Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 16.09.2015, Blaðsíða 42
 | 10 16. september 2015 | miðvikudagur Uppbygging í Helgafellslandi Teikningar skoðaðar Nánast allar fjölbýlishúsalóðir í Helgafellshverfi í Mosfellsbæ eru seldar og segir Haraldur Sverrisson, bæjar- stjóri Mosfellsbæjar, að mikil uppbygging sé fram undan. Hann tók fyrstu skóflustunguna að tveimur fjölbýlishúsum, með 55 íbúðum, sem verktakafyrirtækið MótX reisir í hverfinu og sést hér virða fyrir sér teikningar að húsinu ásamt verktökunum. Hin hliðin Þetta gátum við! Guðrún Högnadóttir framkvæmdastjóri hjá Franklin Covey Þegar miðlar heims nærast á slæmum fréttum og samtöl okkar sækja í hálf­ tóma glasið kann okkur að finnast verkefni dagsins óyfirstígan­ leg. Hörmungarnar fyrir botni Miðjarðarhafs eru allt í einu orðnar daglegur hluti af evr­ ópskum veruleika; vantrú fjöldans á íslensk stjórn­ mál birtist ítrekað í könn­ unum og kjörsókn; að ógleymdri biðinni endalausu eftir sumrinu sem sveik suma. Aftur. Hvernig eigum við að hafa áhrif á gang mála þegar verk­ efnin eru þetta yfirþyrm­ andi? Stöndum við vanmátt­ ug frammi fyrir áskorunum dagsins? En höfum við virkilega þetta lítil áhrif? Hugsum aðeins til baka. Vissir þú að á aðeins 45 árum tókst heimsbyggðinni að lengja meðallífald­ ur úr 48 árum í 66 ár? Þetta tókst okkur með betri lífskjörum, framförum í heil­ brigðisfræðum og öðrum lýðheilsu­ fræðilegum verkefnum samkvæmt CDC. Vissir þú að á aðeins 25 árum tókst okkur að minnka ungbarnadauða um helming eða úr 91 í 41 barn sem deyr fyrir 5 ára afmælið sitt fyrir hver 1.000 sem fæðast. The World Bank metur það svo að við höfum bjargað lífi 48 millj­ óna barna um heim allan frá aldamótum m.a. með bættum sýkingavörnum, heil­ brigðisþjónustu, næringu og aðgangi að hreinu vatni. Frá 1990 tókst okkur að lækka um helming tíðni alvarlegrar fátæktar. Fyrsta þróunarmarkmið Sameinuðu þjóðanna er einmitt að enda birtingar­ mynd fátæktar alls staðar, enda lifir enn einn af hverjum fimm íbúum í þró­ unarlöndum af minna en 160 krónum daglega. Hér heima tókst okkur á nokkrum áratugum að útrýma berklum, draga verulega úr reykingum, minnka svo um munar fordóma gagnvart samkyn­ hneigðum, virða betur framlag beggja kynja, efla menntun, rækta heims­ klassa íþróttamenn og tónlistarmenn, færa okkur á methraða frá því að vera algjörlega háð náttúruauðlindum, og stíga öldur efnahags ólgusjós þannig að eftir er tekið. Hverju gætum við áorkað á næstu fimm árum? Með samstilltu átaki flytjum við fjöll. Og sem betur fer erum við alltaf með auga á næsta fjalli sem við þurfum að klífa saman: umhverfismálin, heims­ friður, útrýma fordómum, tryggja enn meiri jöfnuð og tækifæri fyrir alla. Lykilatriði í öllum framförum er að læra og upplýsa. Að halda fast í þá mynd af heimi sem við viljum búa í. Einsetj­ um okkur breytingar góðs. Við berum öll ábyrgð á góðum heimilum, góðum vinnustöðum, góðum heimi. Og mundu svo að sólin leynist í hjarta þínu. Almannatenglar eru sérfræð­ ingar í samskiptum og ráðleggja fólki, fyrirtækjum og stofnunum hvernig best er að koma skila­ boðum á framfæri til almennings og hagaðila. Einn angi af þeirri þjónustu er krísustjórnun. Fyrstu viðbrögð skipta öllu Áföll geta verið af ýmsum toga, hvort