Fréttablaðið


Fréttablaðið - 16.09.2015, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 16.09.2015, Qupperneq 22
Miðvikudagur 16. septeMber Hagstofan – Fiskafli í ágúst 2015 FiMMtudagur 17. septeMber Þjóðskrá Íslands – Vísitala íbúða- verðs á höfuðborgarsvæðinu Hagstofan – Samræmd vísitala neysluverðs í ágúst 2015 Föstudagur 18. septeMber Þjóðskrá Íslands – Upplýsingar um leiguverð íbúðarhúsnæðis Lánamál ríkisins – Útboð ríkisbréfa Hagstofan – Vsk.-velta í maí og júní 2015 Mánudagur 21. septeMber Hagstofan – Vísitala byggingar- kostnaðar fyrir október 2015 Þriðjudagur 22. septeMber Hagstofan – Vísitala kaupmáttar launa í ágúst 2015 Hagstofan – Vísitala lífeyrisskuld- bindinga í ágúst 2015 Hagstofan – Greiðslujöfnunarvísi- tala í október 2015 Hagstofan – Mánaðarleg launa- vísitala í ágúst 2015 Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Dagatal viðskiptalífsins dagatal viðskiptalífsins Allar markaðsupplýsingar eru aðgengilegar á Gengi félaga í Kauphöll Íslands á UPPLEIÐ Félög sem hækkuðu í verði á nIÐUrLEIÐ Félög sem lækkuðu í verði StóÐU Í StaÐ Félög sem stóðu í stað MESta HækkUn nýHErjI 151,9% frá áramótum MarEL 3,5% í síðustu viku MESta LækkUn tM -21,9% frá áramótum EIMSkIP -1,8% í síðustu viku 5 10 1 aðallisti kauphallarinnar | nasdaq Iceland Félag gengi í gær Frá áramótum vikubreyting Bank Nordic (DKK) 132,00 26,9% -0,8% Eik fasteignafélag* 7,33 7,8% 0,0% Eimskipafélag Íslands 240,50 1,5% -1,8% Fjarskipti (Vodafone) 46,55 33,0% -0,9% Hagar 41,85 3,5% 2,7% HB Grandi 41,50 22,8% 2,5% Icelandair Group 29,50 37,9% -0,7% Marel 205,00 48,6% 3,5% N1 42,15 81,7% -1,1% Nýherji 13,05 151,9% 2,4% Reginn 16,77 23,8% -0,8% Reitir* 72,50 14,2% -1,4% Sjóvá 12,11 1,3% -0,3% Tryggingamiðstöðin 20,55 -21,9% -1,4% Vátryggingafélag Íslands 8,43 -6,9% -0,8% Össur 490,00 35,7% 1,7% Úrvalsvísitalan OMXI8 1.645,24 25,5% 0,7% First north Iceland Century Aluminum 3.300,00 0,0% 0,0% Hampiðjan 27,50 27,0% 4,4% Sláturfélag Suðurlands 1,40 -24,3% 0,0%  *Skráð á árinu (þróun frá útboðsgengi). | 2 16. september 2015 | miðvikudagur Sk jó ða n Sumir fengu næði en aðrir ekki BykO sneri rúmlega 150 millj­ óna tapi á árinu 2013 í ríflega 130 milljóna hagnað á síðasta ári. Móðurfélag Byko, Nor­ vik, hagnaðist um 8,2 millj­ arða á síðasta ári og mun­ aði þar mest um sölu eigna en Norvik seldi á árinu Kaupás, sem rekur verslanir Krón­ unnar og Nóatúns, auk þess sem Elko, Bakkinn vöruhótel og vélaverkstæðið Egill voru seld. Við þessa sölu lækkuðu skuldir Norvikur og eigið fé jókst úr 6,2 milljörðum í 14,2 milljarða. VErt er að hrósa stjórnendum Norvik­ ur fyrir vel unnið verk. Eftir hrunið 2008 stóð Norvik höll­ um fæti eins og mörg önnur íslensk eignarhaldsfélög. Það er gleðilegt að eigendum Nor­ vikur skuli hafa gefist næði til að vinna úr eignum félags­ ins og selja þær við hagstæð skilyrði fremur en að þurfa að selja þær á eins konar bruna­ útsölu við verstu möguleg skil­ yrði í sjálfu hruninu eða beint í kjölfar þess. nOrVIk hefur háð harða bar­ áttu og stendur nú sterkt eft­ ir, tæpum sjö árum eftir hrun. Eiginfjárstaðan er sterk, fjár­ festingargetan mikil, og ís­ lenska hagkerfið mun án efa njóta góðs af því á kom­ andi árum og misserum. Það er hverju hagkerfi dýrmætt að eiga öfluga fjárfesta sem leggja eigin fjármuni í upp­ byggingu atvinnulífs. nOrVIk fékk næði til að vinna úr sínum eignum en því mið­ ur er ekki hægt að segja sömu sögu af mörgum öðrum ís­ lenskum eignarhaldsfélögum sem svipað var ástatt um eftir fall bankanna. Bankar hirtu Icelandair af fyrri eigendum skömmu eft­ ir hrun og var félaginu í fram­ haldinu komið í hendur líf­ eyris sjóða. Síðan hefur Ice­ landair malað gull fyrir