Fréttablaðið - 16.09.2015, Page 26

Fréttablaðið - 16.09.2015, Page 26
 | 6 16. september 2015 | miðvikudagur E lsta leikfangaverslun heims, Hamleys, hefur vaxið á undraverðum hraða síðustu ár. Ham- leys opnaði sína fyrstu verslun utan Bretlands- eyja í Jórdaníu í júní árið 2008 og síðan þá hafa yfir 50 Hamleys-versl- anir verið opnaðar í þremur heims- álfum, þar af 47 utan Bretlands- eyja. Vöxturinn hefur átt sér stað undir stjórn Guðjóns Reynissonar, sem tók við sem forstjóri í maí árið 2008. Þá var Hamleys í eigu Baugs og Fons en Guðjón hafði áður verið framkvæmdastjóri 10-11. Guðjón segir heim smásöluversl- unar vera að breytast hratt og því hafi Hamleys líkt og aðrir þurft að bregðast við. „Það hafa orðið gríðar- lega miklar breytingar á verslunar- geiranum í heild sinni með tilkomu internetverslunarinnar. Smásölu- verslun hefur gengið í gegnum miklar breytingar sem enn standa yfir.“ Hamleys verði að skera sig úr í þessum breytta heimi. „Okkar samkeppnisforskot byggist á því sem þú upplifir í verslunum okkar. Við leggjum mikla vinnu í að búa til spennandi umhverfi þar sem fjölskyldan getur komið saman og getur skapað minningar og skemmt sér. Internetið býður ekki upp á þá möguleika, það fókuserar meira á aðgengi að breiðu vöruúrvali á sem lægstu verði. Við notum inter- netið í kringum okkar samfélags- miðlastarfsemi og við erum með vefverslun en sala í gegnum vef- inn er tiltölulega lítill hluti af okkar heildar veltu í Bretlandi og enn þá minni þegar kemur að öðrum mörk- uðum.“ Hamleys hafi þó hug að frekari sókn í netheimum á næstu árum. Leikfangasala að aukast „Smásöluverslun er að aukast jafnt og þétt og internetið er orðið mjög samofið verslunarrekstrinum eins og hann var áður, þannig keppa þessir tveir miðlar ekki endilega hvor við annan. Verslunarupplif- unin er orðin samofin, fólk notar snjallsímana sína sem hluta af því að fara í verslunina.“ Guðjón segir Bretland vera leiðandi á heimsvísu á þessu sviði og mun framar en t.d. Bandaríkin. „Eitt er ekki að ryðja öðru burt en það eru að verða miklar breytingar á því hvaða fyrir tæki eru að styrkjast og hver eru að veikjast,“ segir hann. Guðjón segir þá staðreynd að börn eyði meiri tíma í tölvuleikj- um en áður ekki hafa slæm áhrif á Hamleys. „Vöxtur í sölu leikfanga hefur verið stöðugur á síðustu árum. Vefvæðing okkar í nútím- anum þýðir ekki að börn leiki sér minna en áður, það er meira ef eitthvað er,“ segir hann. Allt að 15 nýjar verslanir fyrir áramót Viðsnúningurinn hófst í rekstri Hamleys árið 2009 og félagið skil- aði hagnaði árið 2010 sem var í fyrsta sinn frá árinu 2004. Guðjón segir hagnaðinn hafa aukist jafnt og þétt síðan. Nú verður um helm- ingur tekna Hamleys til utan Bret- lands. Verslanir undir merkjum Hamleys utan Bretlandseyja eru reknar með svokölluðu sérleyfis- fyrirkomulagi. Frá því fyrsta sér- leyfisverslunin var opnuð árið 2008 hafa verslanir verið opnaðar í Skandinavíu, Mið-Austurlöndum, á Indlandi, í Suður-Afríku, Rúss- landi og Suðaustur-Asíu. Leikfangarisinn hyggur á frek- ari vöxt á næstunni. „Við erum með mikil plön. Við munum opna Opnað yfir 50 verslanir á sjö árum Hamleys hefur vaxið hratt undir stjórn Guðjóns Reynissonar. Stefnt er að því að verslanir Hamleys verði 78 í árslok en þær voru 5 þegar Guðjón tók við sem forstjóri árið 2008. Guðjón segir leikfangasölu vera að aukast. Vaxið hratt Guðjón Reynisson stýrði Hamleys í gegnum ólgusjó hrunáranna. Félagið hagnaðist árið 2010 í fyrsta sinn frá árinu 2004. Síðan þá hefur hagnaðurinn aukist jafnt og þétt að sögn Guðjóns. ViðtAL ingvar haraldsson ingvar@frettabladid.is 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 6 -2 3 3 0 1 6 4 6 -2 1 F 4 1 6 4 6 -2 0 B 8 1 6 4 6 -1 F 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.