Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2011, Síða 18

Ægir - 01.02.2011, Síða 18
18 Innova hugbúnaðurinn hefur verið hluti af vinnslukerfum Marels allt frá upphafi og ver- ið í stöðugri þróun í gegnum árin. Í dag er 5. kynslóð Inn- ova hugbúnaðar í framleiðslu hjá Marel, en hann heldur ut- an um alla helstu þætti sem lúta að vinnslunni, hvort sem það er nýtingarhlutfallið, um- sýsla afurða eða rekjanleiki vörunnar, sem nú eru gerðar vaxandi kröfur um. „Við getum notað Innova til að staðfesta upprunann og rekja feril hrá- efnisins í gegnum allt vinnslu- ferlið. Allt frá því að fiskurinn er veiddur og þar til hann endar sem lokaafurð í verð- merktri neytendapakkningu eða í frauðkassa tilbúinn til útflutnings,“ segir Guðjón Stefánsson, sölustjóri Marel. Guðjón segir að með Inn­ ova sé horft jöfnum höndum til nýtingar, gæða, kostnaðar og rekjanleika. Stundum vilji brenna við að afköstin í vinnslunni séu á kostnað gæða og nýtingar hráefnisins eða öfugt. Innova búnaðurinn auðveldi mönnum að ná jafn­ vægi milli þessara þátta þann­ ig að ekki þurfi að fórnu einu til að ná öðru. „Ef þú ætlar að bæta afkomuna í vinnslunni þá gerir þú það annað hvort með auknum afköstum, betri nýtingu eða meiri gæðum. Það skiptir ekki máli hvort þú ert á Íslandi eða í Kína; það eru þessir þættir sem ákvarða hvort þú ert í rauðum eða svörtum tölum í vinnslunni,“ segir Guðjón. Bætt nýting með ofurkælingu Meðal nýjunga sem Marel hefur verið að kynna fyrir viðskiptavinum sínum undan­ farin ár er roðkælibúnaður sem nefnist „super chilling“ eða ofurkæling. Óskar Ósk­ arsson sölustjóri hjá Marel segir að með þessum búnaði, sem hægt er að tengja við fiskvinnslulínuna frá Marel, sé hráefnið kælt niður undir frostmark. Þetta þýðir að fisk­ urinn fer mjög kaldur í gegn­ um vinnsluferlið en jafnvel þó um stuttan tíma sé að ræða þá ræður hitastigið í hráefninu í ferlinu miklu um Guðjón Stefánsson (tv.) og Óskar Óskarsson segja Innova hugbúnaðinn og búnað til ofurkælingar hráefnis gera fiskverkendum kleift að ná betri árangri í vinnslunni. Hér eru þeir við dæmigerða pökkunarstöð í flæðilínu frá Marel sem tengd er Innova hugbúnaði. F I S K V I N N S L U T Æ K N I Fiskvinnslukerfi Marel: Innova og ofurkæling stuðla að betra hráefni Hér má sjá mun á hráefni sem hefur farið í hefðbundna vinnslu og hráefni sem fengið hefur ofurkælingu í vinnslu.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.