Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.05.2015, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 29.05.2015, Qupperneq 38
10 • LÍFIÐ 29. MAÍ 2015 Matargleði Evu eru sýndir á Stöð 2 á fimmtudagskvöld- um. Í síðasta þætti deildi Eva með áhorfendum vinsælum fjölskylduuppskriftum úr hennar fjölskyldu. LJÚFFENGAR FJÖLSKYLDU UPPSKRIFTIR „Gamlar og góðar uppskriftir eru eins og fjár- sjóður og ég held mikið upp á uppskriftir frá bæði ömmu og mömmu. Uppskriftir sem ég ólst upp við og hef síðan sett minn svip á. Hér eru uppskriftir sem eru í miklu eftirlæti,“ segir Eva. Fiskrétturinn hennar mömmu í nýjum búning 700 g þorskhnakkar salt og nýmalaður pipar karríkryddmauk 5 cm engiferrót 1 rauður chili-pipar 2 hvítlauksrif 1 stilkur sítrónugras handfylli kóríander 2-3 dl ólífuolía 1 tsk. karrí ½ rauð paprika, smátt skorin 2 gulrætur, smátt skornar ¼ spergilskálshöfuð, smátt skorið 6-8 baby-maís, skornir í litla bita 1 grænt epli, smátt skorið 1 dós kókosmjólk Byrjið á því að laga krydd- maukið. Blandið öllum hráefn- um saman í matvinnsluvél eða með töfrasprota. Steikið mauk- ið á pönnu í nokkrar mínútur og bætið síðan smátt skornu græn- metinu og eplinu saman við og steikið í smá stund til viðbótar. Bætið 1 dós af kókosmjólk við og leyfið þessu að malla við vægan hita í 6-8 mínútur. Skerið þorskhnakka í jafn stóra bita og leggið í eldfast mót. Hell- ið sósunni yfir fiskinn og bakið við 180°C í 20-25 mínútur. Berið fiskinn fram með perlukús- kús sem er soðið samkvæmt leið- beiningum á pakkanum. Í lokin er gott að sáldra nokkrum kasjú- hnetum og radísuspírum yfir rétt- inn. Berið strax fram og njótið. Súkkulaðikakan með Nutella-kremi Það er ómögulegt að slá hendinni á móti sneið af nýbakaðri súkkul- aðiköku og köldu mjólkurglasi. Á mínum yngri árum var afar gott að koma heim eftir skóla og finna bakstursilminn sem tók á móti mér. Mamma var mjög dugleg að baka fyrir okkur og er ég ákaf- lega þakklát að hafa alist upp við góðan kökuilm. Þetta er þó ekki uppskriftin sem mamma var vön að baka en þetta er engu að síður þessi gamla og góða, dökkir súkkul- aðibotnar með ljósu og silkimjúku smjörkremi. Súkkulaðibotnar 450 g hveiti 190 g sykur 3 egg 500 ml AB mjólk 90 g olía 6 msk. kakó 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi 2 tsk. vanilludropar eða -sykur Hitið ofninn í 175°C. Smyrjið tvö hringlaga bökunarform og legg- ið til hliðar. Þeytið öll hráefn- in saman í nokkrar mínútur. Hell- ið deiginu í formin og bakið í 25-30 mínútur við 175°C. Hún er bökuð þegar prjónn sem stungið er í hana kemur hreinn út. Kælið kökuna og skreytið með ljúffengu súkkulaðikremi. Nutella-smjörkrem 240 g smjör, við stofuhita og skor- ið í teninga 500 g flórsykur 1 krukka Nutella 100 g brætt súkkulaði 1 tsk. vanilludropar eða -sykur Hrærið saman flórsykur og smjör þar til það er létt og ljóst. Bætið Nutella, bræddu súkkulaði og vanillu út í og þeytið vel saman. Leggið kökuna saman með kremi á milli. Þekið kökuna með súkkul- aðikreminu og skreytið gjarnan með ferskum jarðarberjum. V in nu st of an F ar vi / / 05 15 Matarvísir 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 5 -4 9 0 C 1 6 3 5 -4 7 D 0 1 6 3 5 -4 6 9 4 1 6 3 5 -4 5 5 8 2 8 0 X 4 0 0 6 B F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.