Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 17
Ísland hefur sérstöðu hvað varðar
nýtingu grænna orkugjafa, en um
87% af frumorku sem notuð er í
landinu eru endurnýjanleg. Orku-
notkun á hvern íbúa er meiri hér
en þekkist annars staðar og hlutfall
endurnýjanlegra orkugjafa er hærra
en hjá öðrum þjóðum. Mikilvægi
jarðhita í orkubúskapnum er
hvergi meira en hér á landi – 69%
af heildinni – og er Ísland á meðal
þeirra þjóða sem nýta þessa auðlind
mest.
En notkun grænnar orku á sér
einnig hagræna skírskotun sem
snýr að ákjósanlegustu nýtingu
auðlinda hverju sinni. Betri nýting
endurspeglast í aukinni sérþekk-
ingu, samnýtingu mannauðs og nýt-
ingu afurða sem áður fóru til spillis.
Þetta gerist m.a. vegna tæknifram-
fara en reynslan sýnir að samstarf
fyrirtækja vegur einnig þungt í
þessu tilliti. Auðlindagarðurinn á
Suðurnesjum, sem er þyrping fyrir-
tækja sem nýta auðlindastrauma frá
jarðhitavirkjunum HS Orku, sýnir
mikilvægi bestu nýtingar auðlinda
og hlutverk breiddar/stærðarhag-
ræðis í atvinnurekstri. Starfsemi
Auðlindagarðsins er að mestu leyti
á sviði orkuframleiðslu og ferða-
þjónustu en þar er einnig að finna
fyrirtæki sem vinna sjávarafurðir
og fyrirtæki sem stunda nýsköpun
í líftækni og endurnýjun orkugjafa.
Bróðurpartur framleiðslu Auð-
lindagarðsins fer, beint eða óbeint,
á erlendan markað og því skipta
aðstæður til útflutnings miklu fyrir
afkomu garðsins.
Sterk viðspyrna í umróti
eftirhrunsára
Árið 2013 námu heildartekjur fyrir-
tækjanna innan Auðlindagarðsins
um 20,6 milljörðum króna á verð-
lagi ársins 2014, og höfðu þá aukist
um tæplega tvo milljarða síðan árið
2008. Umsvif garðsins námu því
um 1% af vergri landframleiðslu.
Framlag til landsframleiðslu var
um helmingur af þessu, eða 0,54%.
Til samanburðar nam framlag fisk-
veiða um 5,5% af landsframleiðslu
og álframleiðslu um 2,3% árið 2013.
Umsvif Auðlindagarðsins eru því
umtalsverð í samanburði við stærri
útflutningsgreinar landsins.
Frá 2008-2013 hefur árlegur
vöxtur virðisauka af starfsemi Auð-
lindagarðsins verið að meðaltali 4%
á föstu verðlagi. Á sama tíma dróst
verg landsframleiðsla saman um
0,3% á ári að meðaltali. Vöxtur Auð-
lindagarðsins var því mun kröftugri
en í hagkerfinu í heild á sama tíma.
Suðurnesin ná vopnum sínum
Á fyrrnefndu tímabili hafa meðal-
tekjur á Suðurnesjum verið með
þeim lægstu á landinu. Líklegt má
telja að starfsemi Auðlindagarðsins
frá 2008 hafi haft veruleg jákvæð
áhrif á atvinnuástand á Suður-
nesjum. Árið 2013 störfuðu um 500
manns innan Auðlindagarðsins og
hafði þeim þá fjölgað um tæplega
150 frá árinu 2009, um rúm 40%. Að
teknu tilliti til afleiddra starfa má
reikna með því að fyrir hvert stöðu-
gildi innan Auðlindagarðsins verði
til um það bil eitt afleitt stöðugildi
utan hans í tengdri starfsemi. Að
viðbættum margföldunaráhrifum
má því ætla að Auðlindagarðurinn
skapi á bilinu 1.000–1.100 störf með
einum eða öðrum hætti, eða um
10% af heildarfjölda starfa á Suður-
nesjum.
Að gefinni forsendu má ætla að
atvinnuleysi hefði að meðaltali
verið um tveimur prósentustigum
hærra á árunum 2008-2013 ef Auð-
lindagarðsins hefði ekki notið við.
