Morgunblaðið - 05.12.2014, Page 12

Morgunblaðið - 05.12.2014, Page 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 BAKSVIÐ Guðni Einarsson gudni@mbl.is Verði þróun eldgossins í Holuhrauni með sama hætti og verið hefur munu bæði sig Bárðarbungu og eldgosið halda áfram í að minnsta kosti nokkra mánuði. „Þróunin gæti orðið með öðrum hætti og sviðsmyndir um eldgos undir jökli og í Bárðarbungu eru enn mögulegar,“ að mati vís- indamannaráðs almannavarna. Þetta kom fram í skýrslu eftir fund ráðsins í fyrradag. Vísindamanna- ráðið kemur aftur saman til fundar í dag. Á fundinum var farið yfir gögn um þróun atburðanna í Bárðarbungu og eldgossins frá upphafi umbrotanna. Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu er ein sú mesta sem mælst hefur í eld- fjalli í heiminum. Heldur hefur dreg- ið úr sigi Bárðarbungu og gosinu í Holuhrauni. „Jarðskjálftavirkni og hraunflæði er þó enn mikið í samanburði við þau eldgos sem orðið hafa á Íslandi í yfir hundrað ár,“ segir í skýrslunni. Þar kemur einnig fram að mjög mikil skjálftavirkni hafi verið í Bárðar- bungu frá því um miðjan ágúst. Hún náði hámarki í fyrrihluta september. Síðan hefur dregið hægt úr skjálfta- virkninni þótt hún sé enn mjög mikil. Mjög mikil skjálftavirkni fylgdi framrás kvikugangsins í seinnihluta ágúst. Úr henni dró mikið eftir að eldgosið hófst í Holuhrauni. Enn verða þó jarðskjálftar í ganginum, en þeir eru litlir og tiltölulega fáir. 80 km2 flæmi er að síga Nokkrum dögum eftir að um- brotin byrjuðu fór botn öskju Bárð- arbungu að síga um allt að 80 senti- metra á dag. Síðan hefur hægt á siginu jafnt og þétt og nú er það um 25 sentimetrar á dag. „Sigið hefur lögun skálar og er það mest um 50 metrar í miðju hennar en minna til jaðranna. Sigið nær til um 80 ferkíló- metra svæðis og rúmmál þess er nú um 1,4 rúmkílómetrar. Sighraðinn í september samsvarar flæði undan Bárðarbungu sem nam 200-250 rúm- metrum á sekúndu. Heldur hefur dregið úr flæðinu og er það nú um 130 rúmmetrar á sekúndu. Öskjusig eru fátíð og hafa ekki orðið á Íslandi síðan 1875 þegar Öskjuvatn mynd- aðist.“ Túlkun á GPS- og gervitungla- mælingum bendir til þess að rúmmál kviku í ganginum sé um 0,5 rúmkíló- metrar. Eftir að gosið hófst hefur landsig verið stöðugt, en farið hægt minnkandi, í átt að Bárðarbungu. Nýja hraunið er stærsta hraun sem runnið hefur hér frá Skaft- áreldum (1783-1784) og sennilega þriðja stærsta hraun sem runnið hefur á jörðinni síðan í Skaftár- eldum. Eitt helsta sérkenni gossins sem hófst í Holuhrauni 31. ágúst sl. er mikið og óvenju stöðugt hraun- flæði. Hraunbreiðan er nú orðin 76 ferkílómetrar og er talið að rúmmál hraunsins sé um einn rúmkílómetri. Kvikan sem kemur upp er frekar frumstætt basalt með efnafræðileg einkenni eldstöðvakerfis Bárðar- bungu. Bergfræði kvikunnar bendir til þess að hún hafi náð jafnvægi á 9- 20 kílómetra dýpi sem þýðir að hún hafi verið á þeim slóðum í jarðskorp- unni áður en hún kom upp á yf- irborðið. Þegar hröðunarmælir var settur ofan á öskjuna