nýja eigendur. Ekkert fyrirtæki hef­ ur hækkað jafn mikið í kaup­ höllinni frá hruni og sú spurn­ ing vaknar hví lánardrottnar félagsins gáfu ekki fyrri eig­ endum næði til að vinna úr eigninni frekar en að leysa hana til sín einmitt þegar verð­ mæti hennar var í lágmarki? arIOn banki leysti til sín Haga og harðneitaði að gefa fyrri eigendum næði til að endurfjármagna félagið og vinna úr eignum þess. Í þeim efnum virtist bankinn láta undan þrýstingi frá fyrrum virtasta fjölmiðli landsins, sem hamaðist gegn fyrri eig­ endum Haga. Hagar eru gott fyrirtæki og með þeim arð­ bærustu í kauphöllinni. Nú eiga lífeyrissjóðir félagið. DæMIn eru fleiri en því mið­ ur hafa eftirmál hrunsins í bankakerfinu einkennst af því að sumum er gefið næði til að vinna úr sínum eignum en öðrum ekki. Eignir þeirra eru leystar til bankanna sem framselja þær til lífeyrissjóða. Þessar eignir eru fé án hirð­ is. Hagkerfið og atvinnulíf­ ið gjalda fyrir það þegar fram líða stundir. Gera má ráð fyrir að tekjur af jóla­ tónleikum Baggalúts verði hátt í hundrað milljónir á þessu ári. Miðar á sex jólatónleika Bagga­ lúts í Hátíðarsal Háskólabíós, sem tekur 948 í sæti, seldust upp á klukkustund í gærmorgun. Litlu virðist skipta þó miðaverðið hafi hækkað um þúsund krónur milli ára og sé nú 7.990 krónur. Bagga­ lútur hefur þegar tilkynnt um að fimm tónleikum verði bætt við og mun miðasala á þá hefjast í dag.  Garðar Þorsteinn Guðgeirs­ son, stjórnarformaður Baggalúts ehf.,  gerir ráð fyrir að  jólatón­ leikarnir verði að minnsta kosti jafn margir og í fyrra. Þá léku Baggalútar, hljóðfæraleikarar og leynigestir, alls um 25 manns, fyrir fullu húsi á þrettán tón­ leikum þar sem gestir voru sam­ tals nærri 12 þúsund. Garðar áætl­ ar að tekjurnar af miðasölunni hafi numið ríflega 70 milljónum króna en fullt verð var 6.990 krónur. Garðar segir að ágóði af sölunni renni nær allur til tónlistarmann­ anna á sviðinu, lítið verði eftir í Baggalúts­félaginu. Samkvæmt síðasta ársreikningi sem Baggalútur skilaði, fyrir árið 2013, námu tekjur af tónleikahaldi 52,5 milljónum króna. Verktaka­ greiðslur til tónlistarmanna námu 30 milljónum króna og því er um ágætis vertíðarkaup að ræða fyrir þá sem mest hafa upp úr krafsinu. Annar kostnaður vegna tónleika­ haldsins árið 2013, til að mynda vegna leigu á húsnæði, tæknibún­ aði og þóknana til Miða.is nam samtals 12 milljónum króna. Hagnaður Baggalúts árið 2013 var 4,7 milljónir króna. Eitt stöðu­ gildi var hjá Baggalúti á árinu og námu laun og launatengd gjöld 3,1 milljón króna. Tekjur af höfunda­ launum voru 4,7 milljónir króna. Árið 2013 gaf Baggalútur út plötuna Mamma þarf að djamma sem tekin var upp í hinu sögu­ fræga Sound Emporium í Nash­ ville. Bóka­ og geisladiskasala samkvæmt ársreikningnum nam 3 milljónum króna á árinu 2013 en kostnaður vegna framleiðslu geisladiska, hönnunar­, upptöku­ og ferðakostnaðar vegna upptöku plötunnar nam alls 9 milljónum króna. ingvar@frettabladid.is Jólin ábatasöm fyrir meðlimi Baggalúts Tekjur af jólatónleikum Baggalúts verða líklega hátt í hundrað milljónir króna þessi jólin. Klukkustund tók að selja alla miða á sex jólatónleika. Nærri 12 þúsund fóru á tónleikana í fyrra. Í jólaskapi Uppselt var á alla þrettán jólatónleika Baggalúts um síðustu jól. fréttablaðið/Ernir ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 7 59 39 0 9/ 20 15 ER ÞITT FYRIRTÆKI Á FLUGI? Regluleg ferðalög á vegum fyrirtækisins eru oft nauðsynleg. Það getur því borgað sig að gera fyrirtækjasamning við Icelandair. 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 6 -1 4 6 0 1 6 4 6 -1 3 2 4 1 6 4 6 -1 1 E 8 1 6 4 6 -1 0 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.