðar
vaxandi kröfur um. „Við getum
notað Innova til að staðfesta
upprunann og rekja feril hrá-
efnisins í gegnum allt vinnslu-
ferlið. Allt frá því að fiskurinn
er veiddur og þar til hann
endar sem lokaafurð í verð-
merktri neytendapakkningu
eða í frauðkassa tilbúinn til
útflutnings,“ segir Guðjón
Stefánsson, sölustjóri Marel.
Guðjón segir að með Inn
ova sé horft jöfnum höndum
til nýtingar, gæða, kostnaðar
og rekjanleika. Stundum vilji
brenna við að afköstin í
vinnslunni séu á kostnað
gæða og nýtingar hráefnisins
eða öfugt. Innova búnaðurinn
auðveldi mönnum að ná jafn
vægi milli þessara þátta þann
ig að ekki þurfi að fórnu einu
til að ná öðru. „Ef þú ætlar að
bæta afkomuna í vinnslunni
þá gerir þú það annað hvort
með auknum afköstum, betri
nýtingu eða meiri gæðum.
Það skiptir ekki máli hvort þú
ert á Íslandi eða í Kína; það
eru þessir þættir sem ákvarða
hvort þú ert í rauðum eða
svörtum tölum í vinnslunni,“
segir Guðjón.
Bætt nýting með ofurkælingu
Meðal nýjunga sem Marel
hefur verið að kynna fyrir
viðskiptavinum sínum undan
farin ár er roðkælibúnaður
sem nefnist „super chilling“
eða ofurkæling. Óskar Ósk
arsson sölustjóri hjá Marel
segir að með þessum búnaði,
sem hægt er að tengja við
fiskvinnslulínuna frá Marel, sé
hráefnið kælt niður undir
frostmark. Þetta þýðir að fisk
urinn fer mjög kaldur í gegn
um vinnsluferlið en jafnvel
þó um stuttan tíma sé að
ræða þá ræður hitastigið í
hráefninu í ferlinu miklu um
Guðjón Stefánsson (tv.) og Óskar Óskarsson segja Innova hugbúnaðinn og búnað til ofurkælingar hráefnis gera fiskverkendum kleift að ná betri árangri í vinnslunni. Hér
eru þeir við dæmigerða pökkunarstöð í flæðilínu frá Marel sem tengd er Innova hugbúnaði.
F I S K V I N N S L U T Æ K N I
Fiskvinnslukerfi Marel:
Innova og ofurkæling
stuðla að betra hráefni
Hér má sjá mun á hráefni sem hefur farið í hefðbundna vinnslu og hráefni sem
fengið hefur ofurkælingu í vinnslu.