Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.2011, Qupperneq 26

Ægir - 01.04.2011, Qupperneq 26
26 S J Ó M A N N A D A G U R I N N Hátíð hafsins verður haldin í Reykjavík dagana 4.-5. júní og er þetta í þrettánda skipti sem hátíðin er haldin undir þessu nafni. Hátíðin hefur nú flutt sig um set og fest sig í sessi vestur á Granda, enda er hún þar í nálægð við höfn- ina og helstu fyrirtæki sem sinna útgerð og sjómennsku. Hátíðin fjallar um allt sem viðkemur hafinu, menningu tengdri sjómennsku, skip, fisk, hafmeyjar og sjómanna- lög. Að Hátíð hafsins standa Faxaflóahafnir og Sjómanna- dagsráð Reykjavíkur, en verk- efnisstjórn er í höndum Höf- uðborgarstofu. Fiskur hátíðarinnar að þessu sinn er síld og kemur hún víða við sögu í dagskrá hátíðarinnar. Gestasveitar- félag Hátíðar hafsins er að þessu sinni síldarbærinn Siglufjörður. Starfsmenn sveit- arfélagsins Fjallabyggðar munu kynna menningu og sögu bæjarins og ein af fjór- um sýningum Víkurinnar, sem opnaðar verða á hátíð- inni, er einmitt Síldarheimur Siglufjarðar. Þar munu pers- ónulegar og lifandi myndir lýsa því hvernig var að upp- lifa síldarævintýrið á Siglufirði forðum. Á Hátíð hafsins verður meðal annars hægt að skoða myndlistarsýningar, taka þátt í ratleik, fara í hvalaskoðun, bregða sér í lundaskoðun, skoða íslenska fiska, líta um borð í skonnortu, fara á sjó- stöng eða bregða sér í sjó- ræningjasiglingu! Sæbjörgu, skipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar hefur af þessu tilefni verið breytt í sjóræn- ingjaskip og mun það sigla um sundin blá undir sjóræn- ingjaflöggum! Fjölbreytt skemmtidagskrá verður á sviði á hátíðarsvæð- inu á Grandagarði, sem og vítt og breitt um svæðið. Þá verður einnig að sjálfsögðu hægt að bragða á fjölbreyttu sjávarfangi víða á svæðinu. Og er hér aðeins fátt eitt talið. Nánar má sjá í dagskrá hátíðarinnar á www.hatid- hafsins.is Hátíð hafsins í þrettánda skipti: Þéttskipuð dagskrá á Granda Fiskarnir vekja alltaf áhuga hjá ungum sem eldri. Sjóræningjar! Sæbjörginni hefur verið breytt í sjóræningjaskip og hér er áhöfnin í fullum sjóræningjaklæðum, tilbúin að taka á móti farþegum. Sem að sjálfsögðu eru hvattir til að mæta í búningum. Faxaflóahafnir Hafnarfjarðarhöfn Hafnarsjóður Fjarðabyggðar Hafnarsjóður Skagafjarðar Hafnarsjóður Þorlákshafnar Hafnir Ísafjarðarbæjar Sandgerðishöfn Seyðisfjarðarhöfn Tálknafjarðarhöfn Vestmannaeyjahöfn Gleðilega sjómannadagshátíð!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.