Fréttablaðið - 04.05.2015, Blaðsíða 16
4. maí 2015 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 16
Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum!
Markaður Samhjálpar (second hand store) Ármúla 11, Rvk.
Opnunartími alla virka daga frá kl. 11-18.
Tökum á móti gjöfum á opnunartíma, nánari upplýsingar í s: 842-2030
Allur ágóði markaðarins rennur til úrræða Samhjálpar.
Við eru með læk síðu á facebook: Nytjamarkaður Samhjálpar og www.samhjalp.is
Það að vera með geðsjúk-
dóm er oft erfitt en vonin
er mikilvægur þáttur í að
geta náð góðum bata ef
ekki fullum bata. Það að
hitta aðra sem glíma við
það sama, að rjúfa einangr-
un, fá stuðning og skilning
styrkir mann.
Ýmsar leiðir eru til og
ekki allt sem hentar hverj-
um og einum. En fyrsta
skrefið er að fræðast um
sinn sjúkdóm og fá hjálp.
Að efla þekkingu með fræðslu
hefur mikið forvarnargildi í okkar
samfélagi. Að geta talað um tilfinn-
ingar sínar í staðinn fyrir að berj-
ast á móti straumnum gefur manni
betri líðan.
Það að stuðningur komi frá sam-
félaginu hjálpar einstaklingum og
aðstandendum að taka skrefið og fá
hjálp. Sem betur fer eru þessi mál
að opnast, yngra fólkið og aðstand-
endur hafa tækifæri á hjálp með
þeirri þekkingu sem er á geðsjúk-
dómum í dag. Áður fyrr var ekki
eins mikil þekking og
margir hafa þurft að berj-
ast í gegnum lífið án þess
að fá hjálp.
Grófin–
geðverndarmiðstöð
Segja má að Grófin sé
ávöxtur grasrótarhóps not-
enda og fagfólks, sem hitt-
ist á vikulegum fundum um
tveggja ára skeið. Niður-
staða þeirrar vinnu var
að byggja á farsælu starfi
Hugarafls í Reykjavík og tók Geð-
verndarfélagið af skarið sumarið
2013 um að taka á leigu húsnæðið
að Hafnarstræti 95 og hefja starf-
semina alfarið með sjálfboðastarfi,
í trausti þess að önnur meginstoð
Hugarafls módelsins, launað starf
fagaðila, yrði að veruleika í fyll-
ingu tímans með stuðningi opin-
berra aðila.
Sálfræðingur var svo ráðinn 1.
október 2014 og í framhaldi af því
lengdum við opnunartímann og
er hann í dag frá 10.00 til 16.00.
Hópa starf gengur vel, fræðsla og
forvarnir í skólum komnar í undir-
búning með forvarnarfulltrú-
um Akureyrarbæjar. Samstarf
við Háskólann og Menntaskólann
á Akureyri gengur vel. Vonum
að Akureyrarbær muni koma að
okkar rekstri en það hefur sýnt sig
á þessum stutta tíma hvað þetta er
að gera fyrir fólkið.
Við störfum samkvæmt hug-
myndafræði valdeflingar (e. em-
power ment), þar sem áherslan er á
að einstaklingurinn taki ábyrgð á
eigin bata og að öll vinna fari fram
á jafningjagrunni.
Markmið Grófarinnar
• Að skapa tækifæri fyrir þá sem
glíma við geðraskanir til að vinna
í sínum bata á eigin forsendum og
eigin ábyrgð í samræmi við hug-
myndafræði valdeflingar.
• Að skapa vettvang fyrir alla þá
sem vilja vinna að geðverndar-
málum á jafningjagrunni, hvort
sem þeir kallast notendur geðheil-
brigðisþjónustunnar, fagaðilar,
aðstandendur þeirra sem glíma
við geðraskanir, eða eru einfald-
lega áhugamenn um framfarir í
geðheilbrigðismálum.
• Að bæta lífsgæði þátttakenda.
