Fréttablaðið - 16.09.2015, Qupperneq 30
Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmenn auglýsinga: Jónatan Atli Sveinsson, jonatan@365.is, s. 512 5446 Ábyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson.
Íbúð Sirrýjar í Kórahverfinu í Kópavogi er björt og fal-leg. Eldhúsið og stofan eru í
opnu rými og þar finnst henni
best að vera. Sirrý hannaði eld-
húsið sjálf þegar hún flutti inn
í íbúðina ásamt manni sínum
fyrir um sex árum. „Mér finnst
best hvað eldhúsið er stórt og
rúmgott, borðplássið er mikið
og svo hef ég þennan klassíska
þríhyrning,“ segir Sirrý glað-
lega og sýnir hvernig gott sé að
hafa vinnuborð til beggja hliða
og svo borðstofuborðið fyrir
aftan.
Henni líkar einnig vel hve
innréttingarnar eru sterkbyggð-
ar og auðveldar í þrifum. „Eins
fannst mér skipta máli að borð-
platan væri úr steini því þá get
ég lagt allt heitt beint á borðið.
Það er gott að þurfa ekki enda-
laust að passa sig í eldhúsinu,“
segir hún.
Smákökur á fjórum hæðum
Sirrý ákvað að kaupa sér flott-
asta ofninn frá AEG í eldhús-
ið. „Ég sé ekkert eftir því. Ég
var búin að eiga nokkra áður
og fannst alltaf eitthvað vanta.
En þessi er kraftmikill með
góðan blástur þannig að ég get
verið með fjórar hæðir af smá-
kökum í einu,“ segir Sirrý sem
sinnir vinnu sinni oft að heim-
an. „Ég kann svo vel á ofninn
minn þannig að ég nota hann til
að baka fyrir blaðið,“ segir hún
brosandi.
Aldrei hugmyndasnauð
Flestir glíma við það frá degi til
dags að ákveða hvað eigi að vera
í kvöldmatinn. Sirrý skortir hins
vegar sjaldan nýjar hugmyndir.
En er eitthvað sem henni þykir
skemmtilegra að elda en annað?
„Nei, en ég fer í gegnum viss
tímabil, fæ dellu og nota mikið
af einu hráefni í einhvern tíma.
Ég er á dilltímabilinu núna,“
segir hún og bætir glettin við að
ekki séu allir jafn hrifnir af dill-
inu. „Fjölskyldan er hálfvegis að
bíða eftir að þetta gangi yfir,“
segir hún og hlær hjartanlega.
Græjukona í seinni tíð
Sirrý segist ávallt hafa haft þá
trú að það þyrfti ekki græjur
til að elda góðan mat. „En svo
eru þær farnar að laumast inn
síðustu árin,“ segir hún glett-
in. „Nýjasta ástin mín er ísvélin
mín sem ég var búin að láta mig
dreyma um lengi. Ég er búin að
nota hana mikið en hef reyndar
ekki enn komið með ís í vinnuna
og samstarfskonur mínar kvarta
mikið yfir því. Ísinn virðist bara
eyðast upp hérna heima,“ segir
hún og hlær.
En hvað langar hana í næst?
„Mig langar dálítið í stóran Le
Creuset-pott. Ég á einn lítinn en
þar sem ég á þrjú börn og fullt af
barnabörnum er tími kominn á
risa mömmupott.“
Er á dilltímabilinu
Sigríður Björk Bragadóttir, ristjóri Gestgjafans, eyðir ótölulegum stundum í eldhúsinu sínu. Þar sinnir hún bæði aðaláhugamáli sínu
eldamennskunni og vinnunni enda treystir hún best sínum eigin ofni þegar bakstur er annars vegar.
Sirrý er ávallt með ferskar kryddjurtir tiltækar í eldhúsinu.
Sirrý hefur safnað að sér glösum úr ýmsum áttum.
Sirrý dvelur löngum stundum í eldhúsinu sínu enda kann hún afar vel við sig þar. MyNdir/GVA
Sirrý hannaði eldhúsið sitt sjálf og lagði áherslu á borðpláss og notagildi. Sirrý á gott safn af ólífuolíum.
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 6.990.- m2
Kynning − auglýsingEldhús 16. September 2015 mIÐVIKUDAGUr2
1
6
-0
9
-2
0
1
5
0
6
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
4
5
-F
B
B
0
1
6
4
5
-F
A
7
4
1
6
4
5
-F
9
3
8
1
6
4
5
-F
7
F
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
C
M
Y
K