Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2011, Síða 32

Ægir - 01.04.2011, Síða 32
32 S J Ó M E N N S K A N Líkt og margir aðrir íslenskir sjómenn heillaðist Stefán Birgisson, stýrimaður á Vest- mannaeyjatogaranum Dranga- vík VE-80, af sjómannsstarf- inu á unglingsaldri og allar götur síðan hefur sjórinn verið hans starfsvettvangur. Stefán er Siglfirðingur að uppruna og hóf sinn sjómannsferil í túr á togarnum Dagnýju SI um fimmtán ára aldurinn. Í gegn- um ferilinn hefur Stefán kynnst flestum veiðiskap og bæði unnið hjá öðrum og verið í eigin útgerð. Síðustu fimmtán árin hefur hann verið á Drangavíkinni - segir það góðan vinnustað, enda kunni hann alltaf best við togarasjó- mennskuna. Ægir spjallaði við stýrimanninn Stefán í einu löndunarstoppinu nú í maí um sjómennskuna, sjómannadag- inn og að sjálfsögðu tóm- stundagamanið sem á hug hans allan - hestamennsk- una! „Ég er fæddur og uppalinn á Siglufirði og þar var mín sjómennska fyrsta áratuginn, í upphafi á togurunum Dag- nýju, Sigluvík og Stálvík en síðan lá leiðin um tíma í eigin útgerð,“ segir Stefán en hann stofnaði til útgerðar með Arn- þóri Þórssyni, vélstjóra, um stálbátinn Gissur hvíta sem gerður var út á rækju, línu og net. Stefán segir þessa ungu útgerðarmenn hafa verið fulla eldmóði og bjartsýni en út- gerðin fékk þó snöggan endi þegar báturinn var á skel- veiðum á Breiðafirði og sökk í landlegu við Brjánslæk. Hann var þá nýkominn úr miklum lagfæringum. Enginn var um borð þegar óhappið varð en Stefán segir að þar sem nýlegar endurbætur hafi ekki verið komnar inn í tryggingamat hafi tjónið verið tilfinnanlegt. Fyrir tilviljun til Eyja Í kjölfar þessa sneri Stefán sér að smábátaútgerð, keypti Sómabát og réri á honum nokkur sumur en var síðan á frystitogara á veturna. Það var síðan fyrir einskæra tilviljun að leiðin lá til Vestmannaeyja. „Við komum hingað í heimsókn hjónin vorið 1990 Kann alltaf best við trollveiðarnar - Stefán Birgisson, stýrimaður í Vestmannaeyjum hefur verið sjómaður frá fimmtán ára aldri Fullt að gera við höfnina á sjómannadagshátíðinni. Hér er Stefán með félaga sínum í sjómannadagsráðinu í Vestmannaeyjum, Guðjóni Gunnsteinssyni, vélstjóra á Kap VE.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.