Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2011, Blaðsíða 16

Ægir - 01.02.2011, Blaðsíða 16
16 F L U T N I N g A T Æ K N I „Það leikur enginn vafi á að tækifæri fyrir sjávarútveginn eru fólgin í flutningatækninni og árangri í auknum stöðug- leika í kæliferlum ferskra af- urða. Flutningaferlarnir, bæði á sjó og í flugi, hafa ekki verið kortlagðir fyrr en á allra síð- ustu árum og þær rannsóknir sem fram hafa farið hjá okkur í Matís og í samstarfi við framleiðendur hafa skilað bættum ferlum. Flutningar með skipum eru nú orðnir raunhæfari kostur en áður en nú er í burðarliðnum verkefni þar sem sérstaklega verður beint kastljósi að því að bæta hitastýringuna í flugflutningi,“ segir Björn Margeirsson, verk- efnastjóri hjá Matís og dokt- orsnemi í vélaverkfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur unnið að rannsóknum á flutn- ingaferlum ferskra sjávaraf- urða á erlenda markaði og hagnýtingu vatmaflutningslík- ana til að bæta hitastýringu í fyrrgreindum flutningaferlum. Flugflutningar nauðsynlegir áfram Með tilkomu ferskfiskfram­ leiðslu og útflutnings með flugi jókst áhugi á rannsókn­ um á flutningaferlunum, enda mjög mikilvægur hlekkur í því að tryggja kaupendum er­ lendis sem ferskasta vöru. Í upphafi einskorðaðist vinnsl­ an við svæðið sem næst ligg­ ur Keflavíkurflugvelli en sem kunnugt er vinna nú fyrirtæki um allt land afurðir í fersk­ fiskútflutning. Sjóflutningar hafa einnig komið í vaxandi mæli inn í þessa mynd og með ýmsum tæknilegum framförum, til dæmis í um­ búðum. Það hefur tekist að lengja þann tíma sem hægt er að halda vörunni ferskri. Og þar með opnast möguleikar á að flytja með skipum á fjar­ lægari markaði en skipaflutn­ ingar eru talvert kostnaðar­ minni en flugflutningar. Björn bendir á að sjóflutn­ ingar geti aldrei að fullu kom­ ið í staðinn fyrir flugflutn­ ingana á ferskum afurðum. Verðmætustu afurðirnar og jafnframt þær afurðir þar sem krafist er mesta ferskleikans af kaupendum komi alltaf til með að verða fluttar með flugi. „Í flutningum með flugi er hitaálagið meira á vöruna en í sjóflutningunum vegna hita­ sveiflna við fermingu og af­ fermingu flugvéla og bíla. Okkar rannsóknir hafa sýnt að í dæmigerðri flugflutnings­ keðju með forflutningi innan­ lands þá geta hitasveiflurnar, bæði fyrir millilandaflugið, í fluginu og eftir það stytt geymsluþol afurðarinnar um 1­5 daga, allt eftir hve um­ hverfishitaálagið er mikið. Og er þá miðað við besta mögu­ lega geymslu­ og flutnings­ hitastig sem er um ­1 gráða. Auk þess að beina sjónum okkar að þessum hitasveiflu­ punktum þá höfum við með hjálp tölvuvæddra varmaflutn­ ingslíkana þróað nýjar gerðir af frauðplastkössum í sam­ starfi við Promens Tempru. Nýju kassarnir geta aukið bæði ferskleikatímabilið (sem miðast við einkunn yfir 7 á Torry skalanum) og geymslu­ þol (yfir 5.5 á Torry) ferskfisk­ afurða í flugflutningi um 1­3 daga þannig að segja má að hægt sé með mörgum þáttum að varðveita ferskleika afurð­ anna og vinna þannig gegn neikvæðum áhrifum sem við vitum af. Sumir af þessum þáttum eru viðráðanlegir en aðrir ekki. En það er um að gera fyrir okkur að bæta allt í þessum ferlum sem við höfum tök á að bæta enda eru ís­ lenskar ferskfiskafurðir há­ gæðavara, sem standast verða síharðnandi samkeppni, t.d. frá Noregi,” segir Björn. Stöðugri kæling í gámum Eðli málsins samkvæmt er munur á ferskleikatímabili af­ urðanna eftir því hversu lang­ ur ferill á sér stað hér innan­ lands áður en kemur að flugi. Þetta atriði á einnig við að nokkru leyti um flutninga með skipum því fæstir fram­ leiðendanna eru það stórir að gámar fari beint frá þeim full­ lestaðir. Björn segir að oftast þurfi því einhvern flutning innanlands áður en varan fer í gáma „en munurinn er sá á skipunum og fluginu að eftir að varan er komin inn í lok­ aða gáma þá er kominn á stöðugleiki í umhverfi vör­ unnar og fátt hefur teljandi áhrif á hana þar til komið er á leiðarenda erlendis. Í rann­ sóknum okkar hefur reyndar Mikilvægi kælingar ferskra afurða í útflutningi: Flugflutningaferlana er hægt að bæta - segir Björn Margeirsson, verkefnastjóri hjá Matís og doktorsnemi við Háskóla Íslands Björn Margeirsson segir allt að vinna að sem best kæling haldist á fiskinum allt frá veiðum til kaupanda erlendis. Ferskir þorskhnakkar í nýrri gerð frauðkassa.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.