Morgunblaðið - 05.12.2014, Page 21

Morgunblaðið - 05.12.2014, Page 21
FRÉTTIR 21Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Í drögum að fjárhags- áætlun sveit- arfélagsins Árborgar fyrir næsta ár seg- ir að stór- framkvæmdir verði meira áberandi nú en stundum áður, það er bygging grunn- skóla, sundlaugar og hreinsi- stöðvar fráveitu. Verkefni þessi séu jafn mörg og stundum áður, en á móti komi að hin fyrr- nefndu sé mannaflsfrek. Til við- bótar við þetta komi svo ýmis smærri mál, svo sem gerð göngustíga, viðhald gangstétta, vatnsöflun og fleira. „Í fjárhagsáætluninni, sem unnin hefur verið í góðu sam- starfi allra flokka í bæjarstjórn, kemur fram að tvö stór verkefni munu taka til sín megnið af því fé sem ætlað er til fjárfestinga, það er sundlaugin og skólinn,“ segir Ásta Stefánsdóttir bæj- arstjóri. Yfir 8.000 manns Á líðandi ári hefur íbúum í Ár- borg fjölgað hraðar en síðustu ár og fór íbúafjöldinn yfir 8.000 íbúa markið í október síðast- liðnum. Nokkuð er um fram- kvæmdir við uppbyggingu íbúð- arhúsnæðis og staða á leigu- markaði hefur batnað, einkum eftir að Íbúðalánasjóður seldi fjölda íbúða í blokkum á Sel- fossi. Höfðu þessar íbúðir lengi staðið auðar en beðið var með sölu þeirra uns réttar aðstæður á markaði mynduðust. „Áhersla er á að byggja upp inn- viði samfélagsins og að grunn- kerfi þau sem sveitarfélagið rekur, s.s. götur og veitur, anni því álagi sem er fyrir,“ segir Ásta Stefánsdóttir um áhersl- urnar í Árborg. Áherslan á innviði og grunnkerfi MÖRG VERKEFNI Í GANGI Ásta Stefánsdóttir Fjölskylda Hilmis Högnasonar frá Vatnsdal í Vestmannaeyjum og Öldu Björnsdóttur, eiginkonu hans, hefur fært leikstofu Barna- spítala Hringsins að gjöf bókina „Litla lundapysjan“ sem er eftir Hilmi. Hún hefur verið gefin út á 8 tungumálum og fékk leikstofan eina bók á hverju þeirra; íslensku, dönsku, sænsku, norsku, ensku, frönsku, spænsku og þýsku. Það kemur sér vel á leikstofunni því þar dvelja oft börn af erlendum uppruna. Hilmir er 91 árs og Alda 86 ára og þau búa nú í Hraunbúðum í Vestmannaeyjum. Gunnar Júl- íusson teiknari, sem á ættir að rekja til Vestmannaeyja, teiknaði myndirnar í bókinni. Útgefandi er Örn Hilmisson, sonur höfundarins. Með gjöfinni færir fjölskylda Hilmis og Öldu kærar kveðjur og þakkar fyrir gott starf á Barna- spítala Hringsins. Þau hjón eign- uðust átta börn sem komust öll á legg við góða heilsu. „Það er ekki sjálfgefið,“ er haft eftir Öldu í til- kynningu frá spítalanum. Eitt barnabarnabarn hefur notið þjón- ustu spítalans. Bækurnar afhentar á afmælisdegi barnabarnanna Þrjú barnabarnanna fæddust 2. desember og voru bækurnar af- hentar á afmælisdegi þeirra 2014. Börn Andra, eins af afmælisbörn- unum, þau Heimir Örn og Lilja Björk, afhentu gjöfina fyrir hönd langafa síns. Svo vill til að móð- uramma þeirra tengist barnaspít- alanum beint því hún er deild- arstjóri vökudeildarinnar. Á myndinni eru Sigurbjörg A. Guttormsdóttir leikskólakennari, Margrét O. Thorlacius deildar- stjóri, Heimir Örn Andrason, Hrefna Hilmisdóttir, Heiða Lind Heimisdóttir og Lilja Björk Andra- dóttir. Ljósmynd/Landspítali