Fréttablaðið - 04.05.2015, Side 4
4. maí 2015 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 4
VINNUMARKAÐUR 37 sáttamálum
hefur verið vísað til ríkissátta-
semjara á þessu ári. Þar af er
þrjátíu og þremur málum ólokið
hjá embættinu og ekkert þokast í
átt að samningum stóru félaganna
við Samtök atvinnulífsins.
Á Alþingi í dag verður rætt
um þá stöðu sem upp er komin á
vinnumarkaði og er Katrín Jakobs-
dóttir, formaður VG, málshefjandi.
Yfirvofandi verkföll eru Katrínu
áhyggjuefni. Vill hún fá upplýs-
ingar um hvort ríkisstjórnin ætli
sér á einhvern hátt að liðka fyrir
samningum. Hún telur störf ríkis-
stjórnarinnar þvert á móti ekki
hjálpa til.
„Á baráttudegi verkalýðsins var
boðað afnám sérstaks raforku-
skatts á álver svo dæmi sé tekið.
Mér finnst að ríkið eigi að hjálpa
til við samninga en ekki vera að
þvælast fyrir. Stjórnvöld hafa
þvert á móti hert þann hnút sem
er á vinnumarkaði í dag,“ segir
Katrín.
Um tíu þúsund félagar Starfs-
greinasambandsins(SGS) lögðu
niður störf síðastliðinn fimmtudag
í fyrstu aðgerðum sínum og von er
á tveggja sólarhringa vinnustöðv-
un á miðvikudag og fimmtudag,
sem mun lama atvinnulíf á lands-
byggðinni. Björn Snæbjörnsson,
formaður SGS, telur útilokað að
það náist að semja fyrir þann tíma.
„Það er nánast öruggt að við
munum þurfa að leggja niður störf
í þessari viku. Það er enginn vilji
til samninga af hálfu Samtaka
atvinnulífsins og samtökin vilja
ekki hlusta á sanngjarnar kröfur
okkar,“ segir Björn.
Stór félög launþega eru einnig
líkleg til að leggja niður störf í
mánuðinum. Hjúkrunarfræðing-
ar hefja atkvæðagreiðslu í dag um
verkfallsboðun og ekkert hefur
miðað í samninga viðræðum Flóa-
bandalagsins og VR við Samtök
atvinnulífsins.
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður
VR, segist hafa miklar áhyggjur
af þeirri stöðu sem upp er komin
og segir að líklega muni atkvæða-
greiðsla um verkfall hefjast um
miðjan mánuðinn.
„Við munum á þriðjudaginn [á
morgun] senda frá okkur frétta-
tilkynningu um þá stöðu sem upp
er komin í viðræðum okkar við
SA. Við höfum ekki fengið sam-
tal við SA um kröfugerð okkar og
því er okkur nauðugur sá kostur
að setja málið í þennan farveg,“
segir Ólafía.
Að mati Ólafíu eru lög á verk-
föll ekki til þess fallin að liðka
fyrir samningum. Félag hjúkrun-
arfræðinga hefur einnig ákveðið
að kanna hug sinna félagsmanna
til boðunar verkfalls.
Ólafur G. Skúlason, formaður
Félags hjúkrunarfræðinga, segir
stéttina seinþreytta til vandræða.
Frá því félagið var stofnað árið
1994 hafi félagsmenn aðeins farið
í verkfall í tvo heila vinnudaga
árið 2001. Nú sé hins vegar ekki
sé unað lengur við þau kjör sem
hjúkrunarfræðingum séu boðin.
„Að morgni mánudagsins 11.
maí verður ljóst hvort við förum í
verkfall frá og með 27. maí. Við
höfum átt þrjá árangurslausa
fundi hjá ríkis sáttasemjara frá
því í byrjun apríl. Við sjáum þetta
sem neyðar úrræði til að krefjast
betri kjara,“ segir Ólafur.
sveinn@frettabladid.is
Verkföll sögð óumflýjanleg
33 sáttamál eru í vinnslu hjá ríkissáttasemjara. Lítið þokast í viðræðum stóru félaganna og verkföll vofa yfir.
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, telur ríkisstjórnina frekar þvælast fyrir en að liðka fyrir samningaviðræðum.
Í HNÚT Kjaradeilur eru sagðar í hnút og staðan grafalvarleg. Svo víðtækar verkfallsaðgerðir sem eru í sjón-
máli eru fáheyrðar í íslenskri kjarabaráttu. Helmingur launþega gæti lagt niður störf í lok mánaðarins.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
KATRÍN
JAKOBSDÓTTIR
BJÖRN SNÆ-
BJÖRNSSON
ÓLAFÍA B.
RAFNSDÓTTIR
Það er enginn vilji til
samninga af hálfu Sam-
taka atvinnulífsins og
samtökin vilja ekki hlusta
á sanngjarnar kröfur
okkar.
Björn Snæbjörnsson, formaður SGS.
HEILBRIGÐISMÁL „Það er ekki eins
og við séum að tala um sjald-
gæft fyrirbæri og það er alger-
lega óásættanlegt ástand að við
getum ekki veitt þessum sjúk-
lingum bestu meðferð,“ sagði
Sigurður Ólafsson, yfir læknir
og sérfræðingur í meltingar-
sjúkdómum.
Hann segir að það sé með öllu
óásættanlegt að fólk með lifrar-
bólgu C fái ekki tilskilin lyf
en slíkt á sér enga hliðstæðu í
nágrannalöndum.
Um 200 sjúklingum sem
greinst hafa með lifrarbólgu C
stendur einungis til boða lyf sem
þykja úrelt í Evrópu og Banda-
ríkjunum. Lyfin eru ódýrari í
innkaupum, hafa meiri aukaverk-
anir og töluvert minni svörun.
