Morgunblaðið - 05.12.2014, Page 28

Morgunblaðið - 05.12.2014, Page 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 2014 RAFSTÖÐVAR Eigum á lager úrval rafstöðva í stærðum 0.9 kW – 5.4 kW Honda – Yanmar – Hatz benzín/diesel mótorarar Eins og þriggja fasa rafalar Úrval stærri rafstöðva frá EUROPOWER í mörgum útfærslum. Úrval rafstöðva frá EUROPOWER fyrir aflúrtak dráttarvéla. ÞÓR HF Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Akureyri: Lónsbakka 601 Akureyri Sími 568-1555 Vefsíða: www.thor.is Á liðnu hausti kom ég í nokkar höf- uðkirkjur hins forna Rómaveldis og vöktu mósaíkmyndir yfir há- ölturum þeirra athygli mína. Í Ægissif í Íst- anbúl (áður Konst- antínópel), sem var reist um árið 540 af Jústíníanusi I keisara, sá ég hvernig fjórir kerúbar, erkienglar, gnæfa yfir kirkjugólfinu og höf- uðáttunum. Í sömu ferð skoðaði ég hvolfþak Kirkju viskunnar í Trab- zon í Austur-Tyrklandi. Sú borg varð útlagahöfuðborg býsönsku eða aust-rómversku keisaranna árið 1204 þegar krossfarar rændu Konstantínópel. Viskukirkjan í Trabzon var byggð mörgum öldum fyrr. Yfir hááltari hennar hvolfast íslensku landvættirnar, risinn, ux- inn, örninn og ljónið/drekinn, í mik- illi hvelfingu. Sérstaklega fannst mér gaman að spjalla við heima- menn í Trabzon sem héldu því fram að þessa mynd væri hvergi að finna nema í þessari kirkju. Og var undr- unin mikil þegar ég sýndi þeim mynd af íslenska skjaldarmerkinu sem var speglun mósaíkmyndanna í Viskukirkjunni. Báðar þessar kirkjur viskunnar, í Trabzon og Ístanbúl, eru merktar rúnum norrænna manna sem áttu þar leið um fyrir árið 1000. Ferðalag mitt í austurvegi þetta haustið endaði í Róm þar sem ég sá land- vættirnar enn á ný og nú yfir háaltari Pét- urskirkjunnar. Auk þess má nefna að fyrir fáum árum var ég staddur í Markúsarkirkjunni í Fen- eyjum, sem byggð er upphaflega sem grísk-kaþólsk kirkja, 300 árum fyrir fæðingu Snorra Sturlusonar. Kirkjan er prýdd fjölda mósaík- mynda. Sem ég gekk um kirkjuna varð mér litið til lofts og þar í einni hvelfingunni, við háaltarið, blöstu landvættirnar okkar fjórar við mér gulli skrýddar. Íslenska skjaldar- merkið vakti þar yfir altarinu, án þess að um það væri getið í ferða- bæklingum að sjálfsögðu. Allir Íslendingar þekkja íslenska skjaldarmerkið. Á því er íslenskur krossfáni í miðju, umkringdur fjór- um skjaldberum eða landvættum, uxa, risa, erni og dreka. Land- vættir skjaldarmerkisins eru ætt- aðar úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Þar segir Snorri frá því að eitt sinn hafi Haraldur Gormsson Danakonungur sent galdramann til Íslands til að sjá hvort ekki mætti sigla þangað liði til hefnda fyrir níð sem Íslendingar höfðu ort um konung. Þannig segir Snorri frá: „Sá fór í hvalslíki. … En er hann kom fyrir Vopnafjörð þá fór hann inn á fjörðinn og ætlaði á land að ganga. Þá fór ofan eftir dalnum dreki mikill og fylgdu honum marg- ir ormar, pöddur og eðlur og blésu eitri á hann. En hann lagðist í brott og vestur fyrir land, allt fyrir Eyja- fjörð. Fór hann inn eftir þeim firði. Þar fór móti honum fugl svo mikill að vængirnir tóku út fjöllin tveggja vegna og fjöldi annarra fugla, bæði stórir og smáir. Braut fór hann þaðan og vestur um landið og svo suður á Breiðafjörð og stefndi þar inn á fjörð. Þar fór móti honum griðungur mikill og óð á sæinn út og tók að gella ógurlega. Fjöldi landvætta fylgdi honum. Brott fór hann þaðan og suður um Reykja- nes og vildi ganga upp á Víkars- skeiði. Þar kom í móti honum berg- risi …“ Snorri