Fréttablaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 2
4. maí 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FERÐAÞJÓNUSTA „Það er eitt að hafa nágranna sem maður þekkir, eða fjöldann allan af alls konar fólki sem maður þekkir ekki neitt,“ segir Jón Lárusson, íbúi á Selfossi sem sendi bæjaryfirvöldum bréf vegna ónæðis af gest- um á gistiheimili í næsta húsi. „Maður kannast við það sjálfur að þegar komið er inn á hótelherbergi þá fer maður í gluggann og horfir út. Í þessu gistihúsi er það garðurinn okkar sem gestirnir horfa á. Þegar svo ónæðið eykst, svo ekki sé talað um myndatökur, þá er einfaldlega mælirinn full- ur,“ segir Jón. Þótt fólk hafi tekjur af ferðaþjónustu segist Jón telja það vera hlutverk sveitastjórnar að gæta hagsmuna íbúanna. „Bæjarráð telur að þau atvik sem athugasemdirnar lúta að séu ekki þess eðlis að gengið sé gegn grenndar- rétti nágranna,“ var hins vegar svarið frá bænum. „Ef sveitarstjórnin telur þetta ekkert mál og enga truflun, þá erum við tilbúin að skipta á fasteign við hvaða sveitastjórnarfulltrúa sem er í sumar. Það ætti ekki að vera neitt vandamál fyrir þau að taka boðinu, þar sem þetta er ekkert ónæði og að því er virðist full- komlega eðlilegt að teknar séu myndir af fólki og heimilum þeirra,“ segir Jón Lárusson. - gar Selfyssingur hefur fengið sig fullsaddan af glápi og myndatökum gesta í gistiheimili í næsta húsi: Býður bæjarfulltrúum að skipta á heimili GAGNKVÆM MYNDATAKA Jón Lárusson tók á dög- unum mynd af fólki sem tók myndir inn í garð hans. MYND/JÓN LÁRUSSON KOSTA RÍKA Yfirvöld í Kostaríka hafa lýst 100 kílómetra strand- lengju við ríkið sem neyðar- svæði eftir að flutningaskip fullt af spilliefnum sökk síðastliðinn laugardag. Skipið var að flytja um 200 tonn af ammóníumnítrati í áburð- ar- og sprengiefnaframleiðslu. Yfirvöld hafa ráðlagt fólki frá því að synda í sjónum og stunda veiðar á meðan áhrif spilliefn- anna á lífríki sjávar eru könnuð. Almannavarnir Kosta Ríka hafa gefið út myndefni sem sýnir dauða fiska á floti sem gætu hafa látist vegna lekans. - srs 200 tonn af efni í sjóinn: Spilliefni í sjó við Kostaríka Snæfríður Ingadóttir er sjónskert og skilgreind sem lögblind. For- eldrar hennar eru orðnir lang- þreyttir á úrræða- og skilnings- leysi sem Snæfríður mætir vegna fötlunarinnar. Fjölskyldan býr í Kópavogi og hefur nú ákveðið að stefna bænum vegna skorts á þjónustu. „Þegar það er mikil birta úti, snjór eða sólskin, þá er Snæfríður nánast alveg blind og getur ekki farið ferða sinna sjálf. Þá þurfum við að skutla henni í og úr skóla, í tómstundir og félagslíf. Ef hún byggi í öðru sveitarfélagi hefði hún rétt á leigubílaþjónustu eins og aðrir lögblindir. En það er ekki í boði hér í Kópavogi,“ segir Ragn- hildur Bjarkadóttir, móðir Snæ- fríðar. Snæfríði hefur verið boðið að taka rútu með börnum sem eru í námsveri í skólanum, sem eru sérstök úrræði. Snæfríður geng- ur aftur á móti í almennan bekk enda afbragðs námsmaður. „Hún vill ekki þiggja far með rútunni. Hún myndi frekar sleppa því og einangra sig enda er erfitt fyrir unglingsstúlku á viðkvæmustu árum sínum að vera sett í hóp með börnum sem stríða við annars konar fötlun. Það þarf að sníða þjónustuna að hennar þörfum en ekki láta hana laga sig að þeirri þjónustu sem er í boði fyrir aðra. En það á alltaf að láta eitt ganga yfir alla þá sem eru fatlaðir.