Neðangreind mynd sýnir þróun
atvinnuleysis frá 1998.
Framtíð Auðlindagarðsins
Margt bendir til þess að eðlis-
breyting sé að verða á starfsemi
Auðlindagarðsins og viðfangs-
efnum fyrirtækjanna sem þar starfa.
Vægi rannsókna og þróunar hefur
t.d. aukist verulega. Breytingin felst
einnig í aukinni sérhæfingu starfa
og eftirspurn eftir menntuðu vinnu-
afli, sem hefur leitt til hækkunar
launa umfram meðallaun á Suður-
nesjum. Flest bendir til þess að sú
þróun haldi áfram á næstu árum
samhliða vexti þessara fyrirtækja.
Af framangreindu má sjá að miklu
skiptir að aðstæður til útflutnings
verði áfram stöðugar, að raungengi
haldist svipað og fyrirtækin haldi
samkeppnishæfni sinni. Að því
gefnu bendir flest til áframhaldandi
vaxtar fyrirtækjanna innan Auð-
lindagarðsins.
Sívaxandi áhersla er nú lögð á
sjálfbæra og hagkvæma nýtingu
auðlinda jarðar. Auðlindagarðurinn
er dæmi um það hvernig hægt er,
með þekkingu og hugkvæmni að
vopni, að nýta náttúruauðlind, sem
flestir töldu upprunalega að væri
einungis nýtanleg til orkufram-
leiðslu, til fjölbreyttrar starfsemi á
hagkvæman og umhverfisvænan
hátt, nærsamfélagi og landinu öllu
til hagsbóta.
Höfundar eru hagfræðingar og
unnu að gerð skýrslu um Auðlinda-
garðinn á vegum GAMMA. HS
Orka og Bláa lónið stóðu straum af
kostnaði við gerð skýrslunnar en
höfundar voru sjálfráðir um efnistök
og greiningaraðferðir innan þess
efnisramma sem mótaður var.
Sívaxandi áhersla er nú lögð
á sjálfbæra og hagkvæma
nýtingu auðlinda jarðar.
Auðlindagarðurinn er dæmi
um það hvernig hægt er, með
þekkingu og hugkvæmni að
vopni, að nýta náttúruauð-
lind, sem flestir töldu upp-
runalega að væri einungis
nýtanleg til orkuframleiðslu,
til fjölbreyttrar starfsemi á
hagkvæman og umhverfis-
vænan hátt, nærsamfélagi og
landinu öllu til hagsbóta.
Efnahagsleg áhrif Auðlindagarðsins á Suðurnesjum
Sölvi Blöndal
hagfræðingur hjá
sjóðsstýringar
fyrirtækinu
GAMMA
Friðrik Már
Baldursson
prófessor í
hagfræði við
Háskólann í
Reykja vík
Velferðarvá
– hvernig á að bregðast við kreppu?
Kynning á verkefnum Norrænu velferðarvaktarinnar í Norræna húsinu
fimmtudaginn 17. september 2015 kl. 12.00–13.15.
Verkefnið skiptist í nokkra meginþætti sem kynntir verða með stuttum framsögum.
Ávarp ráðherra
Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Íslands í Norrænu
ráðherranefndinni.
Hamfarir og hlutverk félagsþjónustu
Guðný Björk Eydal, prófessor við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands, greinir frá verkefni þar sem sérstök
áhersla er lögð á hlutverk félagsþjónustu sveitarfélaga á tímum hamfara, hvernig megi samhæfa viðbrögð
velferðarkerfa í kjölfar vár og efla viðnámsþrótt einstaklinga og samfélaga.
Norrænir velferðarvísar – mikilvægi vöktunar
Sigríður Jónsdóttir, sérfræðingur í velferðarráðuneytinu, kynnir undirbúning við þróun norrænna velferðarvísa
sem koma til með að lýsa þróun velferðar á Norðurlöndunum.
Fjölþjóðleg rannsókn á viðbrögðum við kreppum
Stefán Ólafsson, prófessor við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands, fjallar um afleiðingar fjármála-
kreppa á Norðurlöndunum, viðbrögð stjórnvalda og árangur af þeim.