var reyndar langt í frá fyrstur til að lýsa þessum vættum, drekanum, uxanum, fuglinum og bergrisanum. Þannig vill nefnilega til að um 1000 árum fyrir daga Snorra var sagt frá sömu vættum í Opinberunarbók Jóhannesar sem er að finna aftast í Biblíunni. Í Opinberunarbókinni greinir spá- maðurinn Jóhannes frá margskonar opinberunum og sýnum sem Guð birti honum, vitrunum og spádóm- um. Á einum stað segir hann svo frá að hann hafi fengið að sjá sjálft hásæti Guðs á himnum. Kringum þetta hásæti Guðs stóðu fjórar ver- ur, segir Jóhannes. Þannig lýsir hann þeim: „Fyrsta veran var lík ljóni, önnur veran var lík uxa, þriðja veran hafði ásjónu sem maður og fjórða veran var lík fljúgandi erni.“ Reyndar á þessi mynd sér enn eldri samsvörun í fyrsta kafla Ese- kíels í Gamla testamentinu og í táknum ættbálka Ísraels í Móse- bókum. Ættbálkarnir voru 12 og hafði hver ættbálkur ákveðið tákn. Þegar Ísraelsþjóðin var á ferð í eyðimörk Sínaí eftir flóttann frá Egyptalandi reistu menn tjaldbúðir að kveldi kringum sáttmálsörkina og skiptu tjaldbúðunum í fjóra hluta. Fyrir hverjum hluta fór einn ættbálkur. Júda í austri, Rúben í suðri, Efraím í vestri og Dan í norðri. Merki Rúbens er vatnsber- inn eða risinn, merki Efraíms naut- ið, merki Dans örninn eða gamm- urinn og merki Júda ljónið. Síðar tók Júda upp merki höggorms Móse – orminn. Dreki Snorra er í ætt við orm, því honum fylgja orm- ar og eðlur. Ormur eða dreki Snorra gæti því vel verið hið forna merki Júda. Þess má geta að Snorri skipar landvættum sínum í sömu höfuðáttir og ættbálkum Ísr- aels er skipað kringum tjaldbúð Drottins í Gamla testamentinu. Allt þetta rifjaðist upp fyrir mér á ferð minni í höfuðkirkjunum í Trabzon, Ístanbúl, Feneyjum og Róm. Hvergi er getið um í heim- ildum að Snorri Sturluson hafi séð þessar myndir eða aðrar álíka – hvað þá farið í austurveg. En lík- legt má telja að lýsingar á verunum fjórum hafi borist honum til eyrna með fornum frásögnum norskra væringja þegar hann dvaldi í Nor- egi og að þannig hafi hinar fornu gersku táknmyndir kirkjunnar orð- ið að landvættunum sem gæta landsins okkar bláa. Með landvættum Íslands í hákirkjum rómverska heimsveldisins Eftir Þórhall Heimisson » Allt þetta rifjaðist upp fyrir mér á ferð minni í höfuðkirkjunum í Trabzon, Ístanbúl, Feneyjum og Róm. Þórhallur Heimisson Höfundur er prestur. Ekki á að gefa fólki peninga, heldur skila peningum sem hafðir voru af fólki. Það á ekki að skilja þetta fólk út- undan. Ekki á að gera eignir þess upptækar. Ekki frekar en eignir fjármagnseigenda voru gerðar upptækar. Ekki frekar en eignir fólks með myntkörfulán voru gerðar upptækar. Þetta fólk á rétt á þessari leiðrétt- ingu. Vandamál á einum stað rétt- lætir ekki að eign fólks sé tekin af því. Þetta sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í Kastljósi 10. nóvember sl. um leið- réttinguna, þar sem hann var að verja 20 milljarða króna greiðslur til hálaunaðra. Þá er það samkvæmt lögum að ekki má gera eignir fólks upptækar. Á þetta ekki einnig við um lífeyr- issjóðseignir láglaunamanna? Vaxta- skatturinn er 20% og því er fáránlegt að skatta lífeyrinn um nær 39% og síðan skerða bætur TR um sömu pró- sentutölu sem er ekkert annað en eignaupptaka og brot á lögum. Þetta er það sem lesa má úr orðum for- sætisráðherra, því ef það er eigna- upptaka að láta ekki alla fá leiðrétt- ingu, þá er það brot á sömu lögum að taka lífeyriseignina af þeim sem hafa borgað hana og eiga hana á sinni kennitölu hjá lífeyrissjóðunum. Þetta er samtals 