kom í ljós að kvika var mun grynnra undir Bárðar- bungu en áður var talið eða á 1-3 km dýpi í stað 5-8 km. Matthew J. Ro- berts, verkefnisstjóri hjá Veðurstof- unni sem sat fund vísindamanna- ráðsins, var spurður um þetta. Hann sagði að mörgum spurningum væri ósvarað, meðal annars um af hvaða dýpi kvikan komi upp á yfirborðið. Ljóst er að upphaflega kom hún af mjög miklu dýpi. Hann sagði hægt að ráða af stærð örsmárra kristalla í hraunsýnum á hve miklu dýpi kvik- an hefði náð jafnvægi. Roberts var einnig spurður um hvernig sig í Bárðarbungu upp á 1,4 km3 og hraun upp á 1 km3 rímaði saman. Hann benti á að í hraunganginum væru um 0,5 km3 af kviku. Gasmengun frá gosinu í Holu- hrauni hefur haft áhrif víða um land og er það í fyrsta sinn sem slíkt ger- ist í 150 ár. Það stafar af lengd og stærð gossins. Flæði brennisteins- díoxíðs (SO2) í gosmekkinum hefur mælst mest 1.300 kg á sekúndu. Meðaltal fyrir fyrsta mánuð gossins er talið hafa verið 400 kg/sek. Mikið hraunflæði og jarðskjálftar  Sigið í Bárðarbungu og eldgosið í Holuhrauni gætu haldið áfram í nokkra mánuði til viðbótar, að mati vísindamanna  Jarðskjálftahrinan í Bárðarbungu er ein sú mesta sem mælst hefur í eldfjalli Morgunblaðið/RAX Holuhraun Nýja hraunið, sem kallað hefur verið Nornahraun, er stærsta hraun sem runnið hefur hér frá Skaftáreldum (1783-1784). Sennilega er það þriðja stærsta hraun sem runnið hefur á jörðinni síðan þá. Hraunbreiðan er nú 76 ferkílómetrar og talið er að rúmmál hraunsins sé orðið um einn rúmkílómetri. Orka og hreysti til að njóta aðventunnar Lifestream, lífræn næring, fæst í apótekum, heilsubúðum og helstu stórmörkuðum. „Háskólaráð þakkar þann skilning og stuðning sem Háskóli Íslands hef- ur mætt af hálfu ríkisstjórnar og þingflokka á Alþingi,“ segir í ályktun háskólaráðs HÍ, sem samþykkt var að lokinni umræðu um fjárhagsstöðu og horfur í fjármálum fyrir árið 2015 á fundi ráðsins í gær. Í ályktuninni segir ennfremur: „Með þeim breytingum sem fyrir- hugaðar eru á frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2015 er komið umtalsvert til móts við sjónarmið sem Háskóli Íslands hefur sett fram í fyrri bókun háskólaráðs, dags. 11. september sl., og í viðræðum við mennta- og menn- ingarmálaráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og fjárlaganefnd Alþingis. Í þeim viðræðum hefur komið fram skilningur á stöðu og starfsemi háskólans. Stuðningurinn er Há- skóla Íslands einkar mikilvægur og í raun forsenda þess að skólinn geti rækt hlutverk sitt í þágu íslensks samfélags og haldið áfram sókn sinni á alþjóðavettvangi. Þá fagnar háskólaráð því að for- sætisráðherra hefur boðað til fyrsta fundar nefndar um stefnumótun um framtíðarfjármögnun Háskóla Ís- lands, samkvæmt ákvæðum samn- ings um Aldarafmælissjóð Háskóla Íslands.“ Háskólaráð þakkar skilning og stuðning  Komið til móts við sjónarmið HÍ Morgunblaðið/Ómar Háskóli Íslands Fjárhagsstaðan og horfurnar á næsta ári voru til umræðu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.