Fréttablaðið - 29.05.2015, Side 62

Fréttablaðið - 29.05.2015, Side 62
29. maí 2015 FÖSTUDAGUR| LÍFIÐ | 34 SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR– AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is, Hjalti Egilsson hjalti@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir svansi@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Gunnhildur Geira Dan Þorláksdóttir geira@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Jónatan Atli Sveinsson jonatan@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is Dansarinn Brynja Pétursdóttir er þessa dagana stödd í New York en þar kom hún meðal annars fram á stórum dansviðburði. „Ég er í árlegu tveggja mánaða ferðinni minni í New York og var valin til að dansa með tveimur frábærum döns- urum á Red Nose Day Dance athon með Nick Cannon í Rockefeller Cent er. Þessu var sjónvarpað á NBC og við erum alveg í skýjunum með þetta,“ segir Brynja um viðburðinn. Peningarnir sem safnast fara til barna og ungs fólks sem lifir í fátækt og er þetta 24 klukkustunda maraþon þar sem bandaríski leik- arinn og rapparinn Nick Cannon fær til sín þekkt nöfn úr brans- anum til að koma fram. „Þetta er tækifæri sem mann myndi annars bara dreyma um, það er ótrúlega gaman að taka þátt í svona stórum viðburði.“ Brynja hitti einn af sínum uppá- haldsdönsurum í fyrsta sinn, Tan- ishu Scott sem hefur unnið fólki á borð við Rihönnu og Beyoncé. Brynja nýtir tímann vel ytra og er dagskráin þétt, hún sækir danstíma og hina ýmsu dansklúbba. - glp Dansaði með stjörnum í New York á NBC Dansarinn Brynja Pétursdóttir tók þátt í Red Nose Day Danceathon í New York á dögunum. NÝTUR SÍN Í NEW YORK Dansarinn Brynja Péturs dóttir tók þátt í dansviðburði í New York sem sýndur var á NBC-sjón- varpsstöðinni. „Ef mikið stendur til þá er það „A Taste of Honey“ með Herb Alpert & The Tijuana Brass og síðan lóðbeint í „Rapparabb“ með Lúdó & Stefáni.“ Stefán Hilmarsson tónlistarmaður FÖSTUDAGSLAGIÐ Ásgeir Trausti hélt dagbók þegar hann var á tónleikaferðalagi með írska tónlistarmanninum Hozier. Dagbókin er hrá og inniheldur ýmsar sögur og uppá komur sem þeir félagar lentu í á ferð sinni. Ásgeir, sem er nú á fullu að semja nýtt efni, er á leið upp á Esjuna í kvöld til þess að koma fram á tón- leikum og því spurning hvort hann lendi í einhverjum hremmingum í þeirri ferð. gunnarleo@frettbladid.is FERÐALANGAR Ásgeir Trausti Einarsson | Basli Júlíus Aðalsteinn Róbertsson Drasli/Júlli Guðmundur Kristinn Jónsson Kiddi Þorsteinn Einarsson | Dúlli Gansa Friðjón Jónsson, hljóðmaður Friddi DAGUR 1 | Los Angeles 5. feb. Tvær töskur með græjum og hljóð- færum koma ekki með flugi til LA. DAGUR 2 | LA 6. feb. ● Gleymdum útvarpsviðtali, mætum 40 mín. of seint en við- talið fór þó fram. ● Kiddi og Friddi reyna að finna töskurnar sem komu ekki. ● Önnur taskan skilar sér. ● Þurftum að breyta in-ear kerf- inu þar sem aðra töskuna vantar. DAGUR 3-5 | San Fran & Oakland 7.