Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 05.12.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Erlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 Kringlunni • Sími 568 7777 • heyrnarstodin.is HEYRNARSTÖ‹IN Beltone First gengur með iPhone 5s, iPhone 5c, iPhone 5, iPad Air, iPad (4. kynslóð), iPad mini með Retina, iPad mini og iPod touch (5. kynslóð) með iOS eða nýrra stýrikerfi. Apple, iPhone, iPad og iPod touch eru vörumerki sem tilheyra Apple Inc, skráð í Bandaríkjunum og öðrum löndum. Nýja Beltone First™ heyrnartækið tengist þráðlaust beint í iPhone, iPad og iPod touch. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki lánað til reynslu. Snjallara heyrnartæki Beltone First™ Ókeypis heyrnarmælingsíðan 2004 Robert Mugabe, forseti Simbabve, veittist harkalega að varaforsetan- um Joyce Mujuru í gær, sakaði hana um að hafa reynt að ráða hann af dögum og sagði að hún væri þjófur. Mugabe hélt ræðu á landsfundi flokks síns, Zanu-PF, og sagði að Mujuru hefði ekki mætt á fundinn vegna þess að hún væri „hrædd“. Mugabe er orðinn níræður og hef- ur stjórnað Simbabve í 34 ár, eða frá því að landið fékk sjálfstæði árið 1980. Mujuru var álitin líklegur arf- taki Mugabe þar til eiginkona forset- ans, Grace, haslaði sér völl í stjórn- málunum fyrr á árinu og sakaði varaforsetann um samsæri gegn for- setanum. Gert er ráð fyrir að for- setafrúin verði kjörin leiðtogi kvennahreyfingar flokksins. Breska ríkisútvarpið hefur eftir fyrrverandi talsmanni Zanu-PF að Mugabe hafi breytt flokknum í „einkaeign“ sína og hafi veist að varaforsetanum til að styrkja stöðu eiginkonu sinnar í flokknum. Sakar vara- forseta um morðtilræði  Mugabe vill auka áhrif konu sinnar AFP 34 ár Robert Mugabe hefur stjórn- að Simbabve frá árinu 1980. Tilraunaflugi Orion-geimfars bandarísku geimvísindastofnunar- innar NASA var frestað í gær þar til í dag vegna vandamála sem komu upp með lokur Delta IV-eldflaug- arinnar sem átti að skjóta því á loft. Gangi allt að óskum flýgur geimfar- ið fjær jörðinni en nokkurt far, sem ætlað er að flytja menn, frá því í tungllendingunum. NASA kallar til- raunaflugið stærsta viðburðinn sem stofnunin stendur fyrir á þessu ári. Upphaflega stóð til að skjóta Orion á loft kl. 12.07 að íslenskum tíma í gær. Því var hins vegar ítrek- að frestað, fyrst vegna hvassviðris en síðar vegna vandamála með lokur í eldflauginni. Ætlunin er að gera aðra tilraun á sama tíma í dag. Veðurspáin bendir til þess að 60% líkur séu á því að hægt verði að skjóta því á loft. Tilraunaflugið á að taka fjóra og hálfa klukkustund en að því loknu á áhafnarhylki geimfarsins að lenda í Kyrrahafinu. Ýmislegt getur þó far- ið úrskeiðis enda mun Orion ferðast á ríflega 32.000 kílómetra hraða á klukkustund þegar það kemur aftur inn í lofthjúpinn. Hitastigið fyrir framan hitaskjöld áhafnarhylkisins mun ná um 2.200°C. Gangi allt að óskum verður Orion fyrsta geimfarið, sem hannað er til að flytja menn, sem fer út fyrir lága jarðarbraut frá því að geimfarar Apollo-leiðangranna fóru til tungls- ins á 7. og 8. áratug síðustu aldar. kjartan@mbl.is Orion skotið í geiminn NASA Tilraunaflug NASA stefnir að því að skjóta geimfarinu á loft á hádegi í dag.  Lengsta ferð slíks geimfars frá tunglferðunum Stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa fyrirskipað öllum alnöfnum einræðisherra landsins, Kim Yong-un, að breyta eiginnafni sínu, að sögn suður-kóreska ríkissjónvarpsins KBS. Kim er mjög algengt ættar- nafn og Yong-un algengt eiginnafn í Norður-Kóreu en ekki er vitað hversu margir alnafnarnir eru. Samkvæmt fyrirmælum einræðis- stjórnarinnar má ekki gefa nýfædd- um börnum eiginnafnið Yong-un ef ættarnafn þeirra er Kim. Þeir sem eru svo óheppnir að vera alnafnar Kim Yong-un eiga að taka upp nýtt eiginnafn og láta breyta nafni sínu á öllum skírtein- um, meðal annars fæðingar- skírteinum. Sams konar bann gilti um nöfn föður og afa Kims þegar þeir voru við völd. Alnafnar leiðtogans taki upp nýtt nafn Kim Yong-un NORÐUR-KÓREA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.