“ Ragnhildur segir Kópavogsbæ ekki hafa boðið upp á neinar sam- ræður og því hafi þau foreldrarn- ir ákveðið að fara hina lögbundnu leið. Hún segir skólasögu Snæ- fríðar einnig hafa oft einkennst af skilningsleysi og skorti á viðleitni. Í skólanum skorti oft svigrúm til að taka Snæfríði eins og hún er. „Skóli án aðgreiningar er fallegt á blaði en það skilar sér ekki alltaf í framkvæmd. Það er farið í ferðir án þess að hugsa um hvernig hægt sé að sníða ferðina að þörfum Snæfríðar og hefur komið fyrir að hún geti ekki farið með. Síðastliðin ár hefur Snæ- fríður setið í handavinnutímum og mjög oft upplifað að ekki sé komið til móts við þarfir hennar. Hún situr í landafræðitíma í heil- an klukkutíma án þess að vera með því hún sér ekki á landa- kortið. Það eru til svo mörg dæmi sem sýna okkur að þarna vanti ákveðna viðleitni.“ Ragnhildur segir að samstarfið við skólastjórann hafi verið gott í gegnum tíðina en þau hafi síður mætt skilningi af hálfu kennar- anna, enda séu kröfur á kennara ef til vill of miklar. Hún segir skorta fræðslu og upplýsingu um fötlun og þá sérstaklega um lögblindu, sem er afar sjaldgæf. Þjónusta sem börn með algengari fatlanir og raskanir fá henti Snæ- fríði engan veginn. „Einfaldar beiðnir eins og að fá námsgögn við hennar hæfi hafa oft ekki komist til skila og þetta er stanslaus barátta um grundvallar- atriði. Svo fær maður þau svör frá fólki sem Snæfríður þarf að eiga í samskiptum við, alls staðar í sam- félaginu, að það gleymi því stöð- ugt að hún sé lögblind eða það hafi ekki gert sér grein fyrir tak- mörkunum hennar. Maður heyrir það aftur og aftur – en er þetta gleymska eða áhugaleysi?“ erlabjorg@frettabladid.is Einangrar sig frekar en að fara í rútunni Snæfríður Ingadóttir er lögblind en fær ekki leigubílaþjónustu. Foreldrarnir stefna Kópavogsbæ vegna málsins. Móðir hennar segir einnig skort á skilningi í grunn- skólanum en Snæfríður er til dæmis skilin eftir þegar bekkurinn fer í ferðir. MÆÐGURNAR Snæfríður segist ekki vilja fara með rútu í skólann. „Það er frekar skrýtið, ég á ekki að þurfa að fara í þessa þjón- ustu. Ég get alveg séð um þetta sjálf,“ segir Snæfríður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Hún situr í landa- fræðitíma í heilan klukku- tíma án þess að vera með því hún sér ekki á landa- kortið. Það eru til svo mörg dæmi sem sýna okkur að þarna vanti ákveðna viðleitni. Ragnhildur Bjarkadóttir, móðir Snæfríðar. STJÓRNMÁL „Þetta eru ótrúlega góðar undirtektir. Það er greini- legt að þetta hefur hitt í mark,“ segir Bolli Héðinsson, einn þeirra sem standa að undirskriftasöfnun á vefnum Þjóðareign. Yfir 27 þús- und manns höfðu ritað nafn sitt í undirskriftasöfnunina á níunda tímanum í gærkvöldi. Vefsíð- an hafði þá verið í tvo og hálfan sólar hring í loftinu. Í stuttu máli má segja að skor- að sé á Ólaf Ragnar Grímsson forseta Íslands að vísa í þjóðar- atkvæðagreiðslu makrílfrum- varpi Sigurðar Inga Jóhanns- sonar sjávar útvegsráðherra. - jhh Ánægður með undirtektir: Yfir 27 þúsund skrifa undir VEÐUR Nánast sama veðrið og var í gær. Áfram smávegis él norðan og austan til, en fyrir sunnan og vestan er lítið lát á sólinni og líklega tilefni til að minna á sólarvörn á þeim slóðum. 4° 2° -1° -6° -2° 3 2 6 2 8 SJÁ SÍÐU 20 ef keypt eru 10 stk. – annars 50 kr. stk. 40 Veldu einhverja 10 ávexti á ávaxtamarkaði Krónunnar og þú borgar... NEPAL Fórnarlamb jarðskjálftans í Nepal stendur fyrir utan rústir húss síns. Húsið hrundi í jarðskjálftanum í síðustu viku. Mörg hús og byggingar í höfuðborginni eyðilögðust í skjálftanum sem var 7,8 að stærð og fleiri minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Að minnsta kosti 7.000 létu lífið og enn er fólks leitað í rústunum. - vh / sjá síðu 10 Enn er leitað í rústunum í Nepal en fjölmargra er saknað: Mikil eyðilegging og örvænting RÚSTIR EINAR Konan stendur hér fyrir framan hús sitt sem hrundi í skjálft- anum. NORDICPHOTOS/GETTY 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 8 -0 B 1 C 1 6 3 8 -0 9 E 0 1 6 3 8 -0 8 A 4 1 6 3 8 -0 7 6 8 2 8 0 X 4 0 0 1 B F B 0 5 6 s _ 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.