Morgunblaðið - 05.12.2014, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 05.12.2014, Qupperneq 11
Tómatar í kös Þessi mynd er undir áhrifum frá ljóði Antons Helga, Prófarkalesari ávarpar tómatana. ekki að myndskreyta ljóð Antons Helga, heldur sé innblásin af þeim. Illa sofinn prófarkalesari rápaði inn í ávaxta- og grænmetiskæli á einhvers konar föstudegi. Þá heyrðist rödd. Það heyrðist rödd. Já rödd. Tómatur í kös í bláum kassa kallaði og spurði: Svara þú mér, spekingur: Hvort er tómaturinn ávöxtur eða grænmeti? Þetta var í hádeginu á föstudegi. Þarna var ekki neinn til svara nema illa sofinn prófarkalesari. Skyndilega risu gúrkurnar upp. Þær tóku dansspor og sungu viðlag: Hvað er ég? Hver er ég? Hvert er eðli mitt? (Brot úr ljóðinu Prófarkalesari ávarpar tómatana úr „Tvífari gerir sig heimakominn“, 2014) Úr þessu ljóði varð til mynd sem sýnir ringlaðan prófarkalesara og tómata í kös í bláum kassa. Dapurlegri er ljóðmælandinn sem syrgir enn rauðu skóna 40 árum síðar og úr varð skemmtileg mynd: Ég mátaði rauða skó í London. Stúlkan sagði: Þetta er síðasta parið. Ég ákvað samt að bíða. Hver trúir sölufólkinu? Ég ákvað að ganga einn hring í verslunarmiðstöðinni. Þetta var góður dagur og margt að sjá. Þegar ég kom til baka voru skórn- ir farnir. Hún þóttist ekkert vita. Það eru bráðum liðin fjörutíu ár. Engir skór hafa enst mér eins vel. (Úr „Ljóð af ættarmóti“, 2010) Anton Helgi Jónsson hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör í byrjun þessa árs og náði þeim einstaka ár- angri að vera fyrstur skálda til að hljóta verðlaunin í annað sinn. Verðlaunin hlaut Anton Helgi fyrir ljóðið Horfurnar um miðja vikuna, sem er eitt ljóðanna í nýj- ustu ljóðabók skáldsins „Tvífari gerir sig heimakominn“ og Sossa hefur drukkið í sig að undanförnu ásamt ljóðunum í bókinni „Ljóð af ættarmóti“. Anton Helgi mun lesa ljóð sín í jólaboði Sossu, sem hefst kl. 17 og tónlistarmaðurinn Svavar Knút- ur mætir með gítarinn og gleður boðsgesti með söng. „Ég hef haft þetta fyrir hefð frá því ég flutti aft- ur til Keflavíkur fyrir 18 árum og brydda alltaf upp á einhverju nýju í hvert sinn. Að jólaboði loknu get ég síðan hafið minn jólaundirbún- ing,“ sagði Sossa að lokum. Endingargóðir skór Mynd undir áhrifum ljóðs um rauða skó sem fylgdu ljóðmælanda í hartnær 40 ár, í söknuði. Heimasíða Sossu: www.sossa.is DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Eins og allir vita þá erustórstjörnurnar BeyoncéKnowles og Jay Z á land-inu. Eins og Íslendinga er von og vísa þá hefur áhugi á þess- um nýju „Íslandsvinum“ verið gríðarlegur og vissir fjölmiðlar reynt að fylgjast með ferð þeirra skref fyrir skref. Lítið sem ekkert hefur verið gefið upp um ferðir pars- ins en þau eiga víst að hafa farið í Bláa lónið og skoðað Skógafoss. Síð- an hefur því verið haldið fram að þau ætli að geta eitt stykki barn hér en ég sel það nú ekki dýrara en ég keypti það. En þarf ekki að sýna hjónunum „alvöru“ Ísland og Íslend- inga? Hvernig væri nú að sleppa þessum ferðamannastöðum í eitt skipti? Ég held til dæmis að Beyoncé og Jay Z hefðu gaman af því að fara í Hagkaup í Skeifunni á miðnætti í kvöld. Þar fá þau sko að sjá alvöru Ís- lendinga í sínu náttúrulega umhverfi, að troða nammi ofan í poka. Urrandi hver á annan yfir Haribo-inu og saltpillunum. Minn- ir á fínustu Safari- ferð. Svo gæti Beyoncé jafnvel rekist á gott tilboð á garni eða töfra- sprota. Hversu hentugt? Frá Skeif- unni væri upplagt að fara niður í bæ og fá mjög svo fágaða vín- menningu Íslend- inga beint í æð. Ímyndaðu þér, Beyoncé sjálfa að taka lagið á Live Pub á meðan Jay Z skellir sér í kass- ann? Eða í röðinni á Kaffibarnum að bölva fólkinu í „VIP“-röðinni? Ætli þau verði beðin um skilríki? Frá Kaffi- barnum væri jafnvel hægt að fara á Nonnabita. Þar er hægt að fá allt það sem íslenskur landbúnaður hef- ur upp á að bjóða, pepperoni, beikon og kokteilsósu. Þetta bara getur ekki klikkað! Síðan væri kjörið að láta þau taka leigubíl heim, því eins og allir vita gerast helstu ævintýri Reykjavíkur í leigubílaröðinni. Það er nefnilega alls ekki ólíklegt að þau myndu eignast vini fyrir lífstíð í leigubílaröðinni. Það er reyndar líka lík- legt að þau lendi í slag. Á laugardaginn þyrfti síðan auðvitað að fara með þau í Bauhaus, maður þarf alltaf eitt- hvað þaðan og svo að sjálfsögðu Toys R Us. Ég hef nefnilega heyrt að aumingja Blue Ivy eigi eiginlega ekki neitt dót. Ef tími gefst er síðan kjörið að fara með þeim í IKEA og leyfa þeim að smakka hangikjöt, svona í tilefni hátíðar ljóss og friðar og að það kosti bara 995 krónur. En mikilvægast er að þau séu í Nike Free-skóm, 66° Norður úlpu og haldi á Ittala-vasa. Þau þurfa nú að passa inn í hópinn! »Ímyndaðu þér,Beyoncé sjálfa að taka lagið á Live Pub á meðan Jay Z skellir sér í kassann? HeimurAuðar Auður Albertsdóttir audura@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.