Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 20

Morgunblaðið - 05.12.2014, Síða 20
Morgunblaðið/Sigurður Bogi Stórhýsi Framkvæmdir við viðbyggingu við Sundhöll Selfoss standa nú sem hæst og skapa tugum manna vinnu. en fjölgar fljótlega í um 50. „Undir vorið koma hingað málarar, píparar, rafvirkjar og fleiri,“ segir Axel Dav- íðsson, sem stýrir verkefninu fyrir hönd JÁ-verks. Sama fyrirtæki ann- ast stækkun Sunnulækjarskóla á Selfossi, verkefni sem nú er að hefj- ast. Gert er ráð fyrir að 1. áfanginn verði tekinn í notkun næsta haust en verkinu öllu ljúki síðla árs 2016. Mun þetta þegar best lætur skapa tugum iðnaðarmanna atvinnu. Dreifbýlið er mikilvægt Jón Rúnar Bjarnason var fyrr á árum framkvæmdastjóri rafverk- takafyrirtækisins Árvirkjans. Hann þekkir því til mála frá nokkrum hlið- um. „Verkefni, eins og skólabygging og sundlaug, smita út frá sér. Meira verður að gera í byggingarvöru- verslunum, almenningur eykur við sig í innkaupum, sækir meira í af- þreyingu og jafnvel opinbera þjón- ustu og koll af kolli. Og séu mörg járn í eldi hjá stærri fyrirtækjum sinna þau minna um smærri verk- efni sem einyrkjar í stétt iðn- aðarmanna grípa,“ segir Jón Rúnar og heldur áfram: „Nú er bygging íbúðarhúsnæðis hér á Selfossi að fara aftur af stað. Verið er að vinna í grunnum og sökklum húsa sem staðið hafa óhreyfðir. Sumstaðar er verið að slá upp. Við þetta bætast verkefni í dreifbýlinu fyrir sveitarfélög, fyr- irtæki, bændur og sumarbústaða- fólk, en slík þjónusta skapar mörg störf og er mikilvæg undirstaða at- vinnulífsins hér.“ Hundrað iðnaðarmenn hafi vinnu  Framkvæmdir við sundlaug á Selfossi og stækkun grunnskóla að hefjast  Umsvifin smita út frá sér, segir útibústjóri Íslandsbanka  Allt var stopp frá hruni  Unnið í óhreyfðum grunnum Vandvirkni Hjá Selósi einbeita menn sér að smíði hurða og gluggakarma. Verkamaður Gert að kranastykki við Sunnulækjarskóla, sem á að stækka. SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég hef lengi sagt að sé hér á Sel- fossi unnið að einu til tveimur stærri byggingarverkefnum sem skapa 100 iðnaðarmönnum vinnu sé samfélagið í góðum málum. Hér hefur verið ládeyða síðustu ár en það hafði af- gerandi þýðingu í rétta átt þegar hafist var handa um viðbyggingu sundlaugarinnar hér síðasta vor. Með því komst hreyfing á hluti,“ segir Jón Rúnar Bjarnason, útibússtjóri Íslands- banka á Selfossi. Sé drauma viðskiptavina rætast Öldurnar í samfélaginu berast fljótt inn í bankana, miðstöð pening- anna. „Starf bankamanna er skemmtilegt, því með lánveitingum og liðsinni á maður hlutdeild í því að draumar viðskiptavina, sem maður veit flestum deili á, rætast,“ segir Jón Rúnar sem stýrir útibúi þar sem öllu Suðurlandi er sinnt. Miklar framkvæmdir voru á svæðinu frá aldamótum fram að hruni, þegar allt hrökk í baklás. Á þessu ári hafa orð- ið umskipti og þar munar um ferða- þjónustuna. „Núna er nokkuð um að ferða- bændur sem eru með kannski tíu gistiherbergi stækki við sig. Fjölgi herbergjum um fjögur til átta. Eru þá komnir með hagkvæmari rekstur og fjölgun ferðamanna skapar grundvöllinn,“ segir Jón Rúnar. Þurfa tugi starfsmanna Það eru stórverkefnin sem mest munar um. Framkvæmdir við Sund- höll Selfoss sem hófust í vor og á að ljúka í byrjun komandi sumars er nokkuð sem munar um. Þar eru í dag um 20 iðnaðarmenn að störfum Jón Rúnar Bjarnason 20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Kauptúni 3 / Garðabæ / Sími: 564-3364 Ævintýraleg gæludýrabúð kíktu í heimsókn Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Vinnumálastofnun byrjar í dag að greiða þeim einstaklingum sem eru á atvinnuleysisskrá út desemberupp- bót samkvæmt ákvörðun Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðis- málaráðherra. Full desemberuppbót er 53.647 krónur en greiðsla til hvers og eins reiknast í hlutfalli við rétt hans til at- vinnuleysisbóta á árinu. Samkvæmt upplýsingum sem fengust í velferð- arráðuneytinu er áætlað að greiðsla desemberuppbótar kosti Atvinnu- leysistryggingasjóð 185 milljónir króna. Þarf ekki að leita heimildar í fjáraukalögum Útgjöldin eru sögð rúmast innan heimildar sjóðsins í ár og þarf því ekki að leita eftir heimild í fjárauka- lögum til að greiða atvinnulausum desemberuppbótina en frumvarp til fjáraukalaga er nú til meðferðar á Alþingi. Óvissa ríkti fram eftir desember- mánuði í fyrra um hvort atvinnuleit- endur fengju desemberuppbót greidda. Það var síðan ákveðið 18. desember eftir að samkomulag náð- ist um afgreiðslu fjárlaga á Alþingi. Heildarkostnaðurinn þá var áætlað- ur 450 milljónir. Samkvæmt upplýsingum velferð- arráðuneytisins er ástæða þess hve kostnaðurinn hefur lækkað frá því í desember í fyrra sú að atvinnulaus- um á skrá hefur fækkað mikið á því ári sem liðið er. Samkvæmt seinasta yfirliti Vinnu- málastofnunar yfir stöðuna á vinnu- markaði mældist 3,2% atvinnuleysi á landinu öllu í október en það var ríf- lega 4% fyrir ári. Byrjað að greiða út uppbótina í dag  Desemberuppbót til atvinnulausra kost- ar 185 milljónir kr. Morgunblaðið/Ómar Jólabónus Atvinnuleitendur eiga rétt á eingreiðslu í desember.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.