Morgunblaðið - 05.12.2014, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 05.12.2014, Qupperneq 24
24 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 • Það er ekki að ástæðulausu að fagmaðurinn velur Spiegelau og nú getur þú notið þeirra • Platinumlínan okkar er mjög sterk og þolir uppþvottavél Spiegelau er ekki bara glas heldur upplifun Við bjóðum Spiegelau í fallegum gjafaöskjum sem er tilvalin jólagjöf eða á hátíðarborðið. • Rauðvínsglös • Hvítvínsglös • Kampavínsglös • Bjórglös • Karöflur • Fylgihlutir Allir velkomnir Progastro | Ögurhvarfi 2, Kópavogi | progastro.is Opið alla virka daga frá 09:00 – 17:00. Hágæða kristalglös frá Þýskalandi Allt fyrir eldhúsið Verð frá 2.490 kr. Geimferðastofnun Japans, JAXA, hefur skotið á loft geimfari sem á að safna sýnum á fjarlægu smástirni í von um að þau varpi ljósi á myndun alheimsins fyrir 4,6 milljörðum ára og veiti vísbendingar um hvernig líf hófst á jörðinni. Gert er ráð fyrir því að ferðin standi í sex ár. Könnunarfarinu Hayabusa 2 var skotið á loft með H-HA burðarflaug frá Tanegashima-geimferðamiðstöð- inni í suðurhluta Japans í fyrradag. Geimfarið á að fljúga framhjá jörðinni til að fá þá þyngdarhjálp sem þarf til að auka hraða þess svo það komist á áfangastað. Það á að koma að smástirninu um mitt árið 2018 og snúa aftur til jarðar í lok ársins 2020. Geimfarið á að sprengja gíg í smá- stirnið til að safna sýnum, sem hafa verið óvarin fyrir vindum og geislum, og flytja þau til jarðar. Smástirni eru leifar frá myndum sólkerfisins. Þau eru efnið sem ekki varð að reikistjörnum eða tunglum eða brot úr öðrum hnöttum sem hafa sundrast við árekstra, að því er fram kemur á stjörnufræðivefnum. Geimfarið á að rannsaka 1999JU3, smástirni sem talið er að innihaldi vatn og lífræn efni. Margir stjörnu- fræðingar telja að þegar slíkum smástirnum rigndi yfir jörðina í ár- daga sólkerfisins hafi þau borið með sér vatn og efni sem eru nauðsynleg lífi. Áður hafði Japanar sent geimfarið Hayabusa til að rannsaka smástirnið Itokawa árið 2005. Geimfarið sótti ryk af yfirborðinu og sneri með heim til jarðar. Áætlað er að leiðangur Hayabusa 2 kosti jafnvirði 32 milljarða króna. bogi@mbl.is Heimild: DLR, CNES, JAXA Geimfarið Hayabusa 2 á að safna sýnum úr smástirninu 1999JU3 og flytja þau til jarðar Er með þýskt-franskt hylki, sem nefnist MASCOT og á að lenda á smástirninu eftir 100 m frjálst fall MINERVA-II Tvö lítil fjarstýrð farartæki eiga að lenda á smástirninu og undirbúa söfnun sýna á yfirborðinu MASCOT Stærð: 30 x 30 x 20 cm Þyngd: um 10 kg Japanar skjóta á loft geimfari til að kanna smástirni Loftnet til að koma gögnum til Hayabusa 2 Rafhlaðan endist í 16 klukkustundir Jónavél Loftnet Sólarrafhlaða Sýnatökuhólkur Myndavél Segulmælir Smásjá MASCOT er með búnað sem gerir farinu kleift að fara á þrjá staði á smástirninu MASCOT á að skoppa 10 til 70 metra frá lendingarstaðnum Hreyfi- klumpur Vél Asteroid 1999JU3 Þvermál: um 900 m Möndulsnúningur: 7,6 klst. Skotið á loft 3. desember 2014 Á að fara á braut um smástirnið árið 2018 Á að snúa aftur