Fréttablaðið - 04.05.2015, Side 42

Fréttablaðið - 04.05.2015, Side 42
4. maí 2015 MÁNUDAGUR| MENNING | 22 Íslenskan er ekki móðurmálið mitt og því biðst ég afsökunar ef mér verða á einhver mismæli. (Þið ættuð að heyra hreiminn hjá mér. Meðan ég bjó á Íslandi var ég marg- oft spurður af löggunum hvort ég væri blindfullur, þegar þær stopp- uðu mig á bílnum eftir miðnætti og ég byrjaði að tala!) Á þessum spaugsömu nótum byrjar bréf frá Ægi Sverrissyni, háskólakennara í Sofíu í Búlgaríu, eftir að ég hef haft samband við hann í tölvupósti. Tilefnið er að mér barst í hendur falleg bók sem inniheldur Völuspá sem hann og hin búlgarska Jana Chankova hafa þýtt yfir á búlgörsku. Ægir lýsir samstarfi þeirra svo: „Jana Chankova er sérfræðing- ur í fornensku og málfræði fornra mála. Hún er dósent hjá háskólan- um í Blagoevgrad, sem er sá þriðji stærsti í Búlgaríu. Í starfi sínu notar hún forníslensku og vinnur af miklum eldmóði að öllu sem snert- ir íslensku. Þegar við byrjuðum að þýða Codex Regius, Konungsbók Eddukvæða, gerði hún grófa þýð- ingu á kvæðunum yfir á búlgörsku en mitt hlutverk var að setja þau upp og leiðrétta textann. Það var létt verk af minni hálfu að leiðrétta þýðingu hennar.“ Fyrir þessa vinnu segir Ægir þau „auðvitað“ ekkert fá borgað. Meira að segja hafi hann sjálfur greitt fyrir útgáfuna á Hávamálum og Völuspá. „Núna erum við að klára Lokasennu en hvort hún kemur út er enn óljóst.“ Hann kveðst hafa reynt að fá Íslending sem sé að vinna í Búlgaríu til að lesa upp úr bókunum en það hafi ekki gengið og því sjái hann um þann þátt sjálfur. „Þegar fólk forvitnast um hvort það sé ekta íslenska sem hljómar í upplestrinum þá segi ég alltaf að það sé reyndar hreimur víkinganna á 12. öld. Guði sé lof að enginn getur sagt hvernig íslenskan hljómaði þá!“ Getur orðið götuspilari Ægir kveðst engin laun fá fyrir þýð- ingar nema um sé að ræða skjöl og pappía, sem sé frekar sjaldgæft. Spurður hvort hann lesi mikið á íslensku svarar hann: „Ekki eins og mig langar. Ég vinn tíu tíma á dag, sex daga í viku í fyrirtæki mínu sem er í innréttingaviðskipt- um, kenni norræn fræði í háskól- anum í Sofíu, kenni líka búlgarska þjóðdansa, sæki tíma í fiðluspili og þýði á nóttunni, svo lítill tími gefst til lesturs.“ Hann kveðst telja góða fjárfestingu að læra á fiðlu. „Þegar ég verð kominn á eftirlaun get ég unnið fyrir matnum mínum sem götuspilari!“ Margir hafa áhuga á íslensku í Búlgaríu, að sögn Ægis, en kenn- ara vantar. „Stundum gef ég stúd- entum aukatíma í íslensku því eng- inn nær góðum tökum á málinu í einni kennslustund í viku. Ég veit að margir stúdentanna reyna að fá styrk til að komast til Íslands og þó nokkrum hefur tekist það. Núna eru kannski um tíu á Íslandi sem voru nemendur mínir.