Ægir

Árgangur

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 42

Ægir - 01.04.2011, Blaðsíða 42
42 Þ J Ó N U S T A það traust sem greinin hefur sýnt okkur öll þessi ár,“ segir Úlfar í samtali við Ægi. Mikil breidd og fjölbreytt verkefni Ekki hefur verið líflegt yfir breytingum eða nýsmíðaverk- efnum í íslenska skipaflotan- um að undanförnu. Það stað- festir Úlfar og segir að á viss- an hátt sé réttast að tala um kul eða jafnvel alkul í fjárfest- ingum. Meira er um viðhald á eldri búnaði og því hafi starf- semi GO-ON ehf. snúist meira um varahlutaþjónustu fyrir hvers kyns búnað. Úlfar segir ennfremur að talsvert hafi verið að gera í þjónustu við smábátaflotann vegna til- komu aukinna strandveiða. Með öðrum orðum byggi fyr- irtækið nú um stundir á mik- illi breidd og fjölbreyttum verkefnum, fremur en fáum og stórum. „Í því árferði sem nú er hafa mörg umboð flosnað upp og leita margir eigendur skipa og báta eftir þjónustu okkar. Við getum þess vegna sagt að starfsemin hjá GO- ON hafi þróast út frá þeim aðstæðum sem hér hafa skapast á markaðnum. Við einfaldlega leysum málið hver svo sem búnaðurinn er. En við sjáum líka mörg dæmi þess að fyrirbyggjandi við- hald hefur vikið í þessu ástandi og í sumum tilfellum hafa verið keyptir varahlutir sem ekki uppfylla gæðakröf- ur. Slíkt segir á endanum til sín og verður dýrkeypt þegar upp er staðið,“ segir Úlfar og segir óvissuna í sjávarútvegin- um mjög bagalega. Hún birt- ist meðal annars í ómarkvissu viðhaldi og frestun á endur- nýjun búnaðar. „Í óvissu gerir enginn neitt og það höfum við einmitt séð að undan- förnu. Framtíðarstefna sjávar- útvegsins verður að komast á hreint hið fyrsta - hver sem hún verður,“ segir hann. Rekstraröryggi er mikilvægt þegar kreppir að Á löngum tíma hefur Úlfar upplifað hæðir og lægðir í ís- lenskum sjávarútvegi. „Í sam- anburði við aðrar sveiflur á þeim tíma sem ég hef starfað í kringum sjávarútveginn þá er þessi niðursveifla nokkuð lengri en á margan hátt lík þeim sem komið hafa reglu- lega. Mín reynsla er líka sú að það þarf ekki síður að gæta sín í uppsveiflu en nið- ursveiflu því þá er hætt við að menn fari of geyst. Ég tel einnig að bankarnir, með út- lánastefnu sinni og kvótaveð- setningum, beri töluverða ábyrgð á því hvernig komið er fyrir mörgum fyrirtækjum í greininni ásamt því að hægt gengur að vinna úr vanda fyrirtækjanna og ræsa gang- verk atvinnulífsins sem er gríðarlega mikilvægt. Þetta ástand kemur illa niður á þjónustufyrirtækjum í sjávar- útvegi, líkt og öðrum grein- um. Okkar svar við þessu hefur verið að bregðast hratt og vel við öllum sem til okk- ar leita, enda vitum við að rekstraröryggi og hagkvæm innkaup viðskiptavina okkar hefur aldrei verið mikilvæg- ara en nú. Það hefur fleytt okkur langt,“ segir Úlfar. 135 hp Mermaid, ein af mörgum bátavélum afgreiddum frá GO–ON á undarförn- um mánuðum. GO-ON seldi mikið af búnað í Gretti BA, sem fjallað er um hér í blaðinu. Til að mynda þennan öfluga 110 t/m SORMEC krana. Efnt var til samkeppni í grunn- skólanum á Reykhólum um nafn á þessu nýja skipi Þörungavinnslunnar og þar varð nafnið Grettir til. Og að sjálfsögðu hefur kraninn fengið nafnið „Grettir sterki“. Enda rammur að afli! 310 kVA ljósavélasamstæða með 100 m3/klst neyðarlensidælu um borð í Grettir BA-39. Myndir: Óskar P. Friðriksson Úr stýrishúsinu á Grettir BA-39, skipstjórastóla, glugga, rúðuþurrkur, rafm stjórnbúnað frá GO > ON ehf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.