Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2011, Qupperneq 16

Ægir - 01.04.2011, Qupperneq 16
16 R A N N S Ó K N I R Á síðastliðnum árum hefur áhugi á um- hverfisáhrifum frá ýmis konar starfsemi og vöruflutningum aukist gríðarlega og á sama tíma hafa kröfur á framleiðendur aukist um að upplýsa kaupendur um um- hverfisáhrif við framleiðslu, förgun fram- leiðsluúrgangs og flutninga vöru. Umhverf- isvitund neytenda hefur einnig aukist mik- ið þar sem betri nýting auðlinda, minni só- un og lífræn framleiðsla tengist grænum gildum og umhverfisverndarsjónarmiðum. Jafnframt er krafa um örugg matvæli af hæsta gæðaflokki sem eru framleidd með sem minnstum umhverfisáhrifum. Mat- vælaiðnaðurinn er á meðal stærstu at- vinnuvega í heimi og útheimtir mikla orku- notkun og losar mikið magn gróðurhúsa- lofttegunda.1 Umhverfisáhrif matvæla má rekja til allra þátta keðjunnar, allt frá framleiðslu og sölu vörunnar til endan- legrar förgunar. Umhverfisáhrifin verða m.a. til vegna orkunotkunar, framleiðslu- ferla, pakkninga, geymslu og flutninga. Verkefnið sem hér er kynnt er tíma- bært til að mæta kröfum á erlendum mörkuðum um upplýsingar varðandi umhverfisgildi íslenskra fiskafurða. Í verkefninu var notuð aðferðafræði vist- ferilsgreiningar (e. Life Cycle Assess- ment, LCA) og greindir þeir þættir sem taka þarf tillit til við mat á kolefnisspori (e. carbon footprint) við flutninga og kælingu á íslenskum fiskafurðum. Verk- efnið er innlegg í að efla rannsóknir á umhverfisáhrifum íslenskra fiskafurða og byggja vísindalegan grunn fyrir skilgrein- ingu á umhverfisvænni matvælafram- leiðslu til stuðnings við umhverfismerk- ingar á vörum. Einnig var gerð netkönn- un um umhverfisvitund íslenskra hags- munaaðila í sjávarútvegi og leitað eftir skoðunum þeirra um mikilvægi um- hverfismerkinga fyrir íslenskar sjávaraf- urðir. Kröfur frá mörkuðum um umhverfismerkingar – bakgrunnur verkefnisins Brugðist hefur verið við hinni auknu umhverfisvitund með því að nota merki um vistvæna framleiðslu (e. eco labels) til að miðla upplýsingum til neytenda um umhverfisvitund fyrirtækja.2 Slíkar merkingar eru gjarnan notaðar til að styðja við umhverfisímynd fyrirtækja og eru í raun markaðsdrifin tæki til að hafa áhrif á umhverfisvæna framleiðslu og höfða til neytenda um val á umhverfis- vænum afurðum. Síðan á níunda ára- tugnum hafa slíkar merkingar aukist mikið þar sem fyrirtæki hafa val um að setja sér viðmið um frammistöðu án þess að hið opinbera setji kröfur og eftirlit á framkvæmd. Rannsóknir sem gerðar hafa verið um gagnsemi og notkun slíkra valfrjálsra merkinga, sýna jákvæða svörun framleiðenda við kröfum á mörk- uðum, en jafnframt hefur verið bent á galla.3 Gagnrýnt hefur verið að þar sem margir umhverfisstaðlar eru valfrjálsir og ekki er gagnsætt hvað í þeim felst, þá er trúverðuleika þeirra oft ábótavant, auk Hagnýting umhverfis- gilda fyrir sjávarafurðir – mat á kolefnisspori Höfundar eru (frá vinstri) Gyða M. Ingólfsdóttir og Eva Yngvadóttir frá EFLU verkfræðistofu og Guðrún Ólafsdótt- ir, Sigurður G. Bogason og Tómas Hafliðason frá Rannsóknahópi í hagnýtum vöruferlum við Háskóla Íslands. Kolefnisspor er mælikvarði sem not- aður er til þess að sýna áhrif athafna mannsins á loftslagsbreytingar. Mæli- kvarðinn vísar til þess magns gróður- húsalofttegunda sem eru losaðar beint eða óbeint og eru gefnar upp í koltvísýrings ígildum (kg CO2-ígildi).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.