• Að efla virkni fólks sem glímir
við geðsjúkdóma í hinu daglega lífi.
• Að standa fyrir hópa starfi fyrir
notendur og aðstandendur.
• Að standa fyrir fræðslu fyrir not-
endur og aðstandendur.
• Að stuðla að aukinni þekkingu á
bataferlinu með áherslu á að hægt
sé að ná bata og að hægt sé að fara
fjölbreyttar leiðir í bataferlinu.
• Að miðla von og reynslu milli not-
enda. Vonin er lykilatriði í því að
ná bata.
• Að vinna að fræðslu og forvörn-
um í samfélaginu til að auka skiln-
ing og draga úr fordómum gagn-
vart þeim sem eru að glíma við
geðraskanir.
• Að stuðla að bættri nálgun í geð-
heilbrigðiskerfinu þar sem hug-
myndir valdeflingar um notenda-
sýn og bataferli á jafningjagrunni
fái aukið vægi.
Innan Grófarinnar starfar einnig
Unghugahópur og aðstandenda-
hópur.
Nýliðakynningar eru á föstu-
dögum frá 13.00-14.00 en annars
er alltaf hægt að hringja í síma
462-3400, hvenær sem er á opn-
unartíma, eða senda fyrirspurnir
á grofin@outlook.com og verður
svarað eins fljótt og hægt er.
Grófin er til húsa í Hafnarstræti
95., 4. hæð, á Akureyri, fyrir ofan
Apótekarann í göngugötunni. Opn-
unartími er alla virka daga frá
10.00-16.00.
https://grofin.wordpress.com/
Höfundur komst úr myrkrinu með
góðri hjálp.
Lífsgæðin betri þegar einangrunin er rofi n
Kæri Illugi Gunnarsson.
Í Slóvakíu situr áhyggjufullur hópur
læknanema. Okkur langar að koma
á framfæri vangaveltum okkar
í kjölfar nýrra úthlutunarreglna
Lánasjóðs íslenskra námsmanna.
Fyrir þremur árum hófu fyrstu
nemendurnir nám við Comenius-
háskóla – stærsta háskóla í Slóvak-
íu. Bæst hefur í hópinn síðustu ár og
stunda nú um 70 íslenskir stúdentar
nám við skólann.
Nýjustu úthlutunarreglur LÍN
hafa sett ófyrirséð strik í reikn-
inginn fyrir læknanema í Slóvak-
íu. Brugðið hefur verið fæti fyrir
nemendur með nánast 19% skerð-
ingu á framfærsluláni síðustu tvö
árin. Nemendur hófu hér nám á
ákveðnum forsendum sem nú hafa
algjörlega brostið. Í kjölfar þessar-
ar skerðingar sjáum við ekki fram
á að ná endum saman. Húsnæði og
matvara fer hækkandi í Evrópu,
en lán okkar lækkandi. Ferðalán
var afnumið á síðasta ári sem gerir
nemendum erfitt fyrir að afla tekna
yfir sumartímann á Íslandi. Þar að
auki eru möguleikar á tekjuöflun í
Slóvakíu á meðan á námi stendur
nánast engir. Það liggur því í augum
uppi að dæmið er ekki rétt reiknað.
Í Slóvakíu gefst möguleiki á að
útskrifa um 20-30 íslenska lækna
á ári. Nemendur þurfa þó að sjálf-
sögðu að geta reitt sig á LÍN til
framfærslu á meðan á námi stend-
ur. Þau lán munu greiðast til baka
þegar útskrifaðir læknar koma til
starfa á Íslandi að námi loknu. Á
Íslandi skortir enn lækna og því
ætti þessi kostur að fá meiri með-
byr og stuðning frá íslenska ríkinu.
Sá góði kostur sem gefist hefur að
mennta lækna erlendis mun lognast
út af með þessu áframhaldi. Fjöl-
breytni í menntun, þekkingu og
reynslu er af hinu góða.
