Fréttablaðið - 04.05.2015, Side 6
4. maí 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6
SVEITARSTJÓRNIR „Í ljósi niður-
stöðu kosninganna sér bæjar-
stjórn ekki forsendur til að fara í
viðræður um sameiningu en lýsir
yfir vilja til áframhaldandi far-
sæls samstarfs sveitarfélaganna
á milli,“ segir bæjarstjórn Ölfuss
eftir rafræna íbúakosningu þar
sem kannaður var vilji til samein-
ingar við önnur sveitarfélög.
Af þeim sem greiddu atkvæði
voru 304 hlynntir viðræðum en
308 andvígir. Þegar spurt var við
hvaða sveitarfélag Ölfus ætti að
ræða, væri meirihlutinn hlynntur
sameiningu, þá nefndu 286 Hvera-
gerði, 214 Grindavík, 81 Árborg
og 96 annað sveitarfélag. Það hafa
helst verið Hvergerðingar sem
sýnt hafa sameiningu áhuga. - gar
Mjótt á munum í Ölfusinu:
Sameining ekki
lengur í skoðun
ÞORLÁKSHÖFN Fjögur atkvæði skildu
að. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
JEMEN Mannréttindavaktin (e.
Human Rights Watch) segist búa
yfir sönnunargögnum þess efnis
að Sádi-Arabar hafi beitt klasa-
sprengjum frá Bandaríkjunum í
hernaði sínum í Jemen. Flest ríki
heims hafa bannað notkun klasa-
sprengna en 116 ríki hafa skrifað
undir sáttmála þess efnis. Hvorki
Sádi-Arabía né Bandaríkin eru á
meðal þeirra ríkja sem hafa skrif-
að undir.
Klasasprengjur eru smáar
sprengjur sem dreifast yfir stórt
svæði. Þær eiga það til að springa
ekki og verða eftir á jörðinni sem
getur reynst óbreyttum borgurum
hættulegt. - srs
Klasasprengjur í Jemen:
Nota mögulega
ólögleg vopn
SVONA ERUM VIÐ
Grøn Balance
fæst í Krónu
nni
Hafðu það grænt
og njóttu lífsins
10,2 prósent kvenna á Ís-landi á aldrinum
20-29 ára reyktu á árinu 2013. Það
er mikil fækkun frá 1993 þegar 24,8
prósent kvenna í þessum aldurshópi
reyktu.
SAMGÖNGUR Þótt vegir séu að
mestu greiðfærir á Suðurlandi og
Vesturlandi er víða erfiðara um
vik. Þannig er til dæmis þungfært
norður í Árneshrepp á Ströndum
samkvæmt upplýsingum frá Vega-
gerðinni. Öxi og Breiðdalsheiði
eru ófærar.
Í gær var snjóþekja og skafrenn-
ingur á Steingrímsfjarðarheiði
og á Þröskuldum og hálkublettir
á Gemlufallsheiði, á Hálfdáni og
Möðrudalsöræfum. Byrjað er að
loka hálendisvegum vegna hættu á
vegaskemmdum. - gar
Ekki alls staðar greiðfært:
Þungfært fyrir
Strandamenn
SAMFÉLAG Hjálpræðisherinn á
Íslandi er 120 ára um þessar
mundir og er áfanganum fagnað
alla þessa viku.
„Það er bullandi vöxtur núna,
mikið að gerast hjá okkur út af
ýmsum félagsmálum,“ segir
Sigurður Ingimarsson, kafteinn
hjá Hjálpræðishernum. „Við
erum að vinna mjög gott starf
með borginni með heimilislausa
á Granda,“ segir Sigurður. Einnig
sé starfsemi í Mjódd og í Reykja-
nesbæ.
Í Mjóddinni er Hjálpræðisher-
inn með fjölskyldu- og fjölmenn-
ingarsetur. „Við erum að hjálpa
fólki í Breiðholti. Það byrjaði með
matargjöfum, en síðan erum við
að kenna útlendingum íslensku og
höfum verið með ýmis námskeið,
til dæmis sjálfshjálparnámskeið.
