Fréttablaðið - 29.05.2015, Síða 22

Fréttablaðið - 29.05.2015, Síða 22
2 • LÍFIÐ 29. MAÍ 2015 ÚTGÁFUFÉLAG 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 Umsjón Friðrika Hjördís Geirsdóttir rikka@365.is ● Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir kristin@365.is ● Auglýsingar Atli Bergmann atlib@365.is Hönnun Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ● Forsíðumynd Vilhelm Gunnarsson Lífi ð www.visir.is/lifid Á morgun, laugardag klukkar 13:00, verður öllu tjaldað til í Öskjuhlíðinni og eru fjölskyld- ur hvattar til að koma og hreyfa sig saman. Í boði verður ástandsskoðun fyrir reiðhjól, leið- angur um töfraheim Öskjuhlíðar, náttúrubingó, klettasig, náttúrujóga, rathlaup, örnámskeið í tálgun og skylmingar. Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi og notið dagsins saman. LÍFIÐ MÆLIR MEÐ FJÖLSKYLDUDEGI Í ÖSKJUHLÍÐ Talið er að um fjörutíu prósent allra Íslendinga stundi sjálfboða- störf að einhverju leyti og því nokkuð ljóst að þessi störf snerti marga hvort sem það eru sjálf- boðaliðar sjálfir eða þeir sem þiggja hjálpina. Flestir sem stunda störfin gera það af hugsjón einni saman, þeirri sterku þörf að hjálpa öðrum sem á þurfa að halda, nú eða til þess að víkka sjóndeild- arhringinn og gera eitthvað skemmtilegt. Launin eru víðtæk reynsla auk heilsubætandi áhrifa og þá aðallega andlegra. Nokkur fyrirtæki í Bandaríkjunum hafa tekið upp á þeirri frábæru nýjung að greiða starfsmönnum fyrir að taka að sér verkefni hjá samtökum sem byggja starfsemi sína á þátt- töku sjálfboðaliða. Fyrirtækin fá til baka ánægt starfsfólk sem upp- lifir sig sem hluta af stærri heild, samfélaginu sjálfu. Margt í boði Hér á landi er ýmislegt í boði fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða en nærtækust eru kannski íþróttafélögin sem börn margra hverra eru í. Þar er ýmislegt í boði fyrir þá sem vilja létta undir og gera félögin betri. Þeir sem hafa áhuga á hjálparstörfum geta skráð sig í björgunarsveitir, þar er ýmislegt í boði og mikill lær- dómur sem getur fylgt starfinu. Til þess að verða fullgildur með- limur í björgunarsveitum þarf að læra öll helstu undirstöðuatriðin og standast hæfnispróf til þess að einstaklingar séu fullfærir um að bjarga sér og öðrum í erfiðum að- stæðum. Rauði krossinn, Unicef, Barnaheill og önnur mannúðar- samtök þiggja alla þá hjálp sem þau geta fengið og það sama gild- ir um samtök eins og Fjölskyldu- hjálp og Mæðrastyrksnefnd. Dýrin þurfa líka þína hjálp og samtök eins og Dýrahjálp og Katt- holt myndu án efa ekki slá hend- inni á móti sjálfboðaliðum. Hjálp með smærra sniði Hafir þú ekki tök á því að vera sjálfboðaliði má hugsa verkefnið í smærra sniði. Vantar einhvern í kringum þig hjálp? Hlustaðu á fólkið í kringum þig, bæði heima og í vinnunni. Þeir sem þurfa á hjálp að halda eru kannski nær en þig grunar. Fólk er oft og tíðum óduglegt að biðja um hjálp nema þegar neyðin bankar upp á, vanda- málin geta þá oft verið orðin svo stór að erfitt getur verið að leysa þau. Höfum augun og eyrun opin fyrir umhverfinu okkar og látum gott af okkur leiða á hverjum degi, meira að segja eitt lítið bros getur breytt degi einhvers til hins betra. LÁTTU GOTT AF ÞÉR LEIÐA Sjálfboðastörf geta veitt mikla ánægju og haft heilsubætandi áhrif á þann sem gefur vinnu sína. Þörfin fyrir hjálp er stundum nær en þig grunar. NORDICPHOTOS/GETTY Hildur Eir Bolladóttir prestur hleypur um holt og hæðir höfuð- borgar norðursins og syng- ur hástöfum með þessum kraft- miklu ballöðum sem flestir ættu að þekkja svo syngdu með! I WALK ON WATER KALEO WHAT’S LOVE GOT TO DO WITH IT TINA TURNER THE BEST TINA TURNER MAN IN THE MIRROR MICHAEL JACKSON BAD MICHAEL JACKSON GLOW RETRO STEFSON ROLLING IN THE DEEP ADELE TVÆR STJÖRNUR MEGAS ÉG FER Á LAND ROVER FRÁ MÝVATNI Á KÓPASKER HELGI BJÖRNSSON LÍTIÐ OG VÆMIÐ VALDIMAR SÖNGLANDI KRAFTBALLTAÐA „Vantar einhvern í kringum þig hjálp? Hlustaðu á fólkið í kringum þig, bæði heima og í vinnunni. Þeir sem þurfa á hjálp að halda eru kannski nær en þig grunar.“ Friðrika Hjördís Geirsdóttir umsjónarkona Lífsins | rikka@365.is Heilsuvísir 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 5 -4 9 0 C 1 6 3 5 -4 7 D 0 1 6 3 5 -4 6 9 4 1 6 3 5 -4 5 5 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.