Fréttablaðið - 04.05.2015, Side 10

Fréttablaðið - 04.05.2015, Side 10
4. maí 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 10 Nú stærriog safameiri *Þú velur Coca-Cola, Coca-Cola light eða Coca-Cola zero 1499 tvennankr. Heill grillaður kjúklingur og 2 lítrar af Coca-Cola* – fyrst og fre mst ódýr! LÍBÍA Um það bil 5.800 flóttamönn- um var bjargað á hafi nærri Líbíu á laugardag og sunnudag. Bæði frönsk og ítölsk björgunarlið tóku þátt í að koma fólkinu úr hættu- legum aðstæðum. Fólkið var síðan flutt til Ítalíu. BBC-fréttastofan segir að hið minnsta 1.750 flóttamenn hafi far- ist á þessu ári við það að reyna að komast yfir Miðjarðarhafið. Á sama tíma í fyrra fórust 96 manns við sömu aðstæður og er aukningin því tuttuguföld. Búist er við því að mun fleiri flóttamenn reyni að fara yfir Mið- jarðarhafið á næstu vikum þegar veðrið verður skaplegra en það hefur verið í vetur. Þá létust þrír flóttamenn á sunnudagsmorg- un þegar bátur sökk við strendur Egyptalands. Þrjátíu og einum flóttamanni var bjargað í þeirri aðgerð. Leiðtogar Evrópusambandsins sögðu á blaðamannafundi í síðasta mánuði að þeir hygðust þrefalda fjármagnið sem Frontex, landa- mæragæsla Evrópusambandsins, nýtir í björgunaraðgerðir. Þá var því einnig hótað að bátar þeirra sem smygla flóttafólki yrðu beitt- ir hervaldi. Ítalía stöðvaði björgunaráætlun í fyrra eftir að nokkur aðildarríki Evrópusambandsins sögðust ekki hafa efni á að fjármagna verkefnið. Þessi ákvörðun sætti harðri gagnrýni í apríl eftir að meira en 800 manns fórust þegar bátur sökk. Það var stærsta slys sem orðið hefur á Miðjarðarhafinu. Tuttugu og sjö komust lífs af og lýstu þeir því hvernig smygl- ar arnir lömdu þá til þess að koma fleiri flóttamönnum á bátinn. Skip- ið sigldi á flutningaskip eftir að það lagði úr höfn við Líbíu og olli það mikilli skelfingu um borð. Þeir sem fórust voru einkum Sýrlend- ingar, Erítreumenn og Sómalar, fullorðnir og börn. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur sagt að það þurfi að verja miklu meira fé en Evrópu- sambandið gerir núna til þess að fást við flóttamannavandamálið á Miðjarðarhafi. Reuters segir að hvergi séu fleiri flóttamenn en í Ítalíu. Werner Faymann, kanslari Austurríkis, sagði í fréttaviðtali í gær að Evrópusambandið þyrfti að setja upp kvótakerfi og önnur aðildarríki Evrópusambandsins samþykkja að taka á móti fleiri flóttamönnum til þess að létta álag- inu af Ítalíu, Grikklandi og Möltu. Reuters býst jafnframt við því að nokkur aðildarríkin, meðal ann- ars Bretar og Ungverjar, mótmæli þessum tillögum. Viktor Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, sagði á föstudag- inn að aðildarríkin ættu að fá að setja sínar eigin reglur varðandi flóttamenn og að Ungverjar vildu ekki taka á móti flóttamönnum. jonhakon@frettabladid.is Nær sex þúsund á flótta bjargað á Miðjarðarhafinu Tæplega 6000 flóttamönnum var bjargað á hafi nærri Líbíu um helgina. Nærri 1.800 flóttamenn hafa farist á leið yfir hafið á þessu ári. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur þörf á meira fé til að fást við vandann. ÍTALIR BJARGA FLÓTTAFÓLKI Þúsundum manna var bjargað úr hættulegum aðstæðum á hafi um helgina. NORDICPHOTOS/AFP NEPAL Þremur var bjargað úr rústum heimila sinna í borginni Katmandú í Nepal um helgina, viku eftir öflugan skjálfta sem lagði borgina í rúst. Þetta vakti von í brjósti íbúa í borginni. Aftur á móti fundust einnig 50 lík, að því er Reuters-fréttastof- an greindi frá. Tala látinna eftir jarðskjálft- ann sem reið yfir 25. apríl er nú komin upp í rúmlega 7.000. Lík- legt þykir að sú tala muni hækka enn frekar. Talskona bandaríska hersins sagði í gær að gert væri ráð fyrir því að bandarískir herflugmenn byrjuðu þá þegar að aðstoða við að ferja nauðsynjar til dreifbýlisstaða fyrir utan höfuðborgina. Jamie McGoldrick, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, segir að yfirvöld í landinu verði að slaka á tollatakmörkunum, en tafir þykja hafa orðið á flutningi neyðar- gagna í gegnum flugvöllinn á Katmandú. Það er