Morgunblaðið - 05.12.2014, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.12.2014, Qupperneq 23
Morgunblaðið/G.Rúnar Arður Hátt eigið fé skráðra félaga. Samtals hafa félögin sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar greitt hluthöfum sínum liðlega 20 milljarða króna það sem af er þessu ári. Þess- ar greiðslur skiptast þannig að 12 milljarðar voru greiddir hluthöfum í arð vegna afkomu síðasta árs, N1 færði niður hlutafé og greiddi út eig- ið fé fyrir 3,9 milljarða og Össur keypti eigin bréf fyrir 3,6 milljarða króna. Þá hafa TM, VÍS og Vodafone keypt eigin bréf fyrir samtals 1 millj- arð króna. Þetta kemur fram í Mark- aðspunktum Arion banka. Greiðslur til hluthafa samsvara 4,6% af markaðsvirði félaganna, þeg- ar tekið er tillit til þess að einungis 35% hlutafjár í Össuri eru í viðskipt- um á íslenskum markaði. Þetta er mjög hátt hlutfall í alþjóðlegu sam- hengi og bendir Arion banki á að leita þurfi 30 ár aftur í tímann til þess að finna arðgreiðsluhlutfall yfir 4% í Bandaríkjunum. Háar arðgreiðslur má skýra með góðri afkomu félaganna, fáum vaxt- artækifærum og góðri fjárhagsstöðu fyrirtækja um þessar mundir, að sögn Arion banka. Því til staðfest- ingar er bent á að eiginfjárhlutfall skráðra rekstrarfélaga, þ.e. annarra en trygginga- og fasteignafélaga, sé 54%. Miðað við núverandi fjárhags- stöðu og arðgreiðslustefnu sé líklegt að framhald verði á myndarlegum arðgreiðslum skráðra félaga. Hafa greitt hluthöfum 20 milljarða  Líklegt að skráð félög greiði áfram háan arð í ljósi fjárhagsstöðu og arðgreiðslustefnu FRÉTTIR 23Viðskipti | atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00 F A S TU S _E _5 0. 11 .1 4 Veit á vandaða lausn Hörðu pakkarnir • frá Dualit • Við undirbúning í eldhúsi og við matreiðslu er fátt betra en að vinna með vönduð og góð tæki. Dualit tækin eru ekki einungis vönduð og traust heldur eru þau líka fallega hönnuð sem eykur enn á ánægjuna við að vinna með þau. Kynntu þér breiða vörulínu Dualit í verslun Fastus í Síðumúla 16. Dualit vörurnar eru margverðlaunaðar og hafa fengið m.a. stimpilinn frá Good Housekeeping Institute. Handþeytari • kraftmikill 400W • margir aukahlutir • auðvelt að þrífa Kr. 16.900,- Brauðrist • 2 brauðsneiðar • auðvelt að þrífa • tímastillir Kr. 32.944,- Töfrasproti • kraftmikill 700W • 6-blaða hnífur • margir aukahlutir Kr. 19.453,- Hraðsuðuketill • 1,7l • snúrulaus ketill • ryðfrítt stál Kr. 20.331,- Mjólkurfreyðir • köld og heit froða • ryðfrítt stál • auðvelt að þrífa Kr. 18.198,- Ferðamönnum hefur farið fjölg- andi samfellt í 50 mánuði í röð, eða allt frá því í októ- ber árið 2010, að því er fram kem- ur í Morgunkorni Íslandsbanka. Samkvæmt töl- um Ferða- málastofu fóru í nóvember 61 þúsund erlendir ferðamenn frá landinu, sem er 31% fleiri en í sama mánuði í fyrra. Alls voru brottfarir erlendra ferða- manna 915 þúsund á fyrstu 11 mán- uðum ársins, en brottfarir Íslend- inga voru 372 þúsund. Ferðamannajöfnuður, það er fjöldi brottfara ferðamanna umfram fjölda brottfara Íslendinga, nemur um 544 þúsund fyrstu 11 mánuðina. Til samanburðar var árin 2006 og 2007 ferðamannajöfnuður í halla upp á 25 til 27 þúsund. Samfelld fjölgun í 50 mánuði Á ferð Enn fjölgar ferðamönnum. Seðlabankinn hefur sett reglur um fjármögnunarhlutfall viðskipta- banka í erlendum gjaldmiðlum, sem er ætlað að tryggja lágmark stöðugrar fjármögnunar í erlend- um gjaldmiðlum til eins árs. Hlut- fallið takmarkar því að hve miklu leyti viðskiptabankar geta reitt sig á óstöðuga skammtímafjármögnun til þess að fjármagna langtíma- útlán í erlendum gjaldmiðlum. Í ljósi reynslunnar telur Seðla- bankinn mikilvægt að draga úr áhættu sem kann að myndast vegna óhóflegs tímamisræmis milli eigna og skulda viðskiptabanka með því að takmarka tímamisræmi í erlendum gjaldmiðlum sérstak- lega. Er það sérlega brýnt í að- draganda losunar fjármagnshafta, segir í frétt Seðlabankans. Á næsta ári áformar Seðlabank- inn að innleiða reglur um hlutfall fjármögnunar í erlendum gjald- miðlum sem taka til allt að þriggja ára. Nýjar regl- ur um fjár- mögnun Samtök iðnaðar- ins hafa farið þess á leit við Fjármálaeft- irlitið að það beini þeim til- mælum til Lýs- ingar að virða niðurstöður dóm- stóla um það hvernig haga skuli endur- útreikningum á kaupleigusamn- ingum er hafa að geyma ólögmæta gengistryggingu. SI munu hafa án árangurs óskað eftir svörum frá Lýsingu um hvort fyrirtækið hygg- ist viðurkenna fordæmisgildi dóms frá í nóvember um að Lýsingu beri að leiðrétta kaupleigusamninga sem Eykt ehf. gerði við fyrirtækið. Félagsmenn SI, sem óskað hafa eft- ir svörum varðandi sín mál hjá Lýs- ingu, hafi fengið þau viðbrögð að fyrirtækið telji dóminn ekki vera fordæmisgefandi fyrir aðra kaup- leigusamninga fyrirtækisins. SI leita til FME vegna Lýsingar Lýsing SI vill svör um fordæmisgildi.  Vilja svör vegna dóms

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.