Við erum að hjálpa fólki inn í sam-
félagið,“ segir Sigurður. Í Reykja-
nesbæ er Hjálpræðisherinn að
vinna með hælisleitendum, til að
bæta stöðu þeirra.
Sigurður segir að fólk taki
Hjálpræðishernum allt öðruvísi
núna en það gerði áður. „Mér
finnst það, fólk er orðið miklu
opnara. Það hafa alltaf verið ein-
hverjir fordómar í gangi í þessi
120 ár. En það hefur breyst svo-
lítið því hér einu sinni var stað-
an hjá mönnum í Hjálpræðishern-
um þannig að þeir voru dregnir í
strigapokum og menn ætluðu að
drekkja þeim bara. Núna er það
ekkert lengur,“ segir Sigurður.
En það sé mikill velvilji gagnvart
Hjálpræðishernum núna. - jhh
Hjálpræðisherinn á Íslandi á 120 ára afmæli. Áfanganum er fagnað með viðburðaríkri afmælisviku:
Finnur minni fordóma gagnvart Hernum
Í DAGSETRINU Herinn hefur um árabil
rekið athvarf fyrir utangarðsmenn.
FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
VIÐSKIPTI Hagnaður Isavia ohf.
var tæplega einum milljarði minni
á árinu 2014 en hann var árið á
undan. Hagnaðurinn nam 2,17
milljörðum í fyrra en 3,16 millj-
örðum árið á undan.
Þrátt fyrir aukin umsvif ferða-
þjónustunnar drógust rekstrar-
tekjur fyrirtækisins saman, voru
16,19 milljarðar króna í fyrra
en 14,43 milljarðar króna árið
á undan. Eignir félagsins nema
39,95 milljörðum og eigið fé er
16,71 milljarður króna. - jhh
Isavia ohf. skilar ársreikningi:
Milljarði minna
í hagnað
Í KEFLAVÍK Hagnaður Isavia nam 2,17
milljörðum króna í fyrra.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
VOGAR Óánægju gætir með heim-
sókn Gídeonfélagsins í Stóru-Voga-
skóla á Vatnsleysuströnd þar sem
félagið afhenti börnum í 5. bekk
Nýja Testamentið að gjöf. For-
eldrar barnanna voru ekki látnir
vita fyrir fram um heimsóknina.
„Mistök sem skrifast á mig,“ segir
Svava Bogadóttir, skólastjóri Stóru-
Vogaskóla.
Ingibjörg Axelsdóttir, foreldri
barns í 5. bekk skólans, undrast
að hafa ekki verið látin vita að
til stæði að félagið afhenti börn-
um trúarrit kristinna manna. „Ég
hefði viljað vita að þetta stæði
til því þá hefði ég getað rætt við
mitt barn um þetta. Þetta finnst
mér vera trúboð og að mínu mati á
trúboð ekki heima í grunn skólum
landsins. Af því tilefni sendi ég
póst á bæjaryfirvöld þar sem ég
spurði út í verklagsreglur um
svona heimsóknir og hvort ekki
væri æskilegt að setja sér skýrar
reglur,“ segir Ingibjörg.
Þann 29. apríl síðast-
liðinn var málið tekið
fyrir á bæjar stjórnar-
fundi í Vogum. Var bréf
Ingi bjargar lagt fram sem
og nýjar verklagsreglur
grunnskólans sem settar
voru í kjölfar athugasemd-
ar foreldra. Verklagsreglur
voru samþykktar á þeim bæj-
arstjórnarfundi.
Svava Bogadóttir, skóla-
stjóri Stóru-Vogaskóla, segir
ekki um trúboð að ræða þegar
kristnir trúarhópar útdeila trúar-
ritum kristinna manna til grunn-
skólabarna.
„Þessari heimsókn var þannig
háttað að Gídeonfélagið kom og
afhenti eingöngu þeim börnum sem
vildu Nýja Testamentið. Við teljum
ekki um trúboð að ræða. Í kjölfar
heimsóknarinnar ákváð-
um við að setja okkur
verklagsreglur um heim-
sóknir trúar- og lífsskoð-
unarfélaga. Eftirleiðis
verða engin trúarrit
afhent fyrr en að lokn-
um skóladegi. Einnig
verða foreldrar hafðir
með í ráðum,“ segir
Svava.
