Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2011, Síða 26

Ægir - 01.04.2011, Síða 26
26 S J Ó M A N N A D A G U R I N N Hátíð hafsins verður haldin í Reykjavík dagana 4.-5. júní og er þetta í þrettánda skipti sem hátíðin er haldin undir þessu nafni. Hátíðin hefur nú flutt sig um set og fest sig í sessi vestur á Granda, enda er hún þar í nálægð við höfn- ina og helstu fyrirtæki sem sinna útgerð og sjómennsku. Hátíðin fjallar um allt sem viðkemur hafinu, menningu tengdri sjómennsku, skip, fisk, hafmeyjar og sjómanna- lög. Að Hátíð hafsins standa Faxaflóahafnir og Sjómanna- dagsráð Reykjavíkur, en verk- efnisstjórn er í höndum Höf- uðborgarstofu. Fiskur hátíðarinnar að þessu sinn er síld og kemur hún víða við sögu í dagskrá hátíðarinnar. Gestasveitar- félag Hátíðar hafsins er að þessu sinni síldarbærinn Siglufjörður. Starfsmenn sveit- arfélagsins Fjallabyggðar munu kynna menningu og sögu bæjarins og ein af fjór- um sýningum Víkurinnar, sem opnaðar verða á hátíð- inni, er einmitt Síldarheimur Siglufjarðar. Þar munu pers- ónulegar og lifandi myndir lýsa því hvernig var að upp- lifa síldarævintýrið á Siglufirði forðum. Á Hátíð hafsins verður meðal annars hægt að skoða myndlistarsýningar, taka þátt í ratleik, fara í hvalaskoðun, bregða sér í lundaskoðun, skoða íslenska fiska, líta um borð í skonnortu, fara á sjó- stöng eða bregða sér í sjó- ræningjasiglingu! Sæbjörgu, skipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur af þessu tilefni verið breytt í sjóræn- ingjaskip og mun það sigla um sundin blá undir sjóræn- ingjaflöggum! Fjölbreytt skemmtidagskrá verður á sviði á hátíðarsvæð- inu á Grandagarði, sem og vítt og breitt um svæðið. Þá verður einnig að sjálfsögðu hægt að bragða á fjölbreyttu sjávarfangi víða á svæðinu. Og er hér aðeins fátt eitt talið. Nánar má sjá í dagskrá hátíðarinnar á www.hatid- hafsins.is Hátíð hafsins í þrettánda skipti: Þéttskipuð dagskrá á Granda Fiskarnir vekja alltaf áhuga hjá ungum sem eldri. Sjóræningjar! Sæbjörginni hefur verið breytt í sjóræningjaskip og hér er áhöfnin í fullum sjóræningjaklæðum, tilbúin að taka á móti farþegum. Sem að sjálfsögðu eru hvattir til að mæta í búningum. Faxaflóahafnir Hafnarfjarðarhöfn Hafnarsjóður Fjarðabyggðar Hafnarsjóður Skagafjarðar Hafnarsjóður Þorlákshafnar Hafnir Ísafjarðarbæjar Sandgerðishöfn Seyðisfjarðarhöfn Tálknafjarðarhöfn Vestmannaeyjahöfn Gleðilega sjómannadagshátíð!

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.