Fréttablaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 44
4. maí 2015 MÁNUDAGUR| LÍFIÐ | 24
Þú færð alltaf fimm pizzur
á verði fjögurra í Iceland
1 stór sæt kartafla
1 poki spínat
4-5 kjúklingabringur
1 krukka fetaostur
1 lítill rauðlaukur, skorinn fínt
heilsutómatar eða konfekttómatar,
skornir í bita
furuhnetur
balsamikgljái
Hitið ofninn í 180° gráður. Skrælið
sæta kartöflu og skerið í sneiðar.
Látið kartöflusneiðarnar í eldfast
mót, setjið smá ólífuolíu yfir, saltið
og piprið og setjið inn í ofn í 15 mín-
útur eða á meðan kjúklingurinn er
undirbúinn.
Skerið kjúklingabringurnar í
bita og lokið þeim á heitri pönnu.
Kryddið eftir smekk með t.d. fajitas-
kryddi.
Þegar kartöflurnar hafa verið í ofn-
inum í 15 mínútur eru þær teknar út.
Setjið spínat yfir sætu kartöflurnar
og kjúklinginn yfir spínatið. Stráið
tómötum og rauðlauk yfir og hellið
að lokum fetaostinum ásamt olíunni
yfir allt. Bakið í 30 mínútur í ofni.
Á meðan rétturinn er í ofninum
eru furuhnetur ristaðar á pönnu og
stráð yfir þegar rétturinn kemur úr
ofninum og balsamikgljáa dreypt yfir.
Uppskrift fengin af Ljufmeti.com
Kjúklingur
með kartöfl um,
spínati og fetaosti
Einfaldur kjúklingaréttur sem hentar
vel í upphafi vikunnar. Allt sett í eld-
fast mót og því lítið um uppvask.
Á laugardagsmorgun 2.maí eign-
uðust þau Kate Middleton og Vil-
hjálmur prins sitt annað barn,
litla stúlku. Fyrir eiga þau son-
inn Georg Alexander Louis, fædd-
an 22. júlí 2013. Litla prinsessan
fæddist á St. Mary‘s-sjúkrahúsinu
í London, líkt og bróðir hennar og
pabbi, klukkan 8. 34 um morgun-
inn og tók fæðingin einungis um
tvo klukkutíma. Er hún fjórða í
röðinni til að erfa krúnuna á eftir
afa sínum Karli, pabba sínum Vil-
hjálmi og bróður sínum Georg. Þá
er hún einnig eina stúlkan í röð-
inni á eftir langömmu hennar,
Elísabetu Englandsdrottningu.
Kate og Vilhjálmur kynntu
heiminn fyrir nýju prinsessunni
upp úr klukkan sex á laugardags-
kvöld, þegar þau stigu út á tröpp-
urnar á Lindo-álmu sjúkrahúss-
ins, líkt og þau gerðu með George.
Héldu þau heim á leið nokkrum
mínútum síðar.
Í gær komu bæði foreldrar Kate
og systir hennar Pippa í heimsókn,
ásamt Karli föður Vilhjálms og
Camillu eiginkonu hans.
Litla prinsessan deilir fæðingar-
degi sínum með óvenju mörgum
þekktum einstaklingum, en þar
má helst nefna tískuhönnuðinn
Donatella Versace, söngkonuna
Lily Allen, leikarann Dwayne „The
Rock“ Johnson og David Beckham,
sem sendi prinsessunni kveðju og
sagði að þetta væri svo sannarlega
ekki slæmur dagur til að fæðast.
Nýja prinsessan í
Buckingham-höll
Mikil gleði ríkir í Bretlandi þessa dagana eft ir að Kate Middleton og Vilhjálmur
prins eignuðust sitt annað barn á laugardagsmorgun. Stúlkan hefur ekki fengið
nafn enn og eru uppi veðmál hjá veðbönkum um líklegasta nafnið.
GULLFALLEG Prinsessan svaf þrátt
fyrir fagnaðarlæti og ljós frá mynda-
vélum. NORDICPHOTOS/GETTY
STOLTIR FORELDRAR Kate og Vilhjálmur með dóttur sína fyrir utan St. Mary‘s sjúkrahúsið í London.
06.00 Kate er lögð inn á Lindo-álmu St. Mary‘s-sjúkrahússins
með hríðir.
06.34 Tilkynning frá Kensington-höll um að Kate sé komin á sjúkrahúsið.
08.34 Prinsessan kemur í heiminn og vegur 14 merkur.
11.00 Tilkynning frá Kensington-höll um að stúlka sé fædd.
16.00 Vilhjálmur yfirgefur sjúkrahúsið og kemur aftur korteri síðar
með Georg prins, til að hitta systur sína í fyrsta sinn.
18.11 Kate og Vilhjálmur koma fram á tröppur Lindo-álmunnar með
dóttur sína, þar sem henni er fagnað af aðdáendum
og fjölmiðlum.
18.16 Hjónin yfirgefa sjúkrahúsið með börnin og halda heim
á leið í Kensington-höll.
Prinsessan kemur í heiminn
Veðbankar úti veðja nú á hvaða nafn
sé líklegast að prinsessan fái og eru
þessi líklegust til vinnings:
Alice 3/1
Charlotte 3/1
Victoria 5/1
Elizabeth 6/1
Olivia 7/1
Alexandra 8/1
Diana 10/1
Mary 12/1
Frances 25/1
Grace 25/1
➜ Hvað mun hún heita?
LÍFIÐ
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
6
3
8
-9
0
6
C
1
6
3
8
-8
F
3
0
1
6
3
8
-8
D
F
4
1
6
3
8
-8
C
B
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
5
6
s
_
3
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K