Sigurður sagði að lifrarbólga
væri algengasti lifrarsjúk dómur
á Vesturlöndunum. Á Íslandi
væru margir sjúklingar sem fá
ekki viðeigandi meðferð en við-
unandi úrræði gegn sjúkdómn-
um mættu vart bíða lengur.
Ólafur Baldursson, lækninga-
forstjóri Landspítalans, segir
að sérfræðingar spítalans vildu
kaupa lyfin en Sjúkratryggingar
Íslands hafi hafnað því.
„Það sem skiptir mestu máli
núna er að það fáist lausn og hún
fáist strax. Fyrir mig sem lækni
og sjúklingana mína skiptir ekki
mestu máli úr hvaða vasa innan
heilbrigðiskerfisins peningarnir
koma, þeir þurfa bara að koma
og það fljótlega,“ sagði Sigurður.
- þká / srs
Yfirlæknir segir að staða lifrarbólgusmitaðra á Íslandi eigi sér ekki hliðstæðu á meðal nágrannaþjóða:
Skortir tilskilin lyf fyrir lifrarbólgusmitaða
LYFJAGJÖF Um 200 einstaklingar hafa
lifrarbólgu C á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
JAFNRÉTTISMÁL Christine Lagarde,
forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðs-
ins, og Geena Davis leikkona verða
á meðal þeirra sem taka þátt í ráð-
stefnunni Inspirally WE 2015 sem
haldin verður í Hörpu í sumar.
Tilefni ráðstefnunnar er 100 ára
afmælisár kosningaréttar kvenna
á Íslandi. Ráðstefnan er alþjóðlegt
samtal um bestu leiðirnar til að
brúa kynjabilið.
Ráðstefnan er aðgengileg öllum
sem greiða ráðstefnugjaldið en
það er 750 evrur, sem jafngildir
um það bil 109 þúsund íslenskum
krónum. Það verð gildir til 15. maí
en eftir það hækkar verðið í 950
evrur, sem jafngildir rúmum 140
þúsund krónum. Þá er fólki gefinn
sá kostur á vefsíðu ráðstefnunnar
að leggja einstaklingum lið sem
ekki eiga næga fjármuni til að greiða ráðstefnu-
gjaldið.
Auk Lagarde og Davis munu nokkrir íslenskir
stjórnmálamenn taka þátt í ráðstefnunni. Þar má
meðal annars nefna Jóhönnu Sigurðardóttur, Ingi-
björgu Sólrúnu Gísladóttur, Gunnar Braga Sveins-
son og Jón Gnarr. - nej / srs
Christine Lagarde og Geena Davis á meðal þátttakenda í jafnréttisráðstefnu:
Ráðstefnugjaldið feiknarmikið
GEENA DAVIS
CHRISTINE
LAGARDE
HARPA Ráðstefnugjaldið er 750 evrur. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
HRÍSEY Verslunarstarfsemi í Hrís-
ey er að öllum líkindum tryggð
í nánustu framtíð eftir söfnun á
meðal eyjaskeggja og annarra
velunnara eyjarinnar.
Í byrjun marsmánaðar leit út
fyrir að verslunarrekstur í eynni
heyrði sögunni til þar sem rekst-
urinn á Júllabúð, eins og hún
hét, stóð ekki undir sér. Nú hefur
tekist að safna þeirri upphæð
sem þarf til að stofna hlutafélag
um nýja verslun, eða um þremur
milljónum króna.
Stofnfundur hins nýja hluta-
félags um verslunarrekstur í
Hrísey verður næstkomandi
laugardag.
- sa
Hafa safnað nægu fé:
Verslun í Hrísey
tryggð áfram
SPURNING DAGSINS
SEGLAGERÐIN ÆGIR
Þar sem ferðalagið byrjar
Korputorg
112 Reykjavík
Sími 551 5600
utilegumadurinn.is
FERÐAVAGNAR
Opið mán-fös kl. 10-18 - lau-sun kl. 12-16
Þýsk
gæði
SVEITARSTJÓRNIR Bæjarráð Vest-
mannaeyja hefur ítrekað sam-
þykkt bæjarstjórnar frá 1. apríl
varðandi endur-
gjald til fyrr-
verandi stofn-
fjáreigenda
Sparisjóðs Vest-
mannaeyja
vegna samruna
sparisjóðsins og
Landsbankans.
Þar var óskað
eftir hlutlægu
mati á verðmæti Sparisjóðs Vest-
mannaeyja á þeim tímapunkti
þegar hann var á „þvingaðan
máta“ sameinaður við Lands-
bankann, eins og segir í sam-
þykktinni. „Bæjarstjórn felur
bæjarstjóra að kalla tafarlaust
eftir lögfræðilegu mati á fram-
göngu ríkisaðila,“ sagði meðal
annars í samþykktinni. Bæjar-
ráðið segist ekki munu tjá sig
frekar um málið á meðan þessi
vinna sé unnin. - gar
Bæjarráð ítrekar samþykkt:
Vilja fá mat á
virði sparisjóðs
ELLIÐI
VIGNISSON
Bergsveinn, ertu mættur
í eftirpartýið?
„Já, og sit úti í Þýskalandi og er að
borða á grískum veitingastað.“
Bergsveinn Arilíusson söngvari segist hafa
hætt í tónlistinni eftir margra ára stanslaust
partý. Nú snýr hann aftur á svið vegna tuttugu
ára afmælis hljómsveitarinnar Sóldaggar.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
8
-9
0
6
C
1
6
3
8
-8
F
3
0
1
6
3
8
-8
D
F
4
1
6
3
8
-8
C
B
8
2
8
0
X
4
0
0
3
B
F
B
0
5
6
s
_
3
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K