“ En þekkja Búlgarar almennt íslenskar bókmenntir? „Fólk þekk- ir Laxness gegnum önnur tungumál eins og þýsku og ensku og Íslands- klukkan er vinsæl. Í desember síðastliðnum var hér stór bók- menntahátíð og Ófeigur Sigurðsson var í heimsókn að tala um bókina sína um Jón. Bókin vakti áhuga og það sama er að segja um Skugga- Baldur sem Sjón kynnti hér. Að gefa út bækur hér er ekkert mál en pen- ingana vantar. Þess vegna eru yfir- leitt gefnar út „bestsellers“ bækur og íslenskur skáldskapur er frekar óþekktur í Búlgaríu. Við erum að reyna að bæta úr því.“ Ægir verður ekki var við marga Íslendinga í Búlgaríu. „Ég er alltaf að reyna að fá elsku Gunnu frænku mína (Guðrúnu Sverrisdóttur) til að koma að heimsækja mig, ásamt öðru frændfólki mínu. Það er yndis- legt fólk. Ég hitti það síðast þegar ég var á Íslandi fyrir þremur eða fjórum árum því þá höfðum við ættarmót. Ég sakna þess tíma og vona að ég komi bráðum til Íslands aftur.“ Dóttirin er af skáldaætt Ægir á eina dóttur, Alexöndru. Hún ber ættarnafnið Sverrisson en hann segir hafa verið vandamál að fá hana skráða með því nafni „í gamla daga“ meðan Búlgaría var lokað land. „Alexandra býr í Þýskalandi nú og fer mun oftar en ég til Íslands með mömmu sinni. Hún talar ekki íslensku en bjargar sér ágætlega. Hún hefur líka erft mikið frá skáldaættinni sinni, var ekki nema 18 ára gömul þegar hún vann 1. verðlaun fyrir ljóðagerð í Búlgaríu.“ Að Íslendinga sið er Ægir að lokum spurður um veðrið. „Vorið er komið hér – 20 stiga hiti, allt grænt og ferskt,“ svarar hann og bætir við: „En það þýðir ekkert að lýsa því, fólk verður að koma og sjá það með eigin augum.“ Les með hreim víkinganna á 12. öld Ægir Sverrisson er Íslendingur að hálfu og þótt hann hafi búið í Búlgaríu alla tíð, að undanskildum fi mm árum, er hann mikill Íslend- ingur í hjarta sínu. Hann kennir norræn fræði kauplaust í Búlgaríu og þýðir íslenskar bókmenntir yfi r á búlgörsku í sjálfb oðavinnu. Á LÍFLEGUM NÓTUM Ægir að kynna íslenskar bókmenntir í menningarhöll Búlgaríu. Jana Chankova fylgist með og hefur gaman af. Á BÓKMENNTA- HÁTÍÐ Ófeigur Sigurðsson rithöfundur að svara spurningum um Jón, sem Ægir hefur þýtt yfir á búlgörsku og vekur lukku. Dagskráin átti að standa í tvo tíma en teygðist í þrjá tíma vegna fjölda fyrirspurna. BÓKARKÁPA Völuspá er nýkomin út í Búlgaríu. Faðir Ægis, Einar Ragnar Sverrisson, (Kristjánssonar sagnfræðings) lést í bílslysi þegar Ægir var aðeins þriggja ára gamall. Hann hafði farið til náms í sagn- og fornleifafræði til Austur-Þýskalands og kynnst þar hinni búlgörsku Nevena Kalawranova. Þau fluttu til Búlgaríu og þar hefur Ægir átt heima síðan fyrir utan fimm ár, frá 1988-1993 er hann bjó hér á landi og lærði íslensku fyrir útlendinga við HÍ. Síðar lauk hann meistaraprófi í íslensku við háskólann í Sofíu í Búlgaríu, auk þess að læra lögfræði. Uppruni Ægis ● Tíminn og vatnið íslensk ljóðasýnisbók útg. Litze 1999, Sofía ● Huldurit andans ljóð eftir Njörð P. Njarðvík útg. Artik-2001, 2005, Sofía ● Hávamál útg. Feneja, 2012, Sofía líka í rafrænu formi ● Skáldsaga um Jón & hans rituðu bréf til barnshafandi konu sinnar þá hann dvaldi í helli yfir vetur & undirbjó komu hennar & nýrra tíma, útg. Balkani, 2013, Sofía ● Völuspá útg. Roboread, 2013, Sofía líka í rafrænu