Fréttablaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 8
4. maí 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 8
SJÁVARÚTVEGUR Einar K. Guðfinnsson, for-
seti Alþingis, sér ekki ástæðu til að meta hæfi
Páls Jóhanns Pálssonar. Nýtt frumvarp sjávar-
útvegs ráðherra um kvótasetningu veiða á
makríl sem gengur inn í lögsögu Íslands gerir
ráð fyrir að fyrirtæki í eigu eiginkonu Páls
Jóhanns, sem áður var í eigu þingmannsins, fái
makrílkvóta að verðmæti tuga milljóna króna í
sinn hlut.
„Mér finnst ekki tímabært að skoða hæfi
þingmannsins. Hann hefur sjálfur gefið það út
að hann muni ekki greiða atkvæði um frum-
varpið. Þingmenn vinna oft og tíðum að frum-
vörpum sem hafa áhrif á persónulega hagi
þeirra, svo sem um skatta og uppbyggingu á
sínum heimasvæðum. Enda gilda ekki sömu
hæfisreglur um þingmenn og aðra embættis-
menn í stjórnsýslunni,“ segir Einar K. Guð-
finnsson, forseti Alþingis.
Fyrirtækið Marver ehf., sem er að fullu í
eigu eiginkonu Páls Jóhanns, fær úthlutað um
80 tonna kvóta ef frumvarp Sigurðar Inga
Jóhannssonar nær fram að ganga. Handfæra-
bátur í eigu útgerðarinnar, Daðey GK, veiddi á
síðasta ári um 170 tonn af makríl og hefur því
veiðireynslu af makríl.
Frumvarpið er nú í meðförum atvinnuvega-
nefndar og situr Páll Jóhann í nefndinni. Oddný
Harðardóttir, þingmaður S amfylkingarinnar,
gagnrýnir það að þingmaðurinn skuli ekki
sjálfur stíga til hliðar í þessari umræðu. „Mér
fyndist hann eiga að íhuga að segja sig frá
umræðum í nefndinni. Það væri skynsamlegt af
honum að gera það þótt ströng lagatúlkun segi
að hann sé ekki vanhæfur. Þetta er spurning
um hans eigin trúverðugleika sem og trúverð-
ugleika Framsóknarflokksins.“
Oddný gagnrýnir einnig hvernig frumvarpið
veiti útgerðum aðgang að auðlindinni á silfur-
fati og vill að þjóðin fái meira fyrir þessa auð-
lind. „Með frumvarpinu er stigið stórt skref í
átt til einkavæðingar auðlindar þjóðarinnar.
Þarna er verið að gefa útgerðum kvóta til mjög
langs tíma og afar erfitt verður fyrir sitjandi
stjórnvöld að segja upp þessum samningum.
Fyrir mína parta er óásættanlegt að setja svona
frumvarp á dagskrá með auðlindir þjóðarinnar
á meðan við höfum ekki fest í sessi auðlinda-
ákvæði í stjórnarskrá.“ sveinn@frettabladid.is
Forseti þingsins telur ekki
ástæðu til að meta hæfi Páls
Forseti Alþingis telur ástæðulaust að meta hæfi Páls Jóhanns Pálssonar. Fyrirtæki í eigu konu hans fær makríl-
kvóta í nýju frumvarpi. Þingmaður Samfylkingar telur frumvarpið stíga skref í átt til einkavæðingar auðlinda.
ALÞINGI
Frumvarp
sjávarútvegs-
ráðherra um
stjórnun veiða
á makríl er nú
í meðförum
atvinnuvega-
nefndar. Miklir
hagsmunir eru
undir enda hafa
makrílveiðar
skilað hundr-
uðum milljarða
í gjaldeyris-
tekjur.
Þetta er spurning
um hans eigin trúverðug-
leika sem og trúverðug-
leika Framsóknarflokks-
ins.
Oddný Harðardóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar.
1. Hvaða sérstaka skatt á stóriðjufyrir-
tæki vill fjármálaráðherra afnema?
2. Hver er áætluð fjárfesting í gagna-
verum á Íslandi á næstu 5-6 árum?
3. Hver er nýr formaður bankaráðs
Seðlabankans?
SVÖR:
1. Raforkuskatt. 2. Tuttugu milljarðar.
3. Þórunn Guðmundsdóttir.
HAFNARFJÖRÐUR „Starfsmanni
hafnarinnar var aldrei veitt
áminning,“ segir Steinunn Þor-
steinsdóttir, upplýsingafulltrúi
Hafnarfjarðar-
bæjar, vegna
fréttar í Frétta-
blaðinu síðast-
liðinn föstudag.
Í frét t i nni
sagði að ti l-
tekinn hafnar-
starfsmaður
hefði fengið
áminningu sem
síðar hefði verið dregin til baka.
Steinunn segir þetta ekki rétt
heldur hafi farið af stað áminn-
ingaferli „þar sem viðkomandi
var tilkynnt með bréfi að það
sé til skoðunar að veita áminn-
ingu,“ segir upplýsingafulltrúinn
og kveður ferlið vera þannig að
starfsmaðurinn fái tækifæri til
að koma með athugasemdir.
„Málið fór aldrei lengra og
í kjölfarið var honum tilkynnt
að það yrði látið niður falla.
Þannig að formleg áminning átti
sér aldrei stað,“ undirstrikar
Steinunn.
Þá segir Steinunn ekki rétt sem
fram kom í máli Gylfa Ingvars-
sonar, meðlims hafnar stjórnar,
að starfsmaður R3 ráðgjafar hafi
rætt við fyrrnefndan hafnar-
starfsmann um málefni hafnar-
innar. „Ráðgjafafyrirtækið hefur
ekki komið að málefnum Hafnar-
fjarðarhafnar,“ vísar upplýsinga-
fulltrúinn í svör sem Haraldur L.
Haraldsson bæjarstjóri lagði fram
í bæjarráði í lok mars.
- gar
Segja R3 ekki hafa rætt við hafnarstarfsmann:
Boðuð áminning
varð aldrei formleg
HAFNARFJARÐARHÖFN Minnihluti stjórnar hafnarinnar vill úttekt innanríkisráðu-
neytisins á áminningarmáli starfsmanns. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
UMFERÐ Báðir erlendu ferðamenn-
irnir sem fluttir voru á slysadeild
Landspítala eftir bílveltu austan
við Hvolsvöll á laugardag eru
útskrifaðir af gjörgæslu, annar
strax í fyrradag og hinn í gær.
Þyrla Landhelgisgæslunnar
flutti ferðamennina á spítalann.
Sveinn Kristján Rúnarsson yfir-
lögregluþjónn sagði ökumanninn
hafa misst stjórn á bílnum. - bá
Bílvelta austan Hvolsvallar:
Ferðamenn
af gjörgæslu
SÓTTIR Þyrla flutti ferðamennina á
Landspítalann. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
STEINUNN ÞOR-
STEINSDÓTTIR
VEISTU SVARIÐ?
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
9
-7
8
7
C
1
6
3
9
-7
7
4
0
1
6
3
9
-7
6
0
4
1
6
3
9
-7
4
C
8
2
8
0
X
4
0
0
7
B
F
B
0
5
6
s
_
3
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K