63% skattur og skerðing og fyrstu 54.000 krón- urnar af lífeyrinum eru teknar eignarnámi. Þetta er því ekkert ann- að en eignaupptaka með samþykki rík- isstjórnar og verkalýðs- hreyfingarinnar. Lögin segja að bætur skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Við ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neyslu- verðs. Þetta hefur ekki verið staðið við og því brotin gróflega lög á lífeyr- isþegum. Með því er einnig gerð eignaupptaka á löglegri bótahækkun okkar, miðað við orð Sigmundar Dav- íðs Gunnlaugssonar forsætisráð- herra í Kastljósi vegna leiðrétting- arinnar fyrir hátekjufólk. Það vantar 30% hækkun á lífeyri okkar eða um 60.000 kr. eftir skatt. Inni í þessari tölu er ekki eignaupp- takan á lífeyri okkar og þá ekki aðrar skerðingar á t.d. fasteignagjöldum, lánum frá LÍN, leigubótum og öðrum keðjuverkandi skerðingum. Þá erum það við sem fáum ekki leiðréttingu á lánum, þar sem við keyptum eignir okkar eftir 2010 og tókum við stökk- breyttum lánum og verðum að borga þau að fullu. Borgum sjálf leiðrétt- inguna fyrir ríkið og fáum ekki skattaafslátt vegna séreignasparn- aðar því við eigum engan þannig sparnað, með lífeyrinn sem einu tekj- urnar. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjár- laganefndar, segir í viðtali við Eyj- una vegna auglýsingar Öryrkja- bandalagsins um að örorkubætur séu allt að 30% lægri en lágmarkslaun að auglýsingarnar fari „langt yfir strik- ið“ og hún undrist jafnframt þessa gagnrýni í ljósi þess að núverandi ríkisstjórn hafi bætt 9 milljörðum króna í málaflokkinn og hún átti sig ekki á út á hvað þessi barátta gengur. Fyrri ríkisstjórn skerti framlögin um 16 milljarða króna, þá heyrðist ekki hátt í bandalaginu segir hún. Þarna segir hún að það vanti 7 milljarða króna upp á það sem fyrri ríkisstjórn skerti og með því við- urkennir Vigdís Hauksdóttir, for- maður fjárlaganefndar, að þessi rík- isstjórn hefur ekki staðið við loforðin um að leiðrétta skerðinguna. Hækkun matarskatts úr 7% í 11% er enn einn skattur á okkur og hækk- un barnabóta skilar okkur ekki krónu. Verðtrygging á lífeyri okkar fer í gegnum vasa okkar og í ríkissjóð með skerðingum, sem er ekkert ann- að en eignaupptaka. Vogunarsjóðir og aðrir hrægammasjóðir segja 35% skatt á þá eignaupptöku. Hvað get- um við sem eigum að tóra á um 200.000 krónum á mánuði þá sagt? Er þá eignaupptaka á stórum hluta af lífeyrisssjóðsgreiðslum okkar nokkuð annað en þjófnaður? Við greiðum tekjuskatt af tekjum yfir 135.000 kr. á mánuði. Eldri borg- arar fá um 160.000 kr. á mánuði eftir skatt og verða að borga um 60-70% af þeirri upphæð í leigu eða í afborgun af íbúð og þurfa því að lifa af mán- uðinn á 30-50 þúsundum króna. Þá er siðlaus eignaupptaka á lífeyrissjóðs- sparnaði okkar og bankasparnaði. Verðum að borga leiðréttingu upp á um 4 milljónir króna fyrir ríkið og fáum ekki skattaafslátt á sér- eignasparnað og enga leiðréttingu samkvæmt lögum á lífeyri okkar. Hættið strax að skatta, skerða og gera eignaupptöku á lífeyri okkar sem skilar okkur til fátæktar. Fulla leiðréttingu strax og skilið eignaupp- tökunni á lífeyrissparnaði okkar, því ef ekki þá er ríkisstjórnin með eigna- upptöku að fara „langt yfir strikið“. Ekki á að gera eignir þess upptækar Eftir Guðmund Inga Kristinsson » Þetta er samtals 63% skattur og skerðing og fyrstu 54.000 krón- urnar af lífeyrinum eru teknar eignarnámi. Guðmundur Ingi Kristinsson Höfundur er öryrki og formaður BÓTar. - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.