Morgunblaðið - 05.12.2014, Page 2

Morgunblaðið - 05.12.2014, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason Hjörtur J. Guðmundsson „Ég er gríðarlega ánægður með þessa niðurstöðu. Við höfum fengið afskaplega hæfa konu, einn af okkur sjálfstæðismönnum, til að koma í ráðuneyti og ég tel að af þessu muni ríkisstjórnin fá aukinn styrk,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármála- ráðherra, um skipan Ólafar Nordal, fyrrverandi alþingismanns, í emb- ætti innanríkisráðherra í stað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. „Ég held að óhætt sé að segja að það verði mikill styrkur að fá hana í ríkisstjórnina,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð- herra. Hann segir ljóst að Ólöf verði öflugur liðsmaður ríkisstjórnarinnar enda þekki allir hana frá fyrri tíð. Margir komu til álita Bjarni gerði tillögu um skipan Ólafar á þingflokksfundi sjálfstæð- ismanna í gær og var það samþykkt. Hann segist fyrst hafa boðið Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis og fyrrverandi ráðherra, að taka að sér embætti innanríkisráðherra en hann afþakkað. Bjarni nefndi eftir þingflokks- fundinn að Ólöf hefði reynslu úr ráðuneytinu og væri lögfræði- menntuð. Þá væri hún búsett í Reykjavík og vísaði með því til gagnrýni um að einungis einn ráð- herra væri úr þessum tveimur stóru kjördæmum. Bjarni sagði þegar hann var spurður að því hvort hann treysti ekki þeim þingmönnum Sjálfstæð- isflokksins sem sóttust eftir ráð- herraembættinu, að margir þing- menn hefðu komið til álita. „Það hins vegar er mín ákvörðun að koma með tillögu sem ég tel, að teknu til- liti til allra sjónarmiða, farnist best og ég er mjög ánægður með þá nið- urstöðu sem ég hef komist að og ég hef fengið svigrúm hjá þing- flokknum til að fylgja henni eftir.“ Spurður hvort veikindi Ólafar hefðu sett strik í reikninginn, en hún greindist með illkynja krabbameinsæxli í sumar, sagði Bjarni: „Það er það sem er ánægju- legast í þessu að Ólöf hefur tekist á við veikindin og er útskrifuð úr þeirri meðferð sem hún hefur tekist á við og lítur vel út, er hress og treystir sér og hún hefur stuðning sinna nánustu til þess að taka verk- efnið að sér. Þannig að það er nú kannski bara sérlega ánægjulegt […] að með þessu hefst nýr kafli hjá henni,“ sagði Bjarni. Sérstakt ráðuneyti í athugun Ólöf tók við embætti á ríkisráðs- fundi eftir hádegið en þá var Hanna Birna leyst undan ráðherradómi, að eigin ósk. Ólöf tók við lyklunum að innan- ríkisráðuneytinu síðdegis í gær. Dóms- og lögreglumál verða aftur á starfssviði innanríkisráðherra en forsætisráðherra hefur sinnt þeim undanfarna mánuði eftir að Hanna Birna sagði sig frá þeim málaflokki vegna opinberrar rannsóknar á lekamáli í ráðuneytinu. Forsætis- ráðherra býst við því að áfram verði skoðað með stofnun sérstaks dóms- málaráðuneytis en ákvörðunar væri ekki að vænta í því efni á næstunni. Ríkisstjórnin fær aukinn styrk  Ólöf Nordal tekin við embætti innanríkisráðherra  Dómsmálin aftur til innanríkisráðherra  Styrkur að fá hana í ríkisstjórn, segir forsætisráðherra  Einar afþakkaði ráðherrastólinn Morgunblaðið/Ómar Tilkynning Bjarni Benediktsson hélt tillögu sinni leyndri þar til eftir þing- flokksfund í gær og þá var í nógu að snúast við að svara fjölmiðlamönnum. Morgunblaðið/Ómar Breytt ríkisstjórn Ólöf Nordal er nýjasti ráðherra ríkisstjórnarinnar. Skipan hennar var staðfest á ríkisráðsfundi ríkisstjórnarinnar og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta eftir hádegi í gær. Ólöf hefur þegar tekið til starfa. ’ Ég óska að sjálfsögðu nýrri mann- eskju til hamingju með embættið og Ólöf er auðvitað öflug manneskja þannig að ég efast ekkert um að hún geti gert þetta vel. Þetta kom svolítið á óvart. Menn hafa aðallega verið með getgátur um það hver úr þing- flokknum þetta yrði þannig að þetta er kannski ekki eitthvað sem flestir reiknuðu með.“ Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG. ’ Ég bara óska henni velfarnaðar. […] Ég hefði ekki veðjað á þetta en mér líst bara vel á. Ég held að Ólöf sé vel að þessu komin. En þetta kem- ur á óvart vegna þess að hún hafði stigið út úr pólitík og nú stígur hún aftur inn og það er bara gaman að því.“ Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. ’ Þetta kom á óvart, sérstaklega þar sem Ólöf hafði lýst því yfir að hún ætlaði að hætta í pólitík í bili. En hún er að sjálfsögðu vel að þessu komin. […] Og það verður bara athygl- isvert að sjá hvernig henni tekst að vinna úr þeim miklu málum sem þarf að glíma við í þessu ráðuneyti.“ Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. ’ Landssamband sjálfstæðiskvenna óskar nýjum innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal, velfarnaðar í starfi. Hún hefur sýnt með verkum sínum að hún er vel hæf til að sinna þeim mikilvægu málaflokkum sem undir ráðuneyti hennar heyra. LS fagnar því að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæð- isflokksins, hafi gætt að kynjahlut- föllum við skipan í ráðherraembætti og kona hafi orðið fyrir valinu.“ Landssamband sjálfstæðiskvenna. ’ Hvöt, félag sjálfstæðiskvenna ósk- ar nýjum innanríkisráðherra, Ólöfu Nordal, innilega til hamingju. Það er mikill styrkur fyrir ríkisstjórn- ina að fá að njóta krafta og reynslu Ólafar. Hvöt óskar Ólöfu Nordal vel- farnaðar í erfiðu og krefjandi starfi.“ Stjórn Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna. Skipan Ólafar kom á óvart Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það er eingöngu verið að sam- þykkja útgreiðslur til forgangs- kröfuhafa, en með því komumst við í betri stöðu til að stíga næstu skref í afnámi hafta,“ segir Bjarni Bene- diktsson, fjármála- og efnahagsráð- herra, í samtali við Morgunblaðið. Vísar hann í máli sínu til þess að í gær var tilkynnt að samþykktar verða undanþágubeiðnir frá lögum um gjaldeyrismál sem gerir gamla Landsbankanum (LBI hf.) fært að inna af hendi greiðslur til forgangs- kröfuhafa fyrir um 400 milljarða. Skuldabréfið er uppgreiðanlegt Tildrög undanþágunnar eru þau að LBI og Landsbankinn hafa náð samkomulagi um breytingar á skil- málum skuldabréfa sem gefin voru út af Landsbankanum á grundvelli ákvörðunar Fjár- málaeftirlitsins, frá því í október 2008, um upp- skiptingu eigna og skuldbindinga í kjölfar falls Landsbanka Ís- lands. Fela breyting- ar á skilmálum skuldabréfsins milli LBI annars vegar og Lands- bankans hins vegar í sér lengri af- borgunarferil skuldabréfsins auk þess sem búið er að minnka endur- fjármögnunaráhættuna eftir 2018. Í tilkynningu fjármála- og efnahags- ráðuneytis kemur fram að skulda- bréfið sé uppgreiðanlegt. Er því mögulegt fyrir bankann að endur- fjármagna bréfið þegar betri kjör eru í boði á fjármagnsmörkuðum. Undanþágufjárhæðin, sem er um 400 milljarðar króna, nemur tæplega 5% af upphaflegum kröfum í bú hinna föllnu banka. Með þeim greiðslum sem nú verða heimilaðar hafa forgangskröfuhafar í bú Lands- bankans fengið um 85% af höfuðstóli krafna sinna greiddan. Forgangs- kröfur í bú Glitnis og Kaupþings eru nú þegar að fullu greiddar. Auðveldar erlenda fjármögnun Fram kemur í tilkynningu Seðla- banka Íslands að mat bankans sé það að skilmálabreytingin mun hafa jákvæð áhrif á efnahagslegan og fjármálalegan stöðugleika þjóðar- búsins og auðvelda losun fjármagns- hafta. „Hætta á óstöðugleika í greiðslu- jöfnuði þjóðarbúsins næstu árin minnkar því, enda verður greiðslu- byrði af gjaldeyrisskuldum inn- lendra aðila töluvert minni en áður var áætlað eða sem nemur 124 ma.kr. fram til ársins 2018. Betri fjármögnun Landsbankans hf. ætti að liðka fyrir fjármögnun Lands- bankans á erlendum lánsfjármörk- uðum á viðráðanlegum kjörum og auðvelda honum að mæta þörfum at- vinnulífsins fyrir lánsfjármagn í er- lendri mynt,“ segir í tilkynningu. Bjarni segir fullmótaðar tillögur um heildstæða stefnu stjórnvalda um afnám fjármagnshafta nú liggja fyrir. Munu ráðgjafar ríkisstjórnar- innar kynna stjórnvöldum tillögurn- ar á næstu dögum, jafnvel í dag eða næstkomandi mánudag. Að því loknu fara tillögurnar til vinnslu inni í stjórnkerfinu í samvinnu við Seðla- banka Íslands. Um 400 milljarðar greiddir út  Seðlabankinn veitir LBI hf. undanþágu fyrir greiðslu til forgangskröfuhafa  Sátt um breytta skilmála skuldabréfa Bjarni Benediktsson Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir þetta góð tíðindi fyrir efnahagslíf Íslands. „Með þessu er stigið veigamikið skref til að leysa viðfangsefni er varða skuldastöðu þjóðarbúsins og afnám fjármagnshafta. Skilmálar nýju skuldabréf- anna eru mjög vel viðráðanlegir fyrir Landsbankann og mun þessi breyting auðvelda bankanum al- þjóðlega lánsfjármögnun eins og áður hefur komið fram. Þá felur samkomulagið í sér að sérstökum hömlum á arðgreiðslur hefur verið hrundið úr vegi til hagsbóta fyrir hluthafa bankans,“ segir Steinþór í til- kynningu. VEIGAMIKIÐ SKREF STIGIÐ Steinþór Pálsson Góð tíðindi fyrir efnahag

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.