Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2015, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 16.09.2015, Qupperneq 10
samkeppnismál Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir hækkun vörugjalda á tvo flokka atvinnubifreiða, bílaleigubíla og sérútbúinna bifreiða. Þetta skekkir samkeppnisstöðu við aðra sem nýta atvinnubifreiðar í ferðaþjónustu, til dæmis leigubíla, sem áfram njóta þess að greiða lægri vörugjöld. Fólksbílar í flokki leigubifreiða, kennslubifreiða og sérútbúinna bif- reiða greiða vörugjöld samkvæmt undanþáguflokki. Í nýju fjárlaga- frumvarpi er gert ráð fyrir að sú íviln- un sem bílaleigur njóta í vörugjaldi af ökutækjum við innflutning verði afnumin í tveimur skrefum. Í þing- skjali um ýmsar forsendur frumvarps til fjárlaga fyrir árið 2016 kemur fram að ein af ástæðum þess að afnema ívilnunina er að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hefur gagnrýnt lækkunina á vörugjaldi vegna bílaleigubíla þar sem hún sé ónauðsynleg og brjóti gegn þeirri meginreglu að álagningar- hlutfall vörugjalda af bifreiðum hald- ist í hendur við magn koltvísýrings í útblæstri þeirra. Einnig að bílaleigum og bílaleigubílum í umferð hafi fjölgað umtalsvert undanfarin árin. Sú ívilnun sem bílaleigur hafa notið vegna lækkunar vörugjalda sam- kvæmt undanþáguflokki nemur nú um 327% hærri fjárhæð í ágúst 2015 en árið 2010. „Leigubílar rétt eins og bílaleigu- bílar eru atvinnutæki,“ segir Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar. „Segja má að leigubílar séu þannig í ákveð- inni samkeppni við bílaleigufyrir- tæki um ferðamenn og því skýtur það skökku við að þeir njóti þess að greiða lægri vörugjöld atvinnu- bifreiða á meðan vörugjöld á bíla- leigubíla eru hækkuð. Við viljum að sanngirni sé gætt hvað það varðar. Ef það á að endurskoða vörugjöld bif- reiða í heild sinni er skynsamlegt að bíða með allar aðgerðir þar til línur skýrast af slíkri endurskoðun,“ segir Skapti Örn. Egill Jóhannsson, forstjóri Brim- borgar og framkvæmdastjóri Bíla- leigu Reykjavíkur, segir þessa ákvörðun vera skrítna. Hann telur að þetta muni hafa einhverja skekkju í för með sér, þó að skekkjan verði sennilega ekki mjög mikil vegna þess að leigubílar eru mun færri en bílaleigubílar. Hann telur undan- þágur almennt dálítið vafasamar, en telur þá að ef ívilnanir eru afnumdar ættu þær ekki að vera til staðar hjá neinum. „Það er hugsanlega hægt að færa einhver rök fyrir tímabundnum undanþágum, en þegar þær eru árum og áratugum saman þá er það frekar skrítið. Maður tekur sem dæmi að það er enn þá fullt af greinum í ferða- þjónustunni sem eru enn með engan virðisaukaskatt eða í lægra þrepinu. Bílaleigur eru í efra þrepi og hafa allt- af verið, af hverju er þetta ekki lagað og til dæmis öll þjónustan sett í efra þrepið og það kannski lækkað?“ segir Egill. Hann bendir jafnframt á að á sínum tíma var ívilnun sett inn vegna þess að gjöld á bíla á Íslandi eru miklu hærri en í Evrópu og Bandaríkjunum. „Þannig að ef við ætlum að keppa um ferðamenn sem þurfa bílaleigubíla eða hótel eða þess háttar, þá er æski- legt að það sé eitthvert jafnvægi milli gjalda á bílaleigubílum á Íslandi og í Evrópu eða Bandaríkjunum. Það eru áfram sterkustu rökin,“ segir Egill. saeunn@frettabladid.is Skekkir samkeppnisstöðu bílaleiga Hækkun vörugjalda á bílaleigubíla skekkir samkeppnisstöðu bílaleiga gagnvart leigubílum sem njóta áfram ívilnunar. Framkvæmda- stjóri Bílaleigu Reykjavíkur telur þessa ákvörðun skrítna. Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar vill að jafnræðis sé gætt. Það er hugsanlega hægt að færa ein- hver rök fyrir tímabundnum undanþágum, en þegar þær eru árum og ára- tugum saman þá er það frekar skrítið. Egill Jóhannsson, framkvæmdarstjóri Bílaleigu Reykjavíkur Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar mótmælir breytingunum og segir að betra hefði verið að bíða og skoða vöru- gjöld á bíla í heild sinni. Fréttablaðið/Daníel Íslendingar elska Skoda enda eru vandfundnari bílar sem henta íslenskum fjölskyldum betur. Þeir eru einstaklega rúmgóðir, sparneytnir, endingargóðir og frábærir í endursölu. Komdu við hjá okkur í Heklu og prófaðu skemmtilega Skoda. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði www.skoda.is Eyðsla frá 3,8 l/100 km 2CO frá 99g/km 5 stjörnur í árekstrarprófi EuroNcap SKEMMTILEGUR Á ALLA VEGU Nýr SKODA Octavia frá 3.420.000 kr. 1 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m i Ð V i k U D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a Ð i Ð 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 6 -1 9 5 0 1 6 4 6 -1 8 1 4 1 6 4 6 -1 6 D 8 1 6 4 6 -1 5 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.