Lundapysja á átta tungumálum  Leikstofa Barnaspítala Hringsins fékk bækur á átta tungumálum Auðbrekku 3 ~ 200 Kópavogur ~ Sími: 564 1660 ~ oreind.is Þar sem að gervihnattabúnaðurinn fæst YFIR 100 FRÍAR SJÓNVARPSSTÖÐVAR MEÐ GERVIHNATTABÚNAÐI FRÁ OKKUR 20% verðlækkunvörugjalda HJÁ OKKUR ER OPIÐ Í HÁDEGINU OG LANGT FRAM Á KVÖLD TAPASHOUSE - ÆGISGARÐUR 2 - SÓLFELLSHÚSIÐ - 101 REYKJAVÍK +354 512 81 81 - INFO@TAPASHOUSE.IS - WWW.TAPASHOUSE.IS JÓLATAPAS GRÝLU ALLAN DESEMBER Á TAPASHÚSINU 3. RÉTTA FORRÉTTIR GLUGGAGÆGIS Kryddjurtagrafinn Lax...rúgbrauð, rauðrófa, valhnetur Spænsk Serranóskinka...tómatur, ólífur, grand mariner AÐALRÉTTUR KJÖTKRÓKS Reykt Andabringa & sinnepsgljáður Hamborgarahryggur Trufflusveppasósa, eplapestó, graskersmauk EFTIRRÉTTUR SNÆFINNS Tobleronesúkkulaðimús... appelsína, kanill, karmellusósa Kr. 7.400 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Sóknargjöld þurfa að hækka um 663 milljónir króna til að leiðrétt sé fyrir skerðingu á árunum eftir hrunið. Þetta kemur fram í svari innan- ríkisráðuneytisins um þróun sóknar- gjalda en tilefnið er sú gagnrýni Þor- valdar Víðissonar biskupsritara að fyrirhuguð hækkun sóknargjalda um 50 milljónir á næsta ári, og 29,3 millj- óna króna skerðing gjaldanna á móti, dugi ekki til að gjöldin fylgi verðlagi. Voru gjöldin lækkuð með vísan til reikniskekkju. Af því tilefni var send fyrirspurn til innanríkisráðuneytisins, hvers vegna sóknargjöldin voru ekki hækkuð meira til að vega á móti skerðingu í kjölfar efnahagshrunsins. 165 milljónir króna á ári „Starfshópur sem skipaður var til að skoða sérstaklega skerðingar á fjárheimildum sóknargjalda komst að þeirri niðurstöðu að þau hefðu verið skert meira en almennt hjá ríkis- aðilum og til að jafna hana út þyrftu framlög fjárlaga að hækka um 663 m.kr. Ráðherra samþykkti að beita sér fyrir því að þetta yrði gert á næstu fjórum árum með því að minnka skerðinguna og hækka þannig fram- lagið um 165 m.kr. á ári. auk verð- lagsbóta. Innanríkisráðuneytið gerði tillögu um þetta við undirbúning fjár- laga 2015 og hækkaði fjárhæðir um samtals 165 m.kr. og gerði ráð fyrir að um 65 m.kr. kæmu síðan til við- bótar í launa- og verðlagsuppfærslu fjárlaga. Svo varð þó ekki og þess vegna er nú sett inn við 2. umræðu um fjárlög 50 m.kr. leiðrétting að hluta upp í þessar verðlagsbætur, en enn vantar 15 m.kr. til að ná að fullu verðlagsbótum milli ára.“ Minni fjölgun en spáð var „Skekkja í útreikningum skýrist af því að á undangengnum árum hafa sóknargjöld verið hækkuð tímabund- ið af almennum skatttekjum ríkis- sjóðs. Skv. lögum um sóknargjöld o.fl. greiðist tiltekið hlutfall þeirra í Kirkjumálasjóð og Jöfnunarsjóð sókna. Breytingin nú veldur því að sóknargjöld til þjóðkirkjunnar lækka um 29,3 m.kr. en framlag í Kirkju- málasjóð og Jöfnunarsjóð sókna hækkar í staðinn um 15,3 m.kr. Mis- munurinn stafar af minni fjölgun í þjóðkirkjunni en gert var ráð fyrir.“ Sóknargjöld þurfa að hækka um 663 millj.  Innanríkisráðuneytið segir gjaldið verða hækkað í fjórum áföngum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.