Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 16
SKOÐUN
F lest eigum við uppáhaldsstaði í íslenskri nátt-úru. Fjölbreytileiki náttúrunnar er margslung-inn og landslagið síbreytilegt hvort sem er uppi
til fjalla, niður til sjávar eða í fallegum dal.
Undirstaða alls gróðurs og lífs er að finna í því sem
í daglegu tali nefnist mold og Steinn Steinarr nefndi,
„Drottningu lífsins, móður og lífgjafa allra lifandi“.
Jarðvegur á Íslandi er um margt einstakur og breyti-
legur. Það má til sanns vegar færa að moldin líkt og
maðurinn mótast af umhverfi og atlæti.
Uppgræðsla hér á landi er saga um ótrúlega elju
og eldmóð þeirra sem hafa starfað að vernd jarð-
vegs og gróðurs í meira en heila öld. Að þessu hafa
vísindamenn og bændur unnið af mikilli natni og
nákvæmni, leitað leiða til að hefta sandfok, lagað og
grætt til að nýta landið á sjálfbæran og vistvænan
hátt og skapað verðmæti í þágu samfélagsins alls.
Það þekkir enginn landið betur en sá sem yrkir
jörðina samkvæmt bestu mögulegu þekkingu og
varðveitir auðlindina fyrir komandi kynslóðir.
Sá sem hlustar á hjartslátt jarðarinnar, þekkir sitt
nánasta umhverfi og vill virkja þann kraft sem býr í
náttúrunni, er hinn sanni náttúruverndarsinni.
Sjálfbær nýting lands felur í sér að ekki sé gengið
á auðlind heldur að gróður og náttúra viðhaldist og
eflist. Ánægjulegt er að erlendir gestir sýna óspilltri
íslenskri náttúru mikinn áhuga en um leið hefur
umferð ferðamanna talsverð áhrif. Sé þess gætt að
virða og verja má á sama tíma njóta og nýta. Stefna
í ferðaþjónustu þarf því að haldast í hendur við
náttúruvernd til að nýting lands til ferðamennsku sé
sjálfbær. Við markaðssetningu áfangastaða er brýnt
að hafa í huga viðkvæma náttúru og stuðla að sam-
félagslegri ábyrgð til að upplifun verði eins og lagt
var af stað með.
Ánægður ferðamaður deilir gjarnan sögum og
myndum þegar heim er komið. Íslendingar eiga þó
ekki síður efni til að deila um íslenska náttúru. Í til-
efni dagsins hvet ég sem flesta til að deila hver með
öðrum hugmyndum sínum, ljóðum og myndum af
náttúrunni og nota myllumerkin #stadurinnminn og
#DÍN. Til hamingju með daginn.
Dagur íslenskrar náttúru
Sigrún Magnús-
dóttir
umhverfis- og
auðlindaráðherra
Við markaðs-
setningu
áfangastaða
er brýnt að
hafa í huga
viðkvæma
náttúru.
Fyrir helgi kom út skýrsla greiningardeildar ríkis-lögreglustjóra um skipulagða brotastarfsemi hér á landi. Gegnumgangandi stef í skýrslunni er að lögreglan sé vegna niðurskurðar illa búin til að sinna öllum sínum verkefnum sem skyldi. „Lögreglan er undirmönnuð og brýnt er að fjölga
lögreglumönnum,“ segir í lokaorðum hennar.
Kannski er þetta rétt, sem og ábending um að verkefni
lögreglu séu síbreytileg og fylgi bæði þjóðfélags- og tækni-
þróun. Hér hafi margt breyst frá hruni fjármálakerfisins
2008.
„Efnahagslífið nálgast óðum fyrri styrk, stóraukið flæði
fólks til landsins og vöxtur í ferðaþjónustu kallar á fram-
kvæmdir og hefur í för með sér aukin umsvif á ýmsum
sviðum þar sem vitað er að brotastarfsemi getur þrifist,“
segir í skýrslunni.
Þarna er hins vegar eingöngu um eigið mat lögreglunnar
að ræða og athyglisvert að í skýrslu greiningardeildarinnar
er ítrekað vísað til þess að vísbendingar eða grunur sé um
hina og þessa tegund brotastarfsemi og jafnvel til óstað-
festra sögusagna í einum brotaflokki.
Lögreglunni er falið mikið vald í eftirliti og aðhaldi með
borgurunum og setja má spurningarmerki við að auka þau
umsvif á meðan starfsemi hennar er jafn ógagnsæ og raun
ber vitni.
