Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Svanhildur Eiríksdóttir svanhildur.eiriksdottir@reykjanesbaer.is S ossa er ekki iðin við sýn- ingarhald á Íslandi og því hafa árleg jólaboð hennar í byrjun aðventu verið fastur liður bæði í hennar uppskeru en ekki síður í menningarlífi Reykjanesbæjar. Myndirnar sem sýndar verða í vinnustofu málarans við Mánagötu á morgun, laugardag, marka nokkra sérstöðu í listferli Sossu því þau eru öll innblásin af ljóðum Ant- ons Helga Jónssonar. „Anton Helgi hefur lengi verið í miklu uppáhaldi hjá mér, alveg frá því að fyrsta ljóðabókin hans kom út árið 1974, „Undir regnboga“. Vegna hrifn- ingar minnar hafði ég bókina upp- stillta á borði, en hana prýða myndir eftir barn, bæði á kápu og innan í bókinni. Sonur minn, sem þá var 7 ára, hafði bókina í augn- hæð og hreifst mikið af henni, svo mikið að hann las hana alveg upp til agna,“ sagði Sossa í samtali við blaðamann. Síðan þá hefur Anton Helgi sent frá sér 6 ljóðabækur, auk ljóðaþýðinga, og þær hefur Sossa drukkið í sig. „Ég hef bæk- urnar gjarnan á náttborðinu til að grípa í og lesa, jafnvel fyrir bónd- ann.“ Tekur listina alvarlega en ekki sjálfa sig of hátíðlega Sossa sagði sér líka best hversu myndræn ljóð Antons Helga eru og húmorísk. „Við Anton Helgi eigum það sameiginlegt að taka listina alvarlega en sjálf okkur ekki of hátíðlega. Ég vil að fólk labbi að verkum mínum og brosi, jafnvel skelli upp úr. Þá veit ég að húmorinn hefur náð í gegn. Hugs- aðu um þessa setningu: „Ég þvæl- ist alltaf fyrir sjálfum mér.“ Mér finnst hún alveg frábær.“ Sossa tekur þó skýrt fram að hún sé alls Ég vil að fólk brosi, jafnvel skelli upp úr Þó að málarinn Sossa verði fyrir áhrifum víða að, af öllu sem hún upplifir, hafa ljóð skáldsins Antons Helga Jónssonar einkum verið henni mikill innblástur að undanförnu. Í málverkum hennar hafa setningar og ljóðabútar skáldsins lifnað við. Þau verða til sýnis í árlegu jólaboði hennar á morgun í Reykjanesbæ. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Innblásin af ljóðum Hér er listakonan Sossa með ljóðabók Antons Helga, Ljóð af ættarmóti, og á veggnum hangir mynd hennar af ættarmóti. Nú um helgina, laugardag og sunnu- dag, verður hin árlega jólahelgi á glerblástursverkstæðinu Bergvík á Kjalarnesi. Opið hús verður báða dag- ana frá klukkan 10 til 15 og ætlar eig- andinn, Sigrún Ólöf Einarsdóttir, að sýna glerblástur, sem er magnað fyr- irbæri, en Sigrún Ólöf hefur rekið verkstæðið í rúma þrjá áratugi, eða allt frá því árið 1982. Einnig verða um helgina gestablásararnir Harvey Me- ar og Kresten F. Bindesböll frá Dan- mörku, og munu þau sýna hvernig farið er að í glerblæstri. Útsala verð- ur á útlitsgölluðum glermunum og af- sláttur af öðru gleri. Boðið verður upp á kaffi og pipar- kökur og Hilmar Hjartarson mun spila á harmoniku á laugardagsmorg- uninn til að skapa notalega stemn- ingu. Verkstæðið er á milli Klébergs- skóla og Grundarhverfis. Allir eru hjartanlega velkomnir. Vefsíðan www.gleribergvik.is Glerblástur Sigrún Ólöf hefur starfað í áratugi við glerblásturinn. Jólahelgin í glerverkstæðinu Hönnunarmarkaður PopUp Verzlunar verður settur upp í portinu í Hafnar- húsinu nú um helgina og aftur þar næstu helgi. Meðal þeirra hönnuða sem verða á markaðinum eru BARA, Cooldesign, Deathflower, Gust, Heli- copter, Hildur Yeoman, Kyrja, Milla Snorrason, Marý, RIM, Rimmbamm, SHE, smekkir.is, Soolveig, Terta Duo, Varpið og VEGG. Reykjavík Roasters kaffihús mun setja upp skyndi-kaffi- hús á fyrri markaðnum nú um helgina (og mögulega á þeim seinni). Hafnarhúsið verður með dagskrá sem inniheldur m.a. jóla- vætti Reykjavíkur, gaman fyrir yngstu kynslóðina. Endilega... ...kíkið á PopUp um helgina Helicopter Aldeilis flott hönnun. Danski geðlæknirinn og rithöfundur- inn Mikkel Rasmussen og íslenski ljósmyndarinn Gísli Dúa Hjörleifsson hafa síðastliðin fimm ár unnið í sam- einingu að bók sem kemur út von bráðar. Efnistökin eru hin óvenjuleg- ustu en umfjöllunarefnið er geim- ævintýri Mikkels. Þeir félagar sem búsettir eru í Danmörku, hafa komið til Íslands á sumrin og ekið um há- lendið, sofið úti og drukkið í sig óþrjótandi fegurð hins ævintýralega íslenska landslags. Á ferðalögunum kynntist Daninn heimahögum Gísla töluvert og eftir að hafa rýnt í menn- ingu, náttúru, hjátrú og fólkið á eyj- unni bláu, ákváðu þeir að skrifa bók- ina um Týnda geimfarann. Einstaklega skemmtilegar myndir Gísla prýða bókina og á þeim má sjá Mikkel í geimfarabúningi í íslenskri náttúru. Hægt er að styrkja verkefnið og taka þátt í því gegnum síðuna www.karolinafund.com og kaupa má bókina í forsölu á síðunni www.findthelostastronaut.com Vísindaskáldsaga í myndum og máli Týndur geimfari á hálendi Íslands – lokadagur söfnunar Ljósmynd/Gísli Dúa Hjörleifs Náttúran Í dag lýkur söfnun fyrir útgáfu Týnda geimfarans á karolinafund. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Mikið úrval af töskum, fötum og fallegum fylgihlutum Fagleg þjónusta í 60 árKringlan 4-12 • Sími 533 4533 • www.facebook.com/HYGEA Ný sending

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.