Við erum um 70 lækna nemar
í Slóvakíu sem hafa orðið fyrir
barðinu á skerðingunni. Úthlutunar-
kjör, viðmót og rök af höndum LÍN í
okkar garð hafa því miður verið til
skammar. Við köllum eftir því að
þú, Illugi Gunnarsson, ásamt ráða-
manni frá LÍN komir til fundar við
okkur og ræðir við okkur lækna-
nema í Slóvakíu.
Þar viljum við að eftirfarandi
komi fram:
1 Hvernig réttlætið þið áframhald-andi skerðingu framfærslulána
til námsmanna erlendis?
2 Hvernig sjáið þið fyrir ykkur að við megum við meiri skerðingu á
framfærslu hér og á hverju byggjast
rök ykkar fyrir því?
Áhyggjufullir læknanemar
MENNTUN
Auður Jóna Einarsdóttir
Ásgeir Þór Magnússon
Erna Markúsdóttir
Þórdís Magnadóttir
Þórunn Elísabet Michaelsdóttir
læknanemar
➜ Nýjustu úthlutunarreglur
LÍN hafa sett ófyrirséð strik
í reikninginn fyrir lækna-
nema í Slóvakíu.
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Eymundur L.
Eymundsson
ráðgjafi
➜ Sem betur fer eru þessi
mál að opnast, yngra
fólkið og aðstandendur hafa
tækifæri á hjálp með þeirri
þekkingu sem er á geðsjúk-
dómum í dag.
Lyfjanotkun heimilisfólks
á íslenskum öldrunarheim-
ilum hefur verið talsvert
í umræðunni að undan-
förnu, einkum notkun
svefn- og róandi lyfja. Af
því tilefni vill undirritað-
ur gera nokkra grein fyrir
þeirri þróun sem átt hefur
sér stað á Hrafnistuheim-
ilunum undanfarin ár, þar
sem regluleg endurskoðun
á lyfjanotkun hefur verið
hluti af gæðastarfinu. Síð-
ustu sjö ár hafa verið not-
aðar upplýsingar frá Lyfjaveri og
Lyfju, sem sinna lyfjaskömmtun á
Hrafnistu, um lyfjanotkun heim-
ilisfólks. Með þeim upplýsingum
fæst gott yfirlit sem er m.a. nýtt
til að tryggja sem best eftirlit með
ákveðnum varasömum lyfjum eða
lyfjum sem kalla á reglubundið
blóðprufueftirlit.
Lyfjaeftirlitskerfi Hrafnistu
auðveldar læknum og hjúkrunar-
fræðingum að skoða þróun lyfja-
notkunar, auka öryggi í meðferð og
stuðla að hagkvæmni. Með öryggi í
meðferð er m.a. átt við eftirlit með
lyfjum sem vegna aukaverkana
eru sérlega varasöm hjá öldruðum
og lyf þar sem ráðlagt er að reglu-
leg blóðrannsókn sé gerð sem hluti
af eftirliti. Það á við lyfjameðferð
um tveggja þriðjunga heimilis-
manna, þar sem fyrst og fremst
er um að ræða ákveðin hjartalyf,
hormónalyf, geðlyf og flogaveiki-
lyf. Við þessa vinnu er tekið mið af
lyfjagæðavísum Landlæknis.
Dregið úr óþarfa fjöllyfjanotkun
Í megindráttum fylgir Hrafn-
ista þeirri stefnu að draga eins
og kostur er úr óþarfa fjöllyfja-
notkun heimilisfólks og notkun
ákveðinna lyfja sem hafa óviðun-
andi aukaverkanir eða skila tak-
mörkuðum ávinningi til að bæta
líðan. Með minnkaðri lyfjagjöf er
þó heilsu eða öryggi viðkomandi
aldrei teflt í tvísýnu með nokkrum
hætti. Markmiðið er ávallt að auka
lífsgæði heimilismanna.
Meginniðurstaða eftirlits er sú
að þrátt fyrir að einstaklingar
komi nú veikari en áður á Hrafn-
istu hefur heildarlyfjanotkun
minnkað á undanförnum árum.