formi ● Íslandsklukkan útgefandi Roboread, 2013, Sofía Af þessum bókum kostaði hann út- gáfu á Hávamálum og Völuspá. ● Er nú með Grafarþögn eftir Arnald Indriðason og Jarðnæði eftir Oddnýju Eiri í takinu. ÆGIR RITSTÝRÐI LÍKA: ● Svanurinn útg. Hemus 2000, Sofía ● Saga Íslands frá landsnámi til nútímans útg. Riva 2007, Sofía BÆKUR SEM ÆGIR HEFUR ÞÝTT Á BÚLGÖRSKU BÓKMENNTIR ★★ Morðin í Skálholti Stella Blómkvist MÁL OG MENNING Sögurnar af lögfræðingnum Stellu Blómkvist voru skemmtileg við- bót við annars fáskrúðuga glæpa- sagnaflóru á Íslandi þegar fyrsta bókin, Morðið í Stjórnarráðinu, kom út árið 1997. Síðan hefur mikið eldvatn runnið um kverkar, glæpa- sagan íslenska fullorðnast og, það sem meira er, tíminn hefur breytt þeim kröfum sem lesendur gera til góðra glæpasagna. Af því virðist höfundur Stellu hafa misst og held- ur sig enn við gömlu formúluna í nýjustu bókinni, Morðin í Skálholti. Hér er á ferðinni klassísk Stella, enn með öllum útjöskuðu frösunum og hin, að eigin áliti, ofurtöffaða aðal- hetja föst í sama fari og talsmáta. Það er pínlegt að enginn skuli hafa bent höfundinum á að rúmlega fer- tugar konur árið 2015 hugsa og tala ekki eins og sjötugur karl. Hér vant- ar endurmenntun og tímabært að beina þeirri ábendingu til höfundar að bæta nokkrum hressum konum um fertugt á vinalistann áður en hann skrifar næstu bók. Málin sem Stella fæst við í Morð- unum í Skálholti eru ekki smá í sniðum; tvöfalt morð, tvö manns- hvörf, njósnir sjálfstæðismanna um vinstri sinnaða á kaldastríðs- árunum, faðernispróf á dóttur Stellu og deyjandi móðir, en það er eins og höfundur hafi ekki nægan áhuga á glæpunum til að fylgja þeim almennilega eftir, eða kannski frek- ar að þeir séu of margir til að hann nái að gera hverja rannsókn fyrir sig nægilega spennandi til að halda athygli lesandans. Jafnvel Stella sjálf virðist missa áhugann í miðju kafi og skellir sér í frí til Flórída í miðri morðrannsókn. Af sjálfu leið- ir að erfitt er að æsa upp spennu þegar höfundurinn og söguhetjan halda ekki áhuga á viðfangsefn- inu. Hér eru þó stór mál undir og gremjulegt hvílíka fljótaskrift þau fá í með förum höfundar. Stelluaðdáendur munu þó án efa njóta þess að lesa þessa bók, hún er steypt í nákvæmlega sama mót og allar hinar bækurnar um konuna á silfurfáknum, sem kallar eigið hár gersemi, drekkur sitt eldvatn frá Tennessee, kallar lögreglumenn prúðupilta (!), hlutgerir konur sem hún á samskipti við og virðist hafa misst af síðustu tuttugu árum. Við hin yppum öxlum og snúum okkur að því að lesa glæpasögur með meira kjöti á beinunum. Friðrika Benónýsdóttir NIÐURSTAÐA: Klassísk Stellusaga með tilheyrandi talsmáta, en ekki nægilega fókuseruð og heldur ekki spennu. Ekki meira eldvatn UPPHAF VÖLUSPÁR MENNING 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 3 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 8 -3 2 9 C 1 6 3 8 -3 1 6 0 1 6 3 8 -3 0 2 4 1 6 3 8 -2 E E 8 2 8 0 X 4 0 0 2 A F B 0 5 6 s _ 3 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.