sem þau eru af völdum óhappa, mannlegra mistaka eða náttúruhamfara. Fagleg og fumlaus viðbrögð strax í upp­ hafi skipta sköpum um farveg umræðunnar í kjölfarið en við­ horf almennings mótast að miklu leyti af fyrstu viðbrögðum þess sem í hlut á. Þögn, útúrsnúning­ ur, önugheit eða misvísandi upp­ lýsingar geta valdið skaða, jafn­ vel óbætanlegum. viðbragðsáætlun er mikilvæg Enginn gulltryggir sig gegn óhöppum í lífinu en það er vissu­ lega hægt að vera vel undirbúinn, með viðbragðsáætlun tiltæka. Í góðri viðbragðsáætlun er að finna ítarlegan lista yfir helstu ógnir eða hættur sem að steðja og hver viðbrögðin ættu að vera. Fámennt en öflugt áfallateymi kemur að mótun viðbragðsáætl­ unar, þekkir hana vel og tekur til starfa þegar krísur dynja yfir. Allar boðleiðir þurfa að vera skýrar og vel útfærðar, hvort sem þær tengjast upplýsinga­ flæði innanhúss eða út á við. Upp­ lýsingaflæðið þarf að vera vel skipulagt og samræmt. Hvern­ ig skal miðla upplýsingum? Eiga þær erindi við alla eða varða þær einungis fáa? Hver er talsmaður fyrirtækisins? sannleikurinn er sagna bestur Talsmaður þarf að vera vanur því að koma fram í fjölmiðlum eða hafa hlotið leiðsögn til að takast á við það verkefni. Sannleikurinn er að sjálfsögðu sagna bestur en hvernig á að koma honum á fram­ færi? Hvernig á að haga upplýs­ ingum svo þær nái sem best til almennings eða hagaðila? Mörgum hættir til að fara í of nákvæmar lýsingar og ná ekki að skilja kjarnann frá hisminu. Fjölmiðlar hafa hvorki tíma né getu til að fjalla um málið í löngu máli en vilja fremur kjarngóð og meitluð skilaboð svo að fréttin og innihald hennar skili sér sem best til almennings. ekki bíða eFtir að sprengjan Falli Sé niðurstaða greiningar sú að málið eigi erindi við almenn­ ing er ávallt best að hafa frum­ kvæði að því að upplýsa um málavexti. Slíkt stuðlar að trú­ verðugleika og trausti og gefur færi á að útskýra hvað hefur gerst og hvernig unnið sé að úrbótum. Þá borgar sig ekki að reyna að fela eða flýja vandann, „flótti“ skaðar viðkomandi fólk og fyrir tæki. Öllum geta orðið á mistök og þegar áföll dynja yfir er ekki öll nótt úti. Viðbrögð við áföllum geta á hinn bóginn skipt höfuðmáli í því hvort orð­ spor fyrirtækis, samtaka eða stofnana skaðist verulega til skemmri eða lengri tíma eða hvort takist að snúa vörn í sókn með skipulögðum viðbrögðum, heiðarlegum útskýringum og skýrum skilaboðum. Góð viðbragðsáætlun er lykilatriði Bryndís Níelsen, almannatengslaráðgjafi hjá Athygli Allar boðleiðir þurfa að vera skýrar og vel útfærð- ar, hvort sem þær tengjast upplýsinga- flæði innanhúss eða út á við. Upplýsinga- flæðið þarf að vera vel skipulagt. Í nokkur ár hefur verið heimild í fjárlögum til að einka- væða allt að 30 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum. Ríkissjóður heldur á tæplega 99 prósenta hlut í bankan- um á móti einu prósenti starfsmanna. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2016 kemur fram að stefnt sé að sölu á 30 prósenta hlut í Landsbankanum á næsta ári og að þessi einkavæðing geti sparað ríkissjóði 17,4 milljarða króna í vaxtagjöld á árunum 2016 til 2019. Annar ríkisstjórnarflokkurinn, Framsóknarflokkurinn, samþykkti á síðasta landsþingi ályktun um að Landsbank- inn verði „samfélagsbanki“ í eigu ríkisins. Sé þessi álykt- un lesin sést að þarna er verið að tala um að bankinn verði fyrir fólkið og í þjónustu fólksins. Þegar ályktun efnahags- og viðskiptanefndar Sjálfstæðisflokksins frá síðasta lands- fundi f lokksins er lesin kemur í ljós að þar er ekki stafkrókur um einkavæð- ingu Landsbankans. Þegar sjálfstæðis- stefnan, sem var samin við stofnun Sjálfstæðisflokksins árið 1929, er lesin eftir orðanna hljóðan er ekki hægt að draga þá ályktun að það gangi gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins að ríkið eigi fjármálafyrirtæki, hvort sem það er tímabundið eða til lengri tíma. Undir venjulegum kringumstæðum er það á skjön við ríkjandi hugmynd- ir á Vesturlöndum að ríkissjóður eigi og reki fjármálafyrirtæki. Á Íslandi, 330.000 manna eyríki í Norður-Atlants- hafi, sjö árum eftir fordæmalaust alls- herjar banka- og gjaldeyrishrun eru hins vegar ekki venjulegar kringum- stæður í þeim skilningi. Einhver kynni að spyrja hvar eigi þá að draga línuna? Á ríkið að reka olíudreifingarfyrirtæki og f lugfélög af því þau eru þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki? Auðvitað ekki. Fjármálamarkaðurinn er hins vegar sérstaks eðlis og um hann gilda önnur lögmál vegna þeirra óvenjulegu aðstæðna sem hér ríkja. Þrír bankar fara með 90 prósenta markaðshlut- deild á fjármálamarkaði. Tveir þessara banka eru í eigu slita- búa sem eru svo í eigu erlendra vogunarsjóða. Það er alvar- legur fákeppnismarkaður á íslenskum fjármálamarkaði og almenningur hefur ekkert val um það hvort hann eigi í við- skiptum við banka eða ekki. Öll laun eru greidd inn á banka- reikninga og meginþorri allra bankaviðskipta eru rafræn. Helstu rökin fyrir því að selja Landsbankann eru á þá leið að ríkissjóður verði að endurheimta það fé sem sett var í endurreisn bankakerfisins. Nú er það svo að Landsbankinn hefur greitt ríkissjóði samtals rúmlega 54 milljarða króna í arð fyrir rekstrarárin 2012, 2013 og 2014. Þess má geta að upphafleg kostnaðaráætlun vegna byggingar nýs Landspít- ala hljóðaði upp á 85 milljarða króna. Kannski hugsa sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins að það sé alveg agalegt að ríkið eigi banka. Það megi ekki spyrjast út að þeir hafi haldið óbreyttu eignarhaldi á þess- um banka, hægrimennirnir sjálfir! Ég er ekki rödd annars en sjálfs mín en ég þykist vita og er raunar nokkuð viss í minni sök að meginþorri almenn- ings hefur engan áhuga á frjálshyggjukreddum. Að framansögðu virtu er ekkert sem kallar á einkavæð- ingu Landsbankans á þessum tímapunkti. Líkur eru á því að enginn græði á því nema þeir fjárfestar sem kaupa bank- ann sem munu hagnast vegna sífellt hærri þjónustugjalda sem almenningur greiðir. Því má spyrja, hvað liggur á? Það er ekki skynsamlegt að einkavæða Landsbankann „af því bara“: Hvað liggur á? Markaðshornið Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@stod2.is Það er alvar- legur fákeppnis- markaður á íslenskum fjár- málamarkaði og almenningur hefur ekkert val um það hvort það eigi í við- skiptum við banka eða ekki. 1 6 -0 9 -2 0 1 5 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 4 6 -2 3 3 0 1 6 4 6 -2 1 F 4 1 6 4 6 -2 0 B 8 1 6 4 6 -1 F 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.