Fréttablaðið - 16.09.2015, Page 20

Fréttablaðið - 16.09.2015, Page 20
Í dag Meistaradeildin A-riðill PSG 2-0 Malmö 1-0 Ángel di María (4.), 2-0 Edinson Cavani (61.). Kári Árnason og félagar börðust hetjulega gegn frönsku meisturunum en það dugði ekki til. Real M. 4-0 Shakhtar 1-0 Karim Benzema (30.), 2-0 Cristiano Ronaldo (55. víti), 3-0 Cristiano Ronaldo (63. víti), 4-0 Cristiano Ronaldo (81.). Rautt: Taras Stepanenko, Shakhtar (50.) Cristiano Ronaldo er búinn að skora 80 mörk í Meistaradeildinni, þremur meira en Lionel Messi. B-riðill Wolfsburg 1-0 CSKA 1-0 Julian Draxler (40.). PSV 2-1 Man. Utd 0-1 Memphis Depay (41.), 1-1 Hector Moreno (45.), 2-1 Luciano Narsingh (57.). Luke Shaw, bakvörður United, fótbrotnaði illa í leiknum og verður væntanlega ekki meira með á tímabilinu. Memphis Depay fagnaði marki sínu gegn uppeldisfélaginu. C-riðill Galatas. 0-2 Atlético 0-1 Antoine Griezmann (18.), 0-2 Antoine Griezmann (25.) Benfica 2-0 Astana 1-0 Nicolas Gaitan (51.), 2-0 Konstaninos Mitroglou (62.) D-riðill Man. City 1-2 Juventus 1-0 Giorgio Chiellini (57. sm.), 1-1 Mario Mandzukic (70.), 1-2 Álvaro Morata (81.). Eina ferðina enn eru Evrópuleikirnir að stríða Man. City. Langbesta lið ensku úrvalsdeildarinnar til þessa missti niður eins marks forskot og tapaði. Sevilla 3-0 Mönchengl 1-0 Kevin Gameiro (47. víti), 2-0 Ever Banega (66. víti), 3-0 Yevheniy Konoplyanka (84.). 18.15 Meistaradeildarkvöld Sport 18.30 DNK Dinamo - Arsenal Bravó 18.30 Chelsea - Maccabi Sport 3 18.30 Roma - Barcelona Sport 4 18.30 Olympiacos - Bayern Sport 5 Nýjast Er ennþá flökurt eftir þetta brot ....alvöru flökurt #PrayforShaw #CL365 Hildur Einarsdóttir @HildurEinarsd ÞRóttaRaR ÞuRfa að bíða Þróttur Reykjavík komst ekki upp í Pepsi-deild karla eins og til stóð í gærkvöldi, en liðið gerði 1-1 jafntefli við Hauka í frestuðum leik. Björgvin Stefánsson, 20 marka maður í sumar, kom Haukum yfir áður en láns- maðurinn frá Stjörnunni, Jón Arnar Barðdal jafnaði metin fyrir heimamenn á Val- bjarnarvelli. Þróttur er samt mjög lík- legt til að komast upp, en liðið er með þriggja stiga forystu á KA og Þór fyrir lokaumferðina og með betri markatölu. Þróttarar þurfa því að bíða til laugardags með að fagna. HANDBOlti „Þetta gerðist í æfinga- leik í ágúst og ég er búin í aðgerð. Ég ætla að taka mér fullt ár til þess að ná mér áður en ég fer af stað á ný,“ sagði Brynja Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, en hún sleit krossband fyrr í sumar. Brynja var að vonum svekkt þegar í ljós kom að krossbandið var slitið en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem þessi 27 ára landsliðskona lendir í þessum meiðslum. „Þetta var allt öðruvísi en hin meiðslin, ég var að slíta krossband sem hefur slitnað áður. Ég var ekki viss um að það væri slitið, ég vissi það í annað skiptið sem ég lenti í þessu en þetta var öðruvísi. Ég var send í myndatöku vegna sögu minnar og þar kom þetta í ljós, ég var búin að vera með á fullu á æfingum áður en þetta kom í ljós.“ Brynja heldur á næstunni út til Þýskalands í skóla. Hún sagðist hafa rætt við þýsk félög um að leika með þeim en að þær viðræður séu komnar á ís í bili. „Ég fékk að vita að ég væri komin í skólann úti stuttu eftir meiðslin, ég var búin að heyra eitt- hvað í félögum úti en það var í bið- stöðu á meðan ég fékk skólavistina staðfesta,“ sagði Brynja sem hefur æft með HK í sumar. Ætla ekkert að flýta mér í þessu Brynja sagði að það væri svekkj- andi að missa af landsliðsverk- efnunum næsta árið en hún hefur verið hluti af liðinu undanfarin ár. „Það er ömurleg tilfinning, maður stefnir alltaf að því að vera í landsliðinu og þótt ég sé búin að missa af síðustu tveimur leikjum þá vill maður alltaf vera hluti af hópnum. Þetta er súr tilfinning en ég stefni bara á það að koma sterk til baka á næsta ári,“ sagði Brynja sem segist ætla að taka sér tíma til þess að ná sér að þessu sinni. „Ég er búin að ákveða það að ég ætla ekkert að taka þátt á þessu tímabili og taka mér ár í endur- hæfingu. Ég gæti reynt að ná þessu á einhverjum 6-7 mánuðum en ég ætla frekar að taka ár í þetta, taka gott undirbúningstímabil og vera klár á næsta tímabili. Ég þarf að passa upp á hnén og líkamann á mér, maður fær víst ekki önnur hné,“ sagði Brynja. – kpt Maður fær víst ekki önnur hné Brynja Magnúsdóttir, landsliðskona í handbolta, verður frá keppni næsta árið eftir að hafa slitið krossband í þriðja sinn á ferlinum. Brynja segist ætla að taka sér nægan tíma í endurhæfingu til þess að ná sér að fullu. PI PA R\ TB W A • S ÍA Gleraugnaverslunin þín MJÓDDIN Sími 587 2123 FJÖRÐUR Sími 555 4789 SELFOSS Sími 482 3949 frá 0 kr. Barnagleraugu (Já, þú last rétt!) Öll börn upp að 18 ára aldri eiga rétt á endurgreiðslu frá Þjónustu- og þekkingarmiðstöð vegna gleraugnakaupa. Þú getur fengið gleraugu hjá okkur á endurgreiðsluverði miðstöðvarinnar. Brynja Magnúsdóttir verður ekki meira með næsta árið eftir að slíta krossband í þriðja sinn. Fréttablaðið/Valli 18 1 6 . s E p t E M B E R 2 0 1 5 M i Ð V i K U D A G U RSPORT 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 6 -0 0 A 0 1 6 4 5 -F F 6 4 1 6 4 5 -F E 2 8 1 6 4 5 -F C E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.