Morgunblaðið - 05.12.2014, Page 1

Morgunblaðið - 05.12.2014, Page 1
F Ö S T U D A G U R 5. D E S E M B E R 2 0 1 4 Stofnað 1913  285. tölublað  102. árgangur  INNBLÁSTUR ÚR LJÓÐUM Í MÁLVERKUM EINLEIKARAR Á TÓNLEIKUM VILL SELJA VÍN Á HÁRSNYRTI- STOFUNNI KAMMERSVEIT REYKJAVÍKUR 46 UMSÓKN 6JÓLABOÐ 10  „Það kom svo sem ekki mikið út úr fundinum en þeir komu þó með hug- mynd sem verður skoðuð af okkar hálfu,“ segir Þorbjörn Jónsson, for- maður Læknafélags Íslands, um fund lækna og samninganefndar ríkisins hjá Ríkissáttasemjara í gær. Hann segist ekki geta gefið upp hver hugmyndin er en segir þó að ekki sé um tilboð að ræða. „Það má frekar orða það þannig að hug- myndin gæti komið inn í lausn deil- unnar.“ Næsti fundur deiluaðila verður á sunnudag. annamarsy@mbl.is Læknar skoða hugmynd frá ríkinu  Heiðar Már Guðjónsson, kröfuhafi í slitabú Glitnis, hefur lagt fram beiðni um gjaldþrota- skipti félagsins. Segir hann að nauðasamn- ingsumleitanir Glitnis hafi engu skilað og að slitastjórnin hafi farið út fyrir hlutverk sitt. Formaður slitastjórnar Glitnis furðar sig á ummælum Heiðars og segir að kröfuhafi sem kaupi sig inn í slitameðferð sem sé í gangi geri það varla til þess að hleypa skiptunum í annan farveg en kröfu- hafar hafa þegar kosið. »6 Krefst gjaldþrota- skipta á Glitni hf. STYTTRI FERÐALÖG LENGRI FAÐMLÖG UM JÓLIN Fullorðinsbréf: 19.100 kr. Barnabréf: 10.850 kr. JÓLAGJAFABRÉF flugfelag.is Jóladagatalið er á jolamjolk.is dagar til jóla 19 Ólöf Nordal, nýr innanríkisráðherra, tók við embættinu á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær. Að þeim fundi loknum hitti hún Sigmund Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í forsætisráðu- neytinu og tók við lyklavöldum í dómsmálaráðu- neytinu, sem hann hefur stýrt undanfarnar vik- ur. Að þeim fundi loknum hélt Ólöf í innanríkis- ráðuneytið, þar sem Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri og Hanna Birna Kristjánsdóttir buðu nýja ráðherrann velkominn með kossum og faðmlögum. Ólöf segir í samtali við Morgun- blaðið í dag að hún hafi alla tíð verið fylgis- maður þess að innanlandsflugvöllurinn sé í Reykjavík og hún sé það enn. »2 og 4 Morgunblaðið/Golli Hlýjar móttökur Ólöf Nordal innanríkisráðherra tók við af Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í ráðuneytinu í gær og fékk um leið lyklavöldin í ráðuneytinu. Lyklaskipti með kossum og faðmlögum Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Við metum það svo að þessi aðgerð ryðji brautina fyrir frekari skref. Og fyrir efnahagslífið mun hún hafa já- kvæð áhrif þar sem greiðslujöfnuður við útlönd verður jákvæðari eftir að skuldabréf Landsbankans hefur verið endurfjármagnað,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahags- ráðherra, í samtali við Morgunblaðið. Vísar ráðherra í máli sínu til þess að í gær var tilkynnt að samþykktar verða undanþágubeiðnir er lúta að forgangskröfum í bú gamla Lands- bankans (LBI hf.) og miðast þær við laust fé í erlendum gjaldeyri. Hafa með þessu fengið um 85% Nemur undanþágufjárhæðin tæp- um 400 milljörðum króna sem eru um 5% af upphaflegum kröfum í bú hinna föllnu banka. Með þeim greiðslum sem nú verða heimilaðar hafa for- gangskröfuhafar í bú Landsbankans fengið um 85% af höfuðstóli krafna sinna greidd. Forsenda þess að und- anþágur til forgangskröfuhafa eru heimilaðar nú eru breytingar á skil- málum skuldabréfsins milli LBI hf. og Landsbankans. Búið er að lengja afborgunarferil skuldabréfsins og minnka endurfjármögnunaráhættu eftir árið 2018. „Ráðgjafar ríkisstjórnarinnar hafa nú tjáð sig við okkur um að þeir eru tilbúnir að afhenda okkur heildstæða áætlun um afnám hafta þar sem finna má fullmótaðar tillögur. Þær verða kynntar fyrir okkur á næstu dögum og fara í vinnslu inni í stjórnkerfinu,“ segir Bjarni. Skref í afnámi hafta  Forgangskröfuhafar LBI hf. fá greidda um 400 milljarða króna  Tillögur um heildstæða stefnu stjórnvalda um afnám fjármagnshafta liggja nú fyrir Bú gamla Landsbankans » LBI fær undanþágu frá lög- um um gjaldeyrismál svo hægt verði að greiða forgangskröfu- höfum um 400 milljarða króna » LBI og Landsbankinn hafa náð samkomulagi um breyt- ingar á skilmálum skuldabréfa » Heildstæð áætlun um afnám fjármagnshafta liggur fyrir MUm 400 milljarðar greiddir út »2

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.