Ægir

Volume

Ægir - 01.04.2011, Page 55

Ægir - 01.04.2011, Page 55
55 F R É T T I R Króli ehf. hefur í 30 ár útveg- að íslenskum höfnum stein- steyptar flotbryggjur frá SF Marina í Svíþjóð. Þessar bryggjur má víða sjá í höfnum hér á landi og hafa þær stað- ist erfiðar íslenskar aðstæður. Nú hafa Króli og SF Marina gert samning við Loftorku í Borgarnesi um framleiðslu á flotbryggjum SF Marina sem Króli selur og þjónustar með sama hætti og þær sænsku. Framleiðslan hjá Loftorku bætist því við sem nýr valkost- ur fyrir viðskiptavini Króla. „Smábátasjómenn vita að flotbryggjurnar frá SF Marina eru traustar og öruggar við erfiðar, íslenskar aðstæður enda hefur Króli lokið yfir 50 uppsetningum slíkum bryggj- um hérlendis. Okkur hjá Króla líst mjög vel á gæðin og vinnubrögðin hjá Loftorku og erum mjög ánægðir með að geta nú boðið upp á inn- lenda framleiðslu á þaul- reyndri hönnun. Loftorku- menn munu hafa nóg að gera við flotbryggjuframleiðslu fyr- ir okkur á næstunni,“ segir Kristján Óli Hjaltason, fram- kvæmdastjóri Króla ehf. í Garðabæ. Fyrsta bryggjan sem fram- leidd var hjá Loftorku er nú komin úr verksmiðjunni í Borgarnesi og hefur verið sett á flot í Húsavíkurhöfn. Flot- bryggjan er 25 metrar á lengd og 3 metrar á breidd og veg- ur um 35 tonn. Pantanir liggja fyrir á ellefu flotbryggjum frá Króla sem verða framleiddar hjá Loftorku og settar upp víða um landið. Störfum við innlenda framleiðslu mun fjölga með þessum samningi. Bergþór Ólason, fjármála- stjóri Loftorku í Borgarnesi ehf., segir þessa nýju fram- leiðslu fagnaðarefni fyrir fyrir- tækið. „Fyrir okkur er þetta mjög ánægjulegur áfangi. Loftorka breikkar með þessu framleiðslulínu sína og fer inn á alveg nýtt svið. Það er sérstaklega ánægjulegt að þessi framleiðsla sé komin hingað heim því steyptar flot- bryggjur í höfnum landsins hafa hingað til flestar verið innfluttar. Störfum við inn- lenda framleiðslu fjölgar og hérlendis verður til þekking á sérhæfðri framleiðslu með samstarfinu við Króla og SF Marina. Áhugi þeirra á sam- starfi við okkur undirstrikar stöðu Loftorku sem leiðandi aðila á markaði fyrir for- steyptar einingar,“ segir Berg- þór. Kristján Óli Hjaltason og Bergþór Ólason við flotbryggjuna í húsnæði Loftorku í Borgarnesi. Flotbryggjuframleiðsla í Borgarnes Flotbryggjan á leið út úr húsi Loftorku í Borgarnesi.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.