til jarðar í lok ársins 2020 Á að taka sýni úr smástirni  Rannsóknin gæti varpað ljósi á upphaf lífs á jörðinni Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Vladímír Pútín, forseti Rússlands, varaði Rússa við því að erfiðir tímar væru framundan vegna refsiaðgerða Vesturlanda og lægra olíuverðs þeg- ar hann flutti árlega stefnuræðu sína í Kreml í gær. Hann sakaði leiðtoga Vesturlanda um að hafa notað átökin í austanverðri Úkraínu sem átyllu til að grafa undan öflugu og sjálfstæðu Rússlandi. Antov Siluanov, fjármálaráðherra Rússlands, hefur sagt að tap Rúss- lands vegna refsiaðgerðanna og lægra olíuverðs nemi jafnvirði 17.500 milljarða króna á ári. Stjórnin í Moskvu hefur spáð efnahagssam- drætti á næsta ári. Boðar aðgerðir til að verja rúbluna Pútín gaf til kynna að Rússar þyrftu að búa sig undir langvarandi refsiaðgerðir og boðaði ráðstafanir til að stemma stigu við miklu gengis- falli rúblunnar. Gengi hennar lækk- aði um tæp 9% gagnvart Bandaríkja- dollar á mánudaginn var, meira en nokkru sinni fyrr á einum degi frá fjármálakreppunni í Rússlandi 1998. Gengi rúblunnar hefur lækkað um 60% gagnvart dollarnum og 45% gagnvart evrunni frá því í byrjun ársins, að sögn fréttaveitunnar AFP. Talið er að Rússar hafi tekið jafn- virði rúmra 12.500 milljarða króna úr landi í ár og Pútín lofaði almennri sakaruppgjöf til handa þeim sem flyttu fé aftur til Rússlands. Segir Krím hafa „heilaga þýðingu“ Nikolai Petrov, sérfræðingur í rússneskum efnahagsmálum, telur að aðgerðirnar sem Pútín boðaði hafi lítil áhrif. „Þetta er ekki lausn á þeim alvarlega vanda sem efnahagur Rússlands er í núna,“ hefur AFP eft- ir honum. Pútín boðaði ekki neinar breyting- ar á stefnu sinni í utanríkismálum og réttlætti innlimun Krímskaga í Rússland fyrr á árinu. Hann sagði að Krím hefði „heilaga þýðingu“ fyrir Rússa og líkti skaganum við Must- erishæðina í Jerúsalem. Vestræn ríki hefðu notað deiluna um Austur- Úkraínu sem tylliástæðu til að þjarma að Rússlandi. „Í hvert sinn sem einhver telur að Rússland sé orðið of öflugt, of sjálfstætt, er þess- um tækjum beitt umsvifalaust.“ Forsetinn sakaði Vesturlönd um að leggja „járntjald“ umhverfis Rússland til að einangra það en lagði áherslu á að stjórnin í Kreml myndi ekki láta undan þrýstingnum. „Við erum tilbúin að takast á við hvers konar ögranir og við sigrum.“ Tónninn í ræðu Pútíns þótti þó mildari gagnvart Vesturlöndum en oft áður og Pútín kvaðst ekki ætla að rjúfa tengslin við Vesturlönd vegna deilunnar. „Við ætlum ekki undir neinum kringumstæðum að draga úr tengslunum við Evrópu og Banda- ríkin,“ sagði hann. Pútín býr Rússa undir efnahags- þrengingar  Mildari tónn en oft áður í ræðu Pútíns AFP Einangrun Pútín kvartaði yfir „járntjaldi“ umhverfis Rússland. Starfsmenn Legoland í grennd við London setja þriggja kílógramma þunga stjörnu á átta metra hátt jólatré sem búið var til úr 300.000 legókubbum á fjórum vikum. Tréð verður til sýnis til jóla. Átta metra hátt jólatré í Legolandi Tré úr 300.000 legókubbum AFP

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.