Sem dæmi um árangurinn má
nefna að líklega er nú óvíða notað
minna af geðrofslyfjum en hjá
Hrafnistu, eins og fram kemur í
gögnum Landlæknisembættisins.
Undanfarin ár hefur sömuleiðis
dregið verulega úr notkun svefn-
og róandi lyfja við sérstakt átak í
þeim málum síðustu 3-4 ár. Svefn-
lyf í hófi geta hjálpað, sérstaklega
til að rjúfa vítahring svefn leysis.
Að sama skapi er langvarandi
notkun þeirra talin gagns-
laus og getur auk þess
verið skaðleg. Þau geta
haft í för með sér þreytu
og syfju að degi til, skert jafn-
vægis skyn og aukið hættu á bylt-
um og beinbrotum.
Virkt og stöðugt eftirlit
Reglubundin skoðun á lyfjanotkun
með tilliti til lyfjagæðavísa, meðal
annars m.t.t. varasamra aukaverk-
ana, og hagkvæmni er viðvarandi
þáttur í gæðavinnu á Hrafnistu.
Fjölmargir lyfjagæðavísar eru
notaðir erlendis við mat á lyfja-
meðferð og er víða stuðst við þá
á íslenskum öldrunarheimilum.
Fylgst er náið með notkun ýmissa
lyfja s.s. geðrofslyfja, lyfja við
þunglyndi og bólgueyðandi gigtar-
lyfja, og síðast en ekki síst svefn-
og róandi lyfja, sem tilhneiging er
til ofnotkunar á. Hér er einungis
fátt eitt upp talið.
Viðvarandi vinna– aukin vellíðan
Það er væntanlega regla á öllum
öldrunarheimilum að lyfjanotkun
allra verðandi heimilismanna sé
yfirfarin við komu og síðan reglu-
lega eftir það. Markmiðið er að
bæta lyfjameðferð, en það byggist
á samvinnu og áhuga heilbrigðis-
starfsmanna, heimilisfólks og
jafnvel ættingja. Vinnan krefst
endurtekinna viðtala við hvern og
einn heimilismann og oft aðstand-
endur hans. Markmiðið er ávallt
hið sama: Að auka lífsgæði íbúa,
viðhalda eða auka öryggi við-
komandi og gæta hagkvæmni.
Einna erfiðast er að minnka eða
stöðva langvinna notkun svefn-
og róandi lyfja. Á því sviði hefur
þó náðst mikilvægur árangur
sl. ár þrátt fyrir á stundum tals-
verða mótspyrnu notenda og ætt-
ingja. Gjarnan stafar hún af ótta
við afleiðingar þess að hætta notk-
un lyfjanna. Í langflestum tilvik-
um reynist slíkt ástæðulaust því
reynslan sýnir að þessi viðvarandi
vinna hefur að jafnaði í för með
sér aukna vellíðan íbúa og ánægju
meðal aðstandenda. Stóran þátt í
þeim árangri sem náðst hefur má
rekja til skilvirks eftirlits. Það
staðfestir m.a. reglulegt eftirlit
sem Landlæknisembættið hefur
með öldrunarheimilum landsins.
Svefnlyfjanotkun á
Hrafnistu minnkar
HEILBRIGÐIS-
MÁL
Sigurður
Helgason
forstöðulæknir
Hrafnistu
➜ Lyfjaeftirlitskerfi
Hrafnistu auðveldar
læknum og hjúkr-
unarfræðingum að
skoða þróun lyfja-
notkunar, auka öryggi
í meðferð og stuðla
að hagkvæmni.
1
5
-0
9
-2
0
1
5
1
0
:2
3
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
6
3
8
-5
5
2
C
1
6
3
8
-5
3
F
0
1
6
3
8
-5
2
B
4
1
6
3
8
-5
1
7
8
2
8
0
X
4
0
0
2
B
F
B
0
5
6
s
_
3
_
5
_
2
0
1
5
C
M
Y
K