Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2011, Qupperneq 22

Ægir - 01.04.2011, Qupperneq 22
S J Á V A R A F U R Ð I R Árið 2010 nam verðmæti út- flutningsframleiðslu sjávaraf- urða rúmum 220 milljörðum króna og jókst um 10% frá fyrra ári. Er þar um að ræða samtölu útflutnings og birgða- breytinga sjávarafurða. Fram- leiðslan, mæld á föstu verði, jókst um 6%. Fluttar voru út sjávarafurðir að verðmæti 220,5 milljarðar króna og jókst verðmæti þeirra milli ára um 5,7% en dróst saman í magni um 5,5%. Árið 2010 voru flutt út 632 þúsund tonn samanborið við 669 þúsund tonn árið áður. Þetta kemur fram í skýrslu um útfluttar sjávarafurðir sem Hagstofa Íslands hefur birt. Þar kemur fram að frystar af- urðir skiluðu 55% af heildar- útflutningsverðmæti. Af ein- stökum afurðum vóg verð- mæti blautverkaðs saltfisks úr þorski mest eða 13,5 milljörð- um króna. Af heildarútflutn- ingi sjávarafurða fóru 73% til Evrópska efnahagssvæðisins, 9,1% til Asíu og 5,3% til Norður-Ameríku. Samdráttur milli ára Útflutningur sjávarafurða dróst saman á milli áranna 2009 og 2010 um 5,5% eða tæp 37 þúsund tonn. Árið 2010 voru flutt út 632 þúsund tonn samanborið við 669 þúsund tonn árið áður. Rúm 245 þúsund tonn voru flutt út af botnfiskafurð- um. Þar af námu þorskafurðir 96 þúsund tonnum en voru árið áður 109 þúsund tonn. Útfluttar afurðir flatfiskteg- unda námu rúmum 17 þús- und tonnum árið 2010 sam- anborið við 21 þúsund tonn árið 2009. Afurðir grálúðu vega þyngst í flatfiskafurðum og nam hlutur hennar tæpum 10 þúsund tonnum sem er um 21% minni afli en árið áð- ur. Hlutur uppsjávartegunda var 47,9% af heildarútflutn- ingi sjávarafurða og nam 303 þúsund tonnum, sem er tæp- lega 13 þúsund tonnum minni afli en árið áður. Síld- arafurðir skipuðu stærstan sess í útflutningi uppsjávaraf- urða líkt og undanfarin ár, en þær voru um 160 þúsund tonn, sem er rúmlega 49 þús- und tonna samdráttur frá árinu áður. Aukning var í út- flutningi loðnuafurða milli ár- anna 2009 og 2010. Samtals voru flutt út 57 þúsund tonn af loðnuafurð- um árið 2010 samanborið við 18 þúsund tonn árið áður. Tæp 54 þúsund tonn voru flutt út af makrílafurðum, sem er um 307% aukning frá 2009, en töluvert magn af fiskimjöli er ekki tegunda- skipt í útflutningsskýrslum og flokkast því utan aflategunda. Þetta mjöl er að stærstum hluta uppsjávarfiskur og voru tæplega 68 þúsund tonn flutt út af því. Útflutningur skel- og krabbadýra nam 18 þúsund tonnum, sem er um 3 þúsund tonna aukning frá árinu 2009. Stærsti hluti þess útflutnings voru tæplega 15 þúsund tonn af rækju. Saltfiskurinn skilaði mestu Hlutur sjávarafurða af heildar- verðmæti vöruútflutnings landsins dróst saman á árinu, var 39,3% samanborið við 41,7% árið 2009. Blautverkað- ur saltfiskur úr þorski skilaði 13,5 milljörðum króna, þá ferskt sjávarfang úr þorski annað en nýkældur eða ísvar- inn fiskur, sem skilaði 11,8 milljörðum, og fryst rækja 11 milljörðum. Fryst sjávarfang úr þorski annað en sjófryst/ landfryst flök eða heill fiskur skilaði 10,8 milljörðum króna og sjófrystur heill karfi 10,3 milljörðum. Útflutningur sjávarafurða á síðasta ári: Yfir 70% afurðanna til Evrópu Blautverkaður saltfiskur skilaði 13,5 milljörðum í fyrra. plastker og bretti Sendum sjómönnum, fiskvinnslufólki og fjölskyldum þeirra bestu kveðjur á sjómannadaginn 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.