eini alþjóða- flugvöllurinn í landinu. Eyðileggingin er gríðarleg víða í landinu. Ganga Sagar Pant, yfir- maður Klifurfélags Nepal, sagði við BBC-fréttastofuna að allt þorpið í Langtang í norðurhluta landsins hefði þurrkast út. „Það eina sem stendur eftir eru tösk- ur og kápur, öll hús í fjallinu eru hrunin,“ sagði hann. Þorpið er á vinsælli gönguleið. Þar voru 55 gestahús. Á þessari stundu er ekki ljóst hve marg- ir voru staddir í þorpinu þegar skjálftinn reið yfir. - jhh Tala látinna í Nepal er komin yfir 7.000 og talið er að hún muni hækka enn frekar á næstu dögum: Þremur bjargað úr rústum húsa í Nepal HLÚÐ AÐ SLÖSUÐUM Hjúkrunarfólk hvaðanæva að hefur veitt Nepölum aðstoð. Hinn fimmtán ára gamli Pemba Tamang fékk aðhlynningu hjá Ísraelum strax eftir að hann fannst. NORDICPHOTOS/AFP NÍGERÍA Konur sem losnuðu á dögunum úr haldi Boko Haram í norðurhluta Nígeríu segjast hafa upplifað hreina skelfingu í haldi þeirra. Þær segja að liðsmenn Boko Haram hafi grýtt nokkrar kvennanna sem teknar voru í gísl- ingu til bana þegar þær óhlýðnuð- ust fyrirmælum þeirra. Þúsundir hafa fallið fyrir hendi Boko Haram frá því að samtök- in hófu skæruhernað sinn til að byggja upp hið svokallaða „Ísl- amska ríki“. - jhh Skelfilegt ofbeldi í Nígeríu: Grýttu konur til bana BANDARÍKIN Blúsgítaristinn BB King hefur tilkynnt aðdáendum sínum að hann hljóti nú líknar- meðferð heima hjá sér. King dvaldi á spítala í stutta stund fyrir fáeinum dögum. Hann er 89 ára gamall og hefur verið með sykursýki 2 í yfir 20 ár. Hann hefur ítrekað verið lagður inn á spítala undanfarið. BB King er talinn einn allra besti gítaristi sögunnar. King spilaði opinberlega allt fram á síðasta ár þegar hann þurfti að hætta vegna ofþreytu. - jhh Sjúkrahúslegan að baki: Í líknarmeðferð heima hjá sér DÁÐUR BB King spilaði opinberlega allt þangað til í fyrra. NORDICPHOTOS/AFP BRETLAND David Cameron, for- sætisráðherra Breta, segir að hann verði ekki forsætisráðherra í næstu ríkisstjórn ef hann getur ekki staðið við loforð um þjóðar- atkvæðagreiðslu varðandi áfram- haldandi aðild að Evrópusamband- inu. Nick Glegg, aðstoðarforsætis- ráðherra og formaður Frjáls- lyndra demókrata, útilokar ekki að flokkur hans gangi að slíkum skil- yrðum. Frjálslyndir demókratar og Íhaldsflokkur, flokkur Came- rons, hafa staðið saman að meiri- hlutastjórn í Bretlandi frá 2010. Verkamannaflokkurinn er and- vígur hugmyndunum. - jhh Cameron stendur fast á sínu: ESB-kosning yrði skilyrði sinnum fl eiri fl óttamenn hafa farist á Miðjarðarhafi í ár en á sama tíma í fyrra. 20 BANDARÍKIN Yfirvöld í Baltimore afléttu í gær nætur útgöngubanni sem sett var á í liðinni viku vegna óeirða sem urðu í vikunni. Óeirðirnar má rekja til þess að blökkumaður lést á meðan hann var í haldi lögreglunnar. Andlát mannsins er rannsakað sem morð og geta sex lög- regluþjónar búist við því að verða ákærðir vegna málsins. Þeir neita þó allir sök. Hinn látni, Freddie Gray, var 25 ára gamall. Hann var handtekinn hinn 12. apríl síðastliðinn og lést viku seinna af völdum áverka sem hann hlaut í lögreglubíl. Á meðan útgöngubannið gilti mátti fólk ekki fara út milli klukkan 22 á kvöldin og 5 á nóttunni. Búist var við að það myndi gilda í að minnsta kosti einn dag í viðbót. BBC greinir hins vegar frá því að Stephanie Rawlings-Blake, borgarstjóri í Balti- more, hefði sagt á sunnudagsmorgun að hann vildi ekki að útgöngubannið stæði lengur en nauðsynlegt væri. Marilyn Mosby, saksóknari í Baltimore, gerði ákærurnar á hendur lögreglumönnunum opinberar á föstudaginn. Hún heldur því fram að handtakan hafi verið ólögleg. Verjandi mannanna segir þá hins vegar ekki hafa aðhafst neitt rangt. - jhh Borgarstjórinn í Baltimore gefur fólki frelsi á ný til að ferðast á nóttunni: Útgöngubanni aflétt í Baltimore KIRKJUGESTIR BIÐJA Íbúar í Baltimore báðu fyrir friði um helgina. NORDICPHOTOS/AFP 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 9 -6 4 B C 1 6 3 9 -6 3 8 0 1 6 3 9 -6 2 4 4 1 6 3 9 -6 1 0 8 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.