Ingibjörg segir
verklags reglur bæj-
arins þurfa að vera í
ætt við þær sem tíðkast í Reykja-
vík. „Það er mín skoðun að trúar-
félög eigi ekkert að vera í grunn-
skólum landsins,“ segir Ingibjörg.
Svava segir það hafa verið mis-
tök að láta foreldra ekki vita af því
að félagið ætlaði sér að útdeila Nýja
Testamentinu til barna í skólan-
um. „Að sjálfsögðu hefði það verið
æskilegra að hafa samband við for-
eldra. Við tökum athugasemdina
fegins hendi og skerpum á vinnu-
reglum hvað þetta varðar. Það eru
mistök að láta ekki foreldra vita og
skrifast þau mistök á mig,“ segir
Svava. sveinn@frettabladid.is
Skólastjóri segir gjöf
Gídeons ekki trúboð
Foreldrar barna í Stóru-Vogaskóla voru ekki látnir vita af heimsókn Gídeonfélags-
ins. Félagið gaf börnum í 5. bekk Nýja Testamentið. „Fann bókina í skólatösku
barnsins míns,“ segir móðir barns í 5. bekk. „Ekki trúboð,“ segir skólastjóri.
VOGAR Á VATNSLEYSUSTRÖND Verklagsreglur um heimsóknir trúar- og lífsskoð-
unarhópa voru samþykktar eftir fyrirspurn móður barns í 5. bekk. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
VELFERÐARMÁL 93 prósent
íslenskra barna sem eiga mjög
auðvelt með að fá umhyggju frá
foreldrum sínum eru hamingju-
söm.
Umhyggja
frá foreldrum
er sterkast i
þátturinn þegar
kemur að ham-
ingju barna.
Þetta kemur
fram í rann-
sókninni Ungt
fólk sem gerð
var á 14-15 ára
börnum á tíu
ára tímabili, frá árinu 2000 til
2010.
„Það að það sé traust, að börn
upplifi að hlustað sé á þau og
þau geti leitað til foreldra sinna,
skiptir meira máli en fjöldi tíma
sem foreldrar verja með börnum
sínum. Hér skipta gæðin meira
máli en fjöldi tíma,“ segir Dóra
Guðrún Guðmundsdóttir, sviðs-
stjóri hjá Embætti Landlæknis.
Rannsóknin er hluti af doktors-
verkefni hennar.
„Það nægir ekki að vera ein-
göngu líkamlega til staðar. For-
eldrar þurfa líka að vera andlega
til taks. Ef fólk þarf að svara
tölvupósti eða símanum er gott
að gefa sér tíma í það en leggja
svo frá sér símann eða tölvuna
og vera heilshugar til staðar.
Nútvitundarþjálfun er góð til að
ná þessu markmiði.“
Dóra segir aukningu vera í
hamingju unglinga enda virðist
íslenskir foreldrar gefa sér meiri
tíma með börnum sínum en áður.
„Aftur á móti eru tíu prósent
barna á Íslandi óhamingjusöm
og við þurfum að huga vel að
þeim.“ -ebg
Aðgengi að umhyggju foreldra er börnum mikilvægara en samverustundir:
Foreldrarnir sleppi símanum
HAMINGJA Niðurstöður rannsóknar-
innar sýna að íslenskir unglingar eru
hamingjusamari nú en fyrir tíu árum.
Nærvera og umhyggja skipta höfuðmáli.
DÓRA GUÐRÚN
GUÐMUNDS-
DÓTTIR,
Gídeon-
félagið kom
og afhenti
eingöngu
þeim börnum
sem vildu
Nýja Testa-
mentið.
Svava Bogadóttir,
skólastjóri Stóru-Vogaskóla.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
9
-1
0
C
C
1
6
3
9
-0
F
9
0
1
6
3
9
-0
E
5
4
1
6
3
9
-0
D
1
8
2
8
0
X
4
0
0
5
B
F
B
0
5
6
s
_
3
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K