-9. feb. ● Spiluðum okkar eigin gigg án Hozier 7. og 9. febrúar ● Kassagítarinn hans Júlla brotnar. ● Hótelherbergin voru ekki tveggja manna heldur eins manns (ekki pláss fyrir alla) og lyktaði eins og karrí. Friddi og Kiddi reyna að finna annað hótel og voru rekn- ir úr lobbýinu á meðan þeir voru að reyna að redda sér.Lélegasta hótel í heimi! DAGUR 6 | Oakland 10. feb. ● Hittum Hozier gengið. ● Tónleikar um kvöldið. ● Eftir tónleikana okkar kemur í ljós að ekkert pláss er fyrir græj- urnar okkar í túrbus Hozier sem við áttum að ferðast með! ● Tölvan sem keyrir showið bilar 5 mín. í show. DAGUR 7 | Sacramento 11. feb. ● Reddum bíl til að flytja græjurn- ar frá Oakland til Sacramento. ● Kiddi og Friddi ná í bílinn og græjurnar en lenda í ýmsu og umferðar stöppu og missa af gigg- inu um kvöldið. ● Engar græjur og engin hljóm- sveit svo Basli og Drasli (Ásgeir og Júlli) spila á leigða Taylor gít- ara í ónýtu monitor-kerfi. DAGUR 8 | 12. feb. ● Keyrðum í 12 tíma í bílnum sem við leigðum með allar græjurnar en hefðum átt að hafa það gott í túrbus Hozier. DAGUR 9 | Portland 13. feb. ● Gefumst upp á að keyra sjálfir van allan túrinn. Ráðum bílstjóra, Evan, sem hittir okkur í Portland. ● Ógeðslegasta backstage í heimi, 80s Video Dance Night í næsta herbergi. ● Við náum að laga tölvurnar. ● Bílavesenið loksins búið og allir koma sér fyrir í túrbussinum. DAGUR 10 | Seattle 14. feb. ● Bara góðir andar þar. DAGUR 11 | Vancouver 15. feb. ● Ásgeir orðinn ruglaður á öllu ferðalaginu og ávarpar kanad- íska áhorfendur með „It’s great to be here in the States!“ Áhorf- endur vandræðalegir og Ásgeir líka. Úps! DAGUR 12 | Salt Lake City 17. feb. ● 18 tíma keyrsla frá Vancouver til SLC! ● Friddi kynnist loksins Hozier crewinu. ● Basli og Drasli fara ekki úr koj- unni allan tímann. ● Rútan bilar á leiðinni. ● Missum af viðtölum sem áttu að vera daginn eftir. ● Þurfum að húka í ísköldum van í átta tíma með Hozier liðinu. ● Erum stoppaðir af löggunni á leið- inni. DAGUR 13 | Denver 18. feb. ● Frábært hótel, ákveðið að Kiddi fari heim út af persónulegum vandamálum. DAGUR 14 | Minneapolis 20. feb. ● Varla líft út af helvítis kulda. ● Dúlli kemur um miðnætti. ● Ekkert backstage :( DAGUR 15 | Milwaukee 21. feb. ● Backstage á 5. hæð! DAGUR 16 | Lawrence 23. feb. ● Viðtöl í rugli, fengum vitlausar tímasetningar. ● Interface ónýtt. ● Ákveðið að taka karókígigg um kvöldið. DAGUR 17 | St. Louis 24. feb. ● Dúlli fer heim til Íslands. ● Basli og Drasli spila tveir einir. DAGUR 18 | Chicago 25. feb. ● Kiddi kemur aftur út eftir skrepp til Íslands! ● Fáum nýtt interface og tökum venjulegt gigg. DAGUR 19 | Columbus 27. feb. ● Komumst ekki í viðtöl út af ófærð. ● Já, bara annars allt í góðu. DAGUR 20 | Royal Oak, Detroit 28. feb. ● Sjúklega heitar sturtur. ● Friddi veikur. SÍÐASTI DAGUR Toronto 1. mars ● Komum á flugvöllinn, fáum engar aukatöskur með Loftbrú Ice- landair og borgum tæpar 400 þús. krónur í yfirvigt. ● Tekur 90 mín. að tékka inn. ● Tekur langan tíma að rúlla tösk- unum í gegnum oddsize. ● Átta manns í security sem skoða allt gaumgæfilega út af straum- breyti sem við vorum með. ● Erum alveg að missa af vélinni. ● Kiddi fékk ekki réttan boarding passa og lendir í smá veseni. ● Túrmanagerinn okkar gleymir að panta bíl svo túrinn endar á langri bið þar. Dagbók úr ferðinni Ásgeir Trausti hélt dagbók á tónleikaferðalagi sínu með Hozier fyrr á árinu. Þar lentu þeir m.a. í því að brjóta gítar, borga fúlgu í yfi rvigt og krókna úr kulda. TVEIR TÖFFARAR Ásgeir Trausti ásamt írska Íslandsvininum Hozier. 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 2 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 6 3 4 -0 8 1 C 1 6 3 4 -0 6 E 0 1 6 3 4 -0 5 A 4 1 6 3 4 -0 4 6 8 2 8 0 X 4 0 0 3 A F B 0 6 4 s _ 2 8 _ 5 _ 2 0 1 5 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.