Fréttablaðið - 16.09.2015, Page 39

Fréttablaðið - 16.09.2015, Page 39
Fjöldi Hamleys-verslana í Hverju landi um næstu áramót Vöxtur í sölu leikfanga hefur verið stöð- ugur á síðustu árum. Vefvæðing okkar í nútímanum þýðir ekki að börn leiki sér minna en áður, það er meira ef eitthvað er. Okkar sam- keppnisforskot byggist á því sem þú upplifir í verslun- unum okkar. 7 | 16. september 2015 | miðvikudagur leikFangasalinn Guðjón segir börn alls ekki leika sér minna með leikföng þrátt fyrir auknar vinsældir tölvuleikja. Eftirspurn eftir leikföngum aukist jafnt og þétt. myndir/hamley’s á milli 12-15 sérleyfisverslanir fyrir lok þessa árs,“ segi Guðjón. Þar á meðal verða fyrstu verslan- ir Hamleys í Mexíkó, Víetnam og Finnlandi. Guðjón segir að Hamleys reyni að taka mið af mismunandi aðstæðum í hverju landi fyrir sig. „En þú mátt ekki breyta vörumerkinu of mikið. „Ég hef stundum verið spurður að því hver aðlögunin sé í prósent- um og ég myndi giska á milli 10 og 15 prósent. Aðlögunin er fyrst og fremst í vöruvalinu en ekki hönn- uninni á versluninni og upplifuninni fyrir viðskiptavininn, það verður alls staðar að vera það sama. Börn og fjölskyldur þeirra eru í grunninn eins alls staðar í heiminum, sömu hlutirnir höfða til þeirra hvort sem þau eru í Suður-Kóreu, Víetnam, Mexíkó eða Suður-Afríku.“ Stefna ekki á Íslandsmarkað Ísland er ekki inni í plönum leik- fangarisans að svo stöddu. „Það hefur oft komið til tals en við erum að einbeita okkur að stærri mörkuð- um. Auðvitað hefði ég mjög gaman af því en það er ekki að fara að ger- ast á næstunni,“ segir Guðjón. Hamleys hefur hins vegar mikinn áhuga á Bandaríkjamarkaði þar sem fyrirtækið hefur enn ekki opnað verslun. „Við erum að skoða þann markað mjög gaumgæfilega og við höldum að þar séu spennandi tæki- færi. Við erum að vinna að því að opna verslanir þar en það er ekkert fast í hendi.“ Eftir hrunið eignaðist slitabú Landsbankans og Kaupþing í Lúxem borg Hamleys. Franska leik- fangakeðjan Ludendo keypti Ham- leys árið 2012. Í kjölfar vaxtar Hamleys og bættrar afkomu hefur áhugi fjárfesta aukist. Fyrir nokkr- um vikum bárust fregnir af því að félag frá Mið-Austurlöndum sem á einn helsta keppinaut Hamleys, Toy Store, hefði hug á því að kaupa Ham- leys. Guðjón vildi lítið gefa upp um þessar þreifingar. Hrunárin kenndu góða siði Vorið 2009 voru þáverandi eigend- ur Hamleys, Baugur og Fons, teknir til gjaldþrotaskipta nokkrum mán- uðum eftir að íslenska bankakerfið féll. Guðjón segir margt hafa lærst í hruninu. „Þetta var auðvitað mjög sérstakur tími, ég kem hingað inn í maí 2008 og þarna um haustið í október þá byrjar að hrikta í stoð- unum. Það sem var í rauninni með okkur í Hamleys var að við vorum algerlega sjálfstætt fyrirtæki en í eigu Baugs og Fons á þeim tíma. Og þegar eigendur okkar lentu í erfið- leikum hafði það í sjálfu sér ekki bein slæm áhrif á okkar félag. Þó voru ákveðnir hlutir sem þyngdu hjá okkur reksturinn í nokkurn tíma því birgjar og aðrir skildu ekki alveg hver okkar staða var. Að mörgu leyti má segja um þetta tímabil þegar maður lítur til baka að það hafi haft jákvæð áhrif frekar en hitt því þetta kenndi okkur góða siði við rekstur félagsins; að eyða ekki meiru en þú aflar og svo framvegis. Við þurftum að treysta á okkur sjálfa svo stefna okkar byggði á mjög lítilli þörf fyrir utanaðkomandi lánsfé,“ segir hann. 14 19 6 6 1 1 2 2 4 1 5 4 4 2 3 255 ár eru síðan fyrsta verslun Hamleys var opnuð í London árið 1760. 50.000 mismunandi leikföng eru seld í verslunum Hamleys. 2.000 starfsmenn starfa hjá Hamleys um heim allan. 58 Hamleys-verslanir eru reknar í Afríku, Asíu og Evrópu. Mexíkó 1 Bretland Skandinavía Finnland Rússland Tyrkland Jórdanía Egyptaland Suður-Afríka FilippseyjarIndland Sameinuðu arabísku furstadæmin Sádi-Arabía Singapúr Víetnam Malasía 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 4 6 -2 3 3 0 1 6 4 6 -2 1 F 4 1 6 4 6 -2 0 B 8 1 6 4 6 -1 F 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.