Það verklag að einstökum embættum sé gefið sjálfdæmi
um hvernig upplýsingagjöf til almennings og fjölmiðla skuli
háttað – jafnvel þannig að stakur lögreglustjóri geti tekið
upp hjá sjálfum sér að veita ekki upplýsingar um ákveðna
tegund glæpa til þess að halli ekki á bæjarhátíð í umdæm-
inu – er ekki til þess fallið að auka traust á lögreglu eða getu
ráðandi aðila þar til að fara með sjálfdæmi um hversu mikil
umsvif starfseminnar skuli vera.
Ef til vill þarf að skoða mál frá fleiri hliðum áður en
komist er að þeirri niðurstöðu að lausn vandans felist í því
að stórauka umsvif lögreglu í landinu. Mögulega er fjár-
munum í einhverjum tilvikum betur varið í forvarnarstarf
eða heilbrigðisþjónustu.
Tölur um niðurskurð hjá lögreglunni tala samt sínu
máli og ljóst að verkefnum embættanna hefur ekki fækkað
síðustu ár.
Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuð-
borgarsvæðinu, sagði í viðtali við morgunútvarp Bylgjunnar
í gær að til þess að sinna öllum málum sem upp komi þyrfti
tala lögreglumanna sem vinna við rannsóknir hjá emb-
ættinu að fara úr fjörutíu í áttatíu. Og að þrátt fyrir fjölgun
ferðamanna hafi lögreglumönnum embættisins fækkað um
hundrað frá árinu 2007 og fjárframlög á sama tíma verið
skorin niður um þúsund milljónir. Aldís tók þannig undir
niðurstöður skýrslu greiningardeildar ríkislögreglustjóra
um að veita þyrfti meira fjármagn til lögreglunnar.
Skýrsla greiningardeildarinnar er ágætt innlegg í umræðu
um aðbúnað lögreglu og verkefnin sem hún þarf að
sinna. Víða hefur verið skorið niður síðustu ár, jafnvel inn
að beini. Og eftir því sem hagur ríkisins vænkast er sjálfsagt
að athuga hvar hægt er að bæta hag stofnana og embætta á
ný. Hvar mörkin liggja í þeirri ígjöf er hins vegar matsatriði.
Verkefnin eru
tæplega færri
Tölur um
niðurskurð
hjá lög-
reglunni tala
samt sínu
máli og ljóst
að verkefn-
um embætt-
anna hefur
ekki fækkað
síðustu ár.
Óli Kr.
Ármannsson
olikr@frettabladid.is
Einelti
er ógeð
Leggðu þitt
af mörkum!
150 sölustaðir um land allt.
Kynntu þér átakið á aallravorum.is
Frá degi til dags
Vandi heimsins á herðum okkar
Björk Vilhelmsdóttir lauk síðasta
borgarstjórnarfundi sínum í gær.
Á síðasta fundinum lagði hún fram
tillögu um að borgin sniðgengi
vörur frá Ísrael. Tillagan var sam-
þykkt af meirihluta borgarstjórnar
en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
og Framsóknar kusu ekki með til-
lögunni. Ræðumenn sem mæltu
gegn tillögunni nefndu að eitt
ætti yfir alla að ganga og ekki ætti
að einblína á eitt ríki sem stundi
mannréttindabrot. Vitaskuld
getur Reykjavíkurborg eða Ísland
ekki upprætt öll mannréttindabrot
eða bjargað öllum flóttamönnum
heimsins heldur þarf að velja þá
slagi sem á að taka en ekki fórna
höndum yfir þeim fjölda mann-
réttindabrota sem eiga sér stað í
heiminum.
Virðingarvert mótatkvæði
Þrátt fyrir að borgarstjórnar-
fulltrúar hafi verið ósammála í
þessu lokamáli Bjarkar er það
þeim til lofs að fulltrúar í borgar-
stjórn bera mikla virðingu hver
fyrir öðrum. Ákveðin yfirvegun
einkennir störf borgarstjórnar.
Sumir hafa sagt að borgarstjórn sé
skrefi á undan Alþingi hvað heil-
brigð umræðustjórnmál og virð-
ingu varðar en það sýndi sig eflaust
best þegar Áslaug Friðriksdóttir,
fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, kaus
á móti lausnarbeiðni Bjarkar, ekki
vegna ágreinings, heldur vegna
þess að eftirsjá væri að störfum
Bjarkar í borgarstjórn.
stefanrafn@frettabladid.is
Halldór
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
1 6 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m I Ð V I K U D A G U r
1
6
-0
9
-2
0
1
5
0
6
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
4
5
-D
E
1
0
1
6
4
5
-D
C
D
4
1
6
4
5
-D
B
9
8
1
6
4
5
-D
A
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K