Efnahagskreppan 2008 og velferð almennings: Ísland í evrópskum samanburði
Agnar Freyr Helgason, doktor í stjórnmálafræði, greinir frá áhrifum kreppunnar 2008 á velferð almennings í
Evrópu og helstu viðbrögðum evrópskra stjórnvalda við kreppunni.
Norræna velferðarvaktin er eitt verkefna í formennskuáætlun Íslands. Hún er þriggja ára rannsóknarverkefni
sem stendur yfir árin 2014–2016 og miðar að því að styrkja og stuðla að sjálfbærni norrænu velferðarkerfanna.
Kynningin er opin og allir velkomnir. Boðið verður upp á samlokur.
Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið postur@vel.is
Atvinnuleysi sem hlutfall af mannafla á landinu öllu
Atvinnuleysi sem hlutfall af mannafla á Suðurnesjum
Áætlað atvinnuleysi sem hlutfall af mannafla á Suðurnesjum án starfsemi Auð
lindagarðsins
HeiMild: GAMMA, VinnuMÁlAStofnun
✿ Atvinnuleysi á Suðurnesjum án Auðlindagarðsins
16%
14%
12%
10%
8%
6%
4%
2%
0%
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
2006
2005
2004
2003
2002
2001
2000
1999
1998
Samgönguvika hefst í dag og
stendur fram á næsta þriðjudag.
Markmið hennar er að hvetja fólk
til að nota allskyns leiðir til að
komast á milli staða. Við erum öll
sammála um að það eigi að vera
hagkvæmt, þægilegt og auðvelt að
ferðast milli staða í borginni. Þess
vegna höfum við reynt að búa til
betri skilyrði fyrir hjólreiðafólk og
gangandi, styrkt almenningssam-
göngur og hvatt til þess að fólk noti
fjölbreyttar aðferðir til að komast
til og frá. Það er betra fyrir hjólandi,
gangandi, þá sem eru í strætó, en
líka þá sem eru á bíl.
Fjölbreyttar leiðir
Næstu skref eru að fjölga hjóla-
stígum og bæta merkingar með það
að markmiði að miklu fleiri hjóli til
og frá vinnu með hverju ári. Þegar
kemur að strætó viljum við fjölga
forgangsreinum og sveitarfélögin
á höfuðborgarsvæðinu hafa sett
stefnuna á afkastameiri almenn-
ingssamgöngur. Við höfum óskað
eftir viðræðum við innanríkisráð-
herra um það. Niðurstaða verður
hraðvagnar eða léttlestarkerfi, eins
og við þekkjum úr sambærilegum
borgum. Til skemmri tíma viljum
við búa til þétt net forgangsreina
og forgangsljósa fyrir strætó – til að
þjónustan verði greiðfær og góð.
Grænt eða grátt?
Miklar breytingar eru að eiga sér
stað í samgöngumálum í heim-
inum. Sem betur fer. Það er snar og
mikilvægur þáttur í viðbrögðum við
loftslagsbreytingum. Almennings-
samgöngukerfi eru að eflast og hjól-
reiðar sömuleiðis en hvort tveggja
er einn stærsti mælikvarðinn á
gæði og samkeppnishæfni borga.
Umhverfisvænar og hagkvæmar
samgöngur eru ein okkar stærsta
áskorun á næstu árum. Á sama
tíma verðum við að bjóða upp á
raunhæfa valkosti fyrir fjölskyldur
og fyrirtæki, í formi lestarkerfis
eða hraðvagna, strætó og hágæða
hjólastíga.
Við opnum Samgönguviku form-
lega í dag kl. 13 í Bankastrætinu sem
verður um leið lokað fyrir bílaum-
ferð niður að Lækjargötu í nokkra
klukkutíma. Dagskrá vikunnar er á
vef Reykjavíkurborgar en þar á að
vera eitthvað fyrir alla. Gleðilega
Samgönguviku!
Breyttir tímar í
samgöngum
Dagur B.
Eggertsson
borgarstjóri
Til skemmri tíma viljum við
búa til þétt net forgangsreina
og forgangsljósa fyrir strætó.
S k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 15M i ð V i k u D A G u R 1 6 . S e p T e M B e R 2 0 1 5
1
6
-0
9
-2
0
1
5
0
6
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
4
5
-E
7
F
0
1
6
4
5
-E
6
B
4
1
6
4
5
-E
5
